Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 17:46 Raheem Sterling hefur verið frábær á EM. EPA-EFE/Carl Recine Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. Sterling hefur verið allt í öllu hjá enska liðinu á mótinu. Hann skoraði bæði mörk liðsins í riðlakeppninni, í 1-0 sigrunum á Króatíu og Tékklandi. Í 16-liða úrslitum skoraði hann fyrra markið í 2-0 sigri á Þýskalandi, í 8-liða úrslitum lagði hann upp fyrsta mark Englands í þægilegum 4-0 sigri á Úkraínu. Í gærkvöld var svo dramatískur undanúrslitaleikur þar sem England vann 2-1 sigur á Danmörku í framlengdum leik. Simon Kjær varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þar með metin. Ef Kjær hefði ekki slysast til að setja boltann í eigið net þá hefði Sterling rennt honum yfir línuna þar sem hann var í frábærri stöðu á bakvið Kjær. Sterling fiskaði svo vítið sem skilaði á endanum sigurmarkinu í framlengingu og tryggði sæti Englands í úrslitum. Þá var Sterling magnaður í leiknum gegn Dönum og virtist eiga nóg eftir á tanknum þó 120 mínútur væru komnar á klukkuna. „Ég sagði eftir leikina í riðlakeppninni að Raheem Sterling hefði verið langbesti leikmaður Englands. Það var mikil umræða fyrir mót um að staðan hans væri laus. Eitthvað sem ég skil ekki þar sem Sterling hefur verið frábær fyrir Gareth Southgate síðan á HM fyrir þremur árum,“ sagði Carragher um frammistöðu Sterling. „Þegar Harry Kane kemur niður úr fremstu línu til að fá boltann þá þarftu að hafa leikmenn sem taka hlaup inn fyrir vörn mótherjanna.“ „Fyrir mót hefði ég sagt að nafnarnir Harry Maguire og Kane væru fyrstu tvö nöfnin á blaðið hjá Southgate. Eftir frammistöðuna á mótinu þá hlýtur Sterling að vera kominn í sama hóp. Venjulega kemur leikmaður mótsins frá liðinu sem vinnur mótið en það er ekki alltaf þannig. Það koma nokkrir til greina en eins og staðan er í dag er Sterling líklegastur,“ sagði Carragher að lokum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8. júlí 2021 07:31 Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira
Sterling hefur verið allt í öllu hjá enska liðinu á mótinu. Hann skoraði bæði mörk liðsins í riðlakeppninni, í 1-0 sigrunum á Króatíu og Tékklandi. Í 16-liða úrslitum skoraði hann fyrra markið í 2-0 sigri á Þýskalandi, í 8-liða úrslitum lagði hann upp fyrsta mark Englands í þægilegum 4-0 sigri á Úkraínu. Í gærkvöld var svo dramatískur undanúrslitaleikur þar sem England vann 2-1 sigur á Danmörku í framlengdum leik. Simon Kjær varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þar með metin. Ef Kjær hefði ekki slysast til að setja boltann í eigið net þá hefði Sterling rennt honum yfir línuna þar sem hann var í frábærri stöðu á bakvið Kjær. Sterling fiskaði svo vítið sem skilaði á endanum sigurmarkinu í framlengingu og tryggði sæti Englands í úrslitum. Þá var Sterling magnaður í leiknum gegn Dönum og virtist eiga nóg eftir á tanknum þó 120 mínútur væru komnar á klukkuna. „Ég sagði eftir leikina í riðlakeppninni að Raheem Sterling hefði verið langbesti leikmaður Englands. Það var mikil umræða fyrir mót um að staðan hans væri laus. Eitthvað sem ég skil ekki þar sem Sterling hefur verið frábær fyrir Gareth Southgate síðan á HM fyrir þremur árum,“ sagði Carragher um frammistöðu Sterling. „Þegar Harry Kane kemur niður úr fremstu línu til að fá boltann þá þarftu að hafa leikmenn sem taka hlaup inn fyrir vörn mótherjanna.“ „Fyrir mót hefði ég sagt að nafnarnir Harry Maguire og Kane væru fyrstu tvö nöfnin á blaðið hjá Southgate. Eftir frammistöðuna á mótinu þá hlýtur Sterling að vera kominn í sama hóp. Venjulega kemur leikmaður mótsins frá liðinu sem vinnur mótið en það er ekki alltaf þannig. Það koma nokkrir til greina en eins og staðan er í dag er Sterling líklegastur,“ sagði Carragher að lokum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8. júlí 2021 07:31 Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira
„Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8. júlí 2021 07:31
Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01
Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35