Á þessari stundu eru bréfin aftur komin niður í 24,3 krónur þannig að hækkunin nemur um 35 prósentum.
Stærri fjárfestar keyptu á útboðsgenginu 20. Frá því að markaðir opnuðu hafa hlutir í félaginu gengið kaupum og sölum fyrir andvirði rúmlega 600 miljóna króna, þegar þetta er skrifað.
Flugfélagið var skráð á First North markað kauphallarinnar í morgun og var þeim áfanga fagnað, raunar síðasta miðvikudag, með því að hringja kauphallarbjöllunni í vél félagsins í 12 þúsund feta hæð.