4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2021 16:51 Málið var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Hann þarf að greiða brotaþolunum tveimur samanlagt 3,3 milljónir í miskabætur. Ekki kemur fram hve gamall hinn dæmdi er en í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Dró aftur niður í kjallara Fyrra brotið átti sér stað á dvalarstað mannsins í kjallara á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði hitt konuna úti á lífinu þar sem þau keluðu lítilega áður en þau fóru saman upp í bíl. Konan var undir töluverðum áhrifum þegar brotin áttu sér stað. Fyrir dómi lýsti hún hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann ekki virt þá skoðun hennar. Hún hefði á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Fór svo að hún flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af, bankaði upp á í næstu húsum þar til einhver svaraði og hringdi á lögreglu. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðulegri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Braut á konunni á baðherberginu Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í lok júlí 2020. Joshua og konan höfðu átt í samskiptum á Tinder og síðar Snapchat áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með hann á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Raunar hefðu þau farið tvisvar inn á baðherbergi til að stunda kynlíf. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Hann þarf að greiða brotaþolunum tveimur samanlagt 3,3 milljónir í miskabætur. Ekki kemur fram hve gamall hinn dæmdi er en í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Dró aftur niður í kjallara Fyrra brotið átti sér stað á dvalarstað mannsins í kjallara á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði hitt konuna úti á lífinu þar sem þau keluðu lítilega áður en þau fóru saman upp í bíl. Konan var undir töluverðum áhrifum þegar brotin áttu sér stað. Fyrir dómi lýsti hún hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann ekki virt þá skoðun hennar. Hún hefði á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Fór svo að hún flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af, bankaði upp á í næstu húsum þar til einhver svaraði og hringdi á lögreglu. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðulegri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Braut á konunni á baðherberginu Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í lok júlí 2020. Joshua og konan höfðu átt í samskiptum á Tinder og síðar Snapchat áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með hann á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Raunar hefðu þau farið tvisvar inn á baðherbergi til að stunda kynlíf. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira