Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um í dag. Konan var ekki bólusett en hún var lögð inn á sjúkrahús í belgísku borginni Aalst í mars síðastliðnum og greindist með kórónuveiruna samdægurs. Heilsu hennar hrakaði hratt og hún lést fimm dögum eftir innlögn.
Haft er eftir einum rannsakenda að bæði afbrigðin hafi verið útbreidd í Belgíu á þessum tíma og að konan hafi líklegast smitast af afbrigðunum á tveimur stöðum. Ekki er þó vitað hvernig konan smitaðist. Þá sé erfitt að segja til um það hvort afbrigðin tvö hafi átt þátt í því hversu hratt henni versnaði. Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd en var nýlega kynnt á evrópuþingi um smitsjúkdóma.