Southgate tekur tapið á sig og segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttunum sjálfur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 08:00 Gareth Southgate hughreystir Bukayo Saka eftir að hann klúðraði síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. getty/Laurence Griffiths Gareth Southgate tók tap Englands gegn Ítalíu í úrslitaleik EM í gær á sig. Hann sagðist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englendinga sjálfur. Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni sem Ítalir unnu, 3-2. Rashford og Sancho voru settir inn á undir framlengingarinnar gagngert til að taka víti. Saka kom einnig inn á sem varamaður í leiknum. „Þetta er á mína ábyrgð,“ sagði Southgate eftir leikinn á Wembley í gær. „Ég valdi strákana sem áttu að taka vítin. Ég sagði þeim að enginn væri einn í þessari stöðu. Við vinnum og töpum saman sem lið. Við höfum verið samheldnir og það verður að vera þannig áfram.“ Southgate sagði að röðin á vítaskyttunum hefði verið ákveðin í aðdraganda úrslitaleiksins. „Það var mín ákvörðun að láta Saka taka þetta víti. Það er á mína ábyrgð, ekki hans, Sanchos eða Rashfords. Við unnum að þessu á æfingum og þetta var röðin sem var ákveðin. Við vissum að þetta væru bestu vítaskytturnar sem væru eftir á vellinum. Auðvitað er þetta hræðilegt fyrir leikmennina en þetta er ekki þeim að kenna,“ sagði Southgate sem þekkir það á eigin skinni að klúðra víti á ögurstundu í vítakeppni í stórum leik á stórmóti. Hann klúðraði víti í vítakeppninni gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM 1996. Sem fyrr sagði setti Southgate Rashford og Sancho inn á þegar framlengingin var að klárast til að láta þá taka víti í vítakeppninni. „Þetta er alltaf áhætta en þeir voru bestir í aðdragandanum. Ef þú ætlar að koma öllum sóknarmönnunum inn á þarftu að gera það undir lokin. Þetta var áhætta en ef hún hefði verið tekin fyrr hefðum við kannski tapað í framlengingunni,“ sagði Southgate. Landsliðsþjálfarinn hrósaði enska liðinu fyrir frammistöðu þess á EM. „Þeir gáfu allt sem þeir áttu og eiga að bera höfuðið hátt. Það er erfitt að setja vonbrigðin að vera svona nálægt því að færa þjóðinni titilinn sem hún vildi í eitthvað samhengi en leikmennirnir gáfu allt í þetta og eiga að vera stoltir.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni sem Ítalir unnu, 3-2. Rashford og Sancho voru settir inn á undir framlengingarinnar gagngert til að taka víti. Saka kom einnig inn á sem varamaður í leiknum. „Þetta er á mína ábyrgð,“ sagði Southgate eftir leikinn á Wembley í gær. „Ég valdi strákana sem áttu að taka vítin. Ég sagði þeim að enginn væri einn í þessari stöðu. Við vinnum og töpum saman sem lið. Við höfum verið samheldnir og það verður að vera þannig áfram.“ Southgate sagði að röðin á vítaskyttunum hefði verið ákveðin í aðdraganda úrslitaleiksins. „Það var mín ákvörðun að láta Saka taka þetta víti. Það er á mína ábyrgð, ekki hans, Sanchos eða Rashfords. Við unnum að þessu á æfingum og þetta var röðin sem var ákveðin. Við vissum að þetta væru bestu vítaskytturnar sem væru eftir á vellinum. Auðvitað er þetta hræðilegt fyrir leikmennina en þetta er ekki þeim að kenna,“ sagði Southgate sem þekkir það á eigin skinni að klúðra víti á ögurstundu í vítakeppni í stórum leik á stórmóti. Hann klúðraði víti í vítakeppninni gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM 1996. Sem fyrr sagði setti Southgate Rashford og Sancho inn á þegar framlengingin var að klárast til að láta þá taka víti í vítakeppninni. „Þetta er alltaf áhætta en þeir voru bestir í aðdragandanum. Ef þú ætlar að koma öllum sóknarmönnunum inn á þarftu að gera það undir lokin. Þetta var áhætta en ef hún hefði verið tekin fyrr hefðum við kannski tapað í framlengingunni,“ sagði Southgate. Landsliðsþjálfarinn hrósaði enska liðinu fyrir frammistöðu þess á EM. „Þeir gáfu allt sem þeir áttu og eiga að bera höfuðið hátt. Það er erfitt að setja vonbrigðin að vera svona nálægt því að færa þjóðinni titilinn sem hún vildi í eitthvað samhengi en leikmennirnir gáfu allt í þetta og eiga að vera stoltir.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira