Vonar að stjórnvöld endurtaki ekki leikinn Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2021 13:34 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Samsett Styrkir sem stjórnvöld veittu háskólum til að bjóða upp á sumarnámskeið á síðasta ári fólu ekki í sér ólögmæta ríkisaðstoð að sögn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Félag atvinnurekenda (FA) er ósammála niðurstöðunni og segir hana vera vonbrigði. ESA barst kvörtun frá FA í júní í fyrra þar sem því var haldið fram að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisstyrki til þriggja háskóla með því að veita þeim 500 milljóna króna viðbótarframlög til að skipuleggja sumarnámskeið. Sjö opinberir háskólar fengu viðbótarfjármagn í því skyni á síðasta ári. Af hálfu Félags atvinnurekenda var því haldið fram að hinir ólögmætu ríkisstyrkir hefðu veitt umræddum háskólum óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart einkareknum fræðsluaðilum sem bjóði upp á sambærileg námskeið. Til að mynda hafi Endurmenntun Háskóla Íslands lækkað verð á námskeiðum sem hluta af úrræðinu og rukkað þrjú þúsund krónur fyrir námskeið sem áður kostuðu tugi þúsunda. Séu í beinni samkeppni við einkarekin fyrirtæki „Það er algjörlega galið að skilgreina ekki starfsemi endurmenntunarstofnana háskólanna sem efnahagslega starfsemi. Það er augljóst að þessar stofnanir starfa á samkeppnismarkaði í beinni samkeppni við einkarekin fræðslufyrirtæki,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA í samtali við Vísi. „Það er bara ekki nokkur leið að halda því fram að þetta sé eingöngu almannaþjónusta og það hvernig rekstri hennar er hagað hafi ekki áhrif á samkeppni á markaði.“ Átak stjórnvalda er hluti af mótvægisaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og viðbrögðum við fækkun sumarstarfa. Í ár setti ríkisstjórnin 650 milljónir króna í sumarnám en þar af fór hálfur milljarður til háskólanna. Upphæðin var alls 800 milljónir króna í fyrra. FA og einkarekin fræðslufyrirtæki gagnrýndu það harðlega í vor að stjórnvöld hygðust styðja skólana með sama hætti í ár á sama tíma og málið væri enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og ESA. Valdið miklu tjóni Ólafur segir alveg ljóst að umræddar niðurgreiðslur hafi valdið miklu tjóni hjá einkareknum fræðslufyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til menntamálaráðuneytisins í maí að ígrunda betur samkeppnislagar afleiðingar slíkra aðgerða. Þá kallaði eftirlitið eftir því að gert yrði almennilega grein fyrir fjárhagslegum aðskilnaði milli samkeppnisreksturs og annars reksturs hjá endurmenntunardeildum háskólanna. Úrræðið var hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og skorts á sumarstörfum. Félag atvinnurekenda óskaði svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins.Vísir/Vilhelm Ólafur telur að þrátt fyrir að ESA hafi ekki fallist á málarekstur FA og fræðslufyrirtækjanna hafi hann ýtt bæði við menntamálaráðuneytinu og háskólunum sem gæti sín nú betur þegar kemur að hugsanlegum samkeppnisrekstri. „Við gerum ráð fyrir því að þetta ferli sem við erum búnir að fara í gegnum með Samkeppniseftirlitinu og ESA þýði að minnsta kosti að menn endurtaki ekki þennan leik.“ Að sögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins sóttu tæplega fimm þúsund nemendur um 260 námskeið á vegum háskólanna síðasta sumar. Skóla - og menntamál Samkeppnismál Háskólar Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
ESA barst kvörtun frá FA í júní í fyrra þar sem því var haldið fram að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisstyrki til þriggja háskóla með því að veita þeim 500 milljóna króna viðbótarframlög til að skipuleggja sumarnámskeið. Sjö opinberir háskólar fengu viðbótarfjármagn í því skyni á síðasta ári. Af hálfu Félags atvinnurekenda var því haldið fram að hinir ólögmætu ríkisstyrkir hefðu veitt umræddum háskólum óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart einkareknum fræðsluaðilum sem bjóði upp á sambærileg námskeið. Til að mynda hafi Endurmenntun Háskóla Íslands lækkað verð á námskeiðum sem hluta af úrræðinu og rukkað þrjú þúsund krónur fyrir námskeið sem áður kostuðu tugi þúsunda. Séu í beinni samkeppni við einkarekin fyrirtæki „Það er algjörlega galið að skilgreina ekki starfsemi endurmenntunarstofnana háskólanna sem efnahagslega starfsemi. Það er augljóst að þessar stofnanir starfa á samkeppnismarkaði í beinni samkeppni við einkarekin fræðslufyrirtæki,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA í samtali við Vísi. „Það er bara ekki nokkur leið að halda því fram að þetta sé eingöngu almannaþjónusta og það hvernig rekstri hennar er hagað hafi ekki áhrif á samkeppni á markaði.“ Átak stjórnvalda er hluti af mótvægisaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og viðbrögðum við fækkun sumarstarfa. Í ár setti ríkisstjórnin 650 milljónir króna í sumarnám en þar af fór hálfur milljarður til háskólanna. Upphæðin var alls 800 milljónir króna í fyrra. FA og einkarekin fræðslufyrirtæki gagnrýndu það harðlega í vor að stjórnvöld hygðust styðja skólana með sama hætti í ár á sama tíma og málið væri enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og ESA. Valdið miklu tjóni Ólafur segir alveg ljóst að umræddar niðurgreiðslur hafi valdið miklu tjóni hjá einkareknum fræðslufyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til menntamálaráðuneytisins í maí að ígrunda betur samkeppnislagar afleiðingar slíkra aðgerða. Þá kallaði eftirlitið eftir því að gert yrði almennilega grein fyrir fjárhagslegum aðskilnaði milli samkeppnisreksturs og annars reksturs hjá endurmenntunardeildum háskólanna. Úrræðið var hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og skorts á sumarstörfum. Félag atvinnurekenda óskaði svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins.Vísir/Vilhelm Ólafur telur að þrátt fyrir að ESA hafi ekki fallist á málarekstur FA og fræðslufyrirtækjanna hafi hann ýtt bæði við menntamálaráðuneytinu og háskólunum sem gæti sín nú betur þegar kemur að hugsanlegum samkeppnisrekstri. „Við gerum ráð fyrir því að þetta ferli sem við erum búnir að fara í gegnum með Samkeppniseftirlitinu og ESA þýði að minnsta kosti að menn endurtaki ekki þennan leik.“ Að sögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins sóttu tæplega fimm þúsund nemendur um 260 námskeið á vegum háskólanna síðasta sumar.
Skóla - og menntamál Samkeppnismál Háskólar Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira