Vonar að stjórnvöld endurtaki ekki leikinn Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2021 13:34 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Samsett Styrkir sem stjórnvöld veittu háskólum til að bjóða upp á sumarnámskeið á síðasta ári fólu ekki í sér ólögmæta ríkisaðstoð að sögn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Félag atvinnurekenda (FA) er ósammála niðurstöðunni og segir hana vera vonbrigði. ESA barst kvörtun frá FA í júní í fyrra þar sem því var haldið fram að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisstyrki til þriggja háskóla með því að veita þeim 500 milljóna króna viðbótarframlög til að skipuleggja sumarnámskeið. Sjö opinberir háskólar fengu viðbótarfjármagn í því skyni á síðasta ári. Af hálfu Félags atvinnurekenda var því haldið fram að hinir ólögmætu ríkisstyrkir hefðu veitt umræddum háskólum óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart einkareknum fræðsluaðilum sem bjóði upp á sambærileg námskeið. Til að mynda hafi Endurmenntun Háskóla Íslands lækkað verð á námskeiðum sem hluta af úrræðinu og rukkað þrjú þúsund krónur fyrir námskeið sem áður kostuðu tugi þúsunda. Séu í beinni samkeppni við einkarekin fyrirtæki „Það er algjörlega galið að skilgreina ekki starfsemi endurmenntunarstofnana háskólanna sem efnahagslega starfsemi. Það er augljóst að þessar stofnanir starfa á samkeppnismarkaði í beinni samkeppni við einkarekin fræðslufyrirtæki,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA í samtali við Vísi. „Það er bara ekki nokkur leið að halda því fram að þetta sé eingöngu almannaþjónusta og það hvernig rekstri hennar er hagað hafi ekki áhrif á samkeppni á markaði.“ Átak stjórnvalda er hluti af mótvægisaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og viðbrögðum við fækkun sumarstarfa. Í ár setti ríkisstjórnin 650 milljónir króna í sumarnám en þar af fór hálfur milljarður til háskólanna. Upphæðin var alls 800 milljónir króna í fyrra. FA og einkarekin fræðslufyrirtæki gagnrýndu það harðlega í vor að stjórnvöld hygðust styðja skólana með sama hætti í ár á sama tíma og málið væri enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og ESA. Valdið miklu tjóni Ólafur segir alveg ljóst að umræddar niðurgreiðslur hafi valdið miklu tjóni hjá einkareknum fræðslufyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til menntamálaráðuneytisins í maí að ígrunda betur samkeppnislagar afleiðingar slíkra aðgerða. Þá kallaði eftirlitið eftir því að gert yrði almennilega grein fyrir fjárhagslegum aðskilnaði milli samkeppnisreksturs og annars reksturs hjá endurmenntunardeildum háskólanna. Úrræðið var hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og skorts á sumarstörfum. Félag atvinnurekenda óskaði svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins.Vísir/Vilhelm Ólafur telur að þrátt fyrir að ESA hafi ekki fallist á málarekstur FA og fræðslufyrirtækjanna hafi hann ýtt bæði við menntamálaráðuneytinu og háskólunum sem gæti sín nú betur þegar kemur að hugsanlegum samkeppnisrekstri. „Við gerum ráð fyrir því að þetta ferli sem við erum búnir að fara í gegnum með Samkeppniseftirlitinu og ESA þýði að minnsta kosti að menn endurtaki ekki þennan leik.“ Að sögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins sóttu tæplega fimm þúsund nemendur um 260 námskeið á vegum háskólanna síðasta sumar. Skóla - og menntamál Samkeppnismál Háskólar Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
ESA barst kvörtun frá FA í júní í fyrra þar sem því var haldið fram að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisstyrki til þriggja háskóla með því að veita þeim 500 milljóna króna viðbótarframlög til að skipuleggja sumarnámskeið. Sjö opinberir háskólar fengu viðbótarfjármagn í því skyni á síðasta ári. Af hálfu Félags atvinnurekenda var því haldið fram að hinir ólögmætu ríkisstyrkir hefðu veitt umræddum háskólum óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart einkareknum fræðsluaðilum sem bjóði upp á sambærileg námskeið. Til að mynda hafi Endurmenntun Háskóla Íslands lækkað verð á námskeiðum sem hluta af úrræðinu og rukkað þrjú þúsund krónur fyrir námskeið sem áður kostuðu tugi þúsunda. Séu í beinni samkeppni við einkarekin fyrirtæki „Það er algjörlega galið að skilgreina ekki starfsemi endurmenntunarstofnana háskólanna sem efnahagslega starfsemi. Það er augljóst að þessar stofnanir starfa á samkeppnismarkaði í beinni samkeppni við einkarekin fræðslufyrirtæki,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA í samtali við Vísi. „Það er bara ekki nokkur leið að halda því fram að þetta sé eingöngu almannaþjónusta og það hvernig rekstri hennar er hagað hafi ekki áhrif á samkeppni á markaði.“ Átak stjórnvalda er hluti af mótvægisaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og viðbrögðum við fækkun sumarstarfa. Í ár setti ríkisstjórnin 650 milljónir króna í sumarnám en þar af fór hálfur milljarður til háskólanna. Upphæðin var alls 800 milljónir króna í fyrra. FA og einkarekin fræðslufyrirtæki gagnrýndu það harðlega í vor að stjórnvöld hygðust styðja skólana með sama hætti í ár á sama tíma og málið væri enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og ESA. Valdið miklu tjóni Ólafur segir alveg ljóst að umræddar niðurgreiðslur hafi valdið miklu tjóni hjá einkareknum fræðslufyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til menntamálaráðuneytisins í maí að ígrunda betur samkeppnislagar afleiðingar slíkra aðgerða. Þá kallaði eftirlitið eftir því að gert yrði almennilega grein fyrir fjárhagslegum aðskilnaði milli samkeppnisreksturs og annars reksturs hjá endurmenntunardeildum háskólanna. Úrræðið var hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og skorts á sumarstörfum. Félag atvinnurekenda óskaði svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins.Vísir/Vilhelm Ólafur telur að þrátt fyrir að ESA hafi ekki fallist á málarekstur FA og fræðslufyrirtækjanna hafi hann ýtt bæði við menntamálaráðuneytinu og háskólunum sem gæti sín nú betur þegar kemur að hugsanlegum samkeppnisrekstri. „Við gerum ráð fyrir því að þetta ferli sem við erum búnir að fara í gegnum með Samkeppniseftirlitinu og ESA þýði að minnsta kosti að menn endurtaki ekki þennan leik.“ Að sögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins sóttu tæplega fimm þúsund nemendur um 260 námskeið á vegum háskólanna síðasta sumar.
Skóla - og menntamál Samkeppnismál Háskólar Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur