„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 19:30 Hulda hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. Úr einkasafni Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Hulda Ósmann hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. „Það er ótrúlega gaman að sjá að þegar ég fer niður í bæ heyri ég í Íslendingum. Það eru sex vinir mínir að fljúga hingað í dag og ein vinkona á morgun. Þannig að ferðamönnum er að fjölga og það er virkilega gaman að sjá,“ segir Hulda. Auðvelt að fylgja reglunum Verslanir og veitingastaðir eru opnir en veirutakmarkanir eru þó í gildi á svæðinu. „En á veitingastöðum mega fjórir sitja við borðið, sex ef þið eruð bólusett, og svo má ekki vera með strandpartí eftir átta á kvöldin. Og svo grímuskyldan inni. Það er búið að vera mjög auðvelt að fylgja reglunum og þetta er ekkert að hafa áhrif á okkur,“ segir Hulda. Borið hafi á áhyggjum af stöðunni úti meðal Íslendinga, að sögn Huldu. „Mér finnst svo margir Íslendingar vera að spyrja, þora ekki að koma. Spyrja hvort allt sé lokað, eða þarf ég alltaf að vera með grímu? En það eru allir voða slakir hérna,“ segir Hulda. „Smitin eru miklu meira norðan megin, þar sem þéttbýlið er, Santa Cruz og La Laguna. En það er helst ungt fólk sem er að smitast. Hérna sunnanmegin eru mest ferðamenn sem eru bólusettir og koma með neikvætt próf þannig að lítið er af smitum hér.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó áhyggjur, líkt og greint var frá fyrr í dag. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti.“ Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Hulda Ósmann hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. „Það er ótrúlega gaman að sjá að þegar ég fer niður í bæ heyri ég í Íslendingum. Það eru sex vinir mínir að fljúga hingað í dag og ein vinkona á morgun. Þannig að ferðamönnum er að fjölga og það er virkilega gaman að sjá,“ segir Hulda. Auðvelt að fylgja reglunum Verslanir og veitingastaðir eru opnir en veirutakmarkanir eru þó í gildi á svæðinu. „En á veitingastöðum mega fjórir sitja við borðið, sex ef þið eruð bólusett, og svo má ekki vera með strandpartí eftir átta á kvöldin. Og svo grímuskyldan inni. Það er búið að vera mjög auðvelt að fylgja reglunum og þetta er ekkert að hafa áhrif á okkur,“ segir Hulda. Borið hafi á áhyggjum af stöðunni úti meðal Íslendinga, að sögn Huldu. „Mér finnst svo margir Íslendingar vera að spyrja, þora ekki að koma. Spyrja hvort allt sé lokað, eða þarf ég alltaf að vera með grímu? En það eru allir voða slakir hérna,“ segir Hulda. „Smitin eru miklu meira norðan megin, þar sem þéttbýlið er, Santa Cruz og La Laguna. En það er helst ungt fólk sem er að smitast. Hérna sunnanmegin eru mest ferðamenn sem eru bólusettir og koma með neikvætt próf þannig að lítið er af smitum hér.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó áhyggjur, líkt og greint var frá fyrr í dag. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti.“
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira