Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2021 21:31 Svona mun vegurinn líta út ofan Lögbergsbrekku að lokinni tvöföldun milli Fossvalla og Gunnarshólma. Vegagerðin Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Tilboðin bera með sér að verktakar voru tilbúnir að leggja hart að sér til að hreppa þetta stóra verk. Lægsta boðið var þannig 145 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, næstlægsta boð 120 millljónum undir og þriðja lægsta boð 115 milljónum undir áætlun. Næstlægsta boð kom frá Suðurverki hf. og Loftorku Reykjavík ehf., Kópavogi, upp á 816 milljónir króna, eða 87,1 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð átti Óskatak ehf., Kópavogi, upp á 822 milljónir króna, eða 87,7 af kostnaðaráætlun. Hæsta boðið og það eina yfir kostnaðaráætlun kom frá Ístaki hf. í Mosfellsbæ. Það hljóðaði upp á 1.038 milljónir króna, eða 247 milljónum hærra en lægsta boð. Lögbergsbrekkan verður 2+2 vegur með aðskildum akstursstefnum.Vegagerðin Vegagerðin ætlast til að verkið verði unnið hratt og skammtar nauman verktíma. Þannig skal verkinu að fullu lokið 31. mars 2022. Vart er að búast við að verksamningar verði klárir fyrr en um miðjan ágústmánuð. Miðað við þá forsendu má ætla að vinnan geti hafist í kringum mánaðamótin ágúst-september. Verktakinn hefði þá sjö mánuði til að ljúka verkinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur vikum þar sem grafískar myndir voru sýndar af því hvernig vegurinn mun líta út þegar búið verður að tvöfalda hann næsta vor: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Tilboðin bera með sér að verktakar voru tilbúnir að leggja hart að sér til að hreppa þetta stóra verk. Lægsta boðið var þannig 145 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, næstlægsta boð 120 millljónum undir og þriðja lægsta boð 115 milljónum undir áætlun. Næstlægsta boð kom frá Suðurverki hf. og Loftorku Reykjavík ehf., Kópavogi, upp á 816 milljónir króna, eða 87,1 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð átti Óskatak ehf., Kópavogi, upp á 822 milljónir króna, eða 87,7 af kostnaðaráætlun. Hæsta boðið og það eina yfir kostnaðaráætlun kom frá Ístaki hf. í Mosfellsbæ. Það hljóðaði upp á 1.038 milljónir króna, eða 247 milljónum hærra en lægsta boð. Lögbergsbrekkan verður 2+2 vegur með aðskildum akstursstefnum.Vegagerðin Vegagerðin ætlast til að verkið verði unnið hratt og skammtar nauman verktíma. Þannig skal verkinu að fullu lokið 31. mars 2022. Vart er að búast við að verksamningar verði klárir fyrr en um miðjan ágústmánuð. Miðað við þá forsendu má ætla að vinnan geti hafist í kringum mánaðamótin ágúst-september. Verktakinn hefði þá sjö mánuði til að ljúka verkinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur vikum þar sem grafískar myndir voru sýndar af því hvernig vegurinn mun líta út þegar búið verður að tvöfalda hann næsta vor:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira