Segir framferði Ingó sérkennilegt og að blaðið standi við fréttina Nadine Guðrún Yaghi og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 14. júlí 2021 18:08 Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins. Fréttablaðið/Anton Brink Ritstjóri Fréttablaðsins segir framferði Ingólfs Þórarinssonar, sem hefur krafið blaðamenn um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna ummæla um hann, sérkennilegt. Blaðið standi við fréttina. Ingólfur eða Ingó Veðurguð hefur verið sakaður opinberlega um fjölda kynferðisbrota á síðustu dögum. Lögmaður hans, Vilhjálmur Vilhjálmsson, gaf það út í gær fimm ættu von á kröfubréfi vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu um hann og eru þeir krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. „Ég veit nú ekki á hverju á að biðjast afsökunar. Á að biðjast afsökunar á því að þessar konur hafi ákveðið að segja þessar sögur? Við erum náttúrulega bara fjölmiðlinn og erum að fjalla um málefni sem eru að gerast í samfélaginu og það hefði verið sérkennilegt að gera ekki grein fyrir því um hvað þessar sögur snérust. Þannig að ég sé nú ekki fljótt á litið að það sé nú hægt að verða við þessu,“ segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, um kæru sem barst Kristlínu Dís Ingilínardóttur blaðamanni á Fréttablaðinu í morgun. Í kæru er henni veittur frestur til 19. júlí til að borga þrjár milljónir og birta formlega afsökunarbeiðni á forsíðu Fréttablaðsins. Kristlín skrifaði grein á vef Fréttablaðsins í byrjun júlí þar sem hún skrifaði að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Segir að fréttin standi Jón segir að Fréttablaðið standi við fréttina. „Fréttin var birt á okkar miðlum og það hefur engin ósk komið frá þeim sem fréttin varðaði að hún yrði leiðrétt eða lagfærð með neinum hætti. Þetta er það fyrsta sem við heyrum sem flokkast undir viðbrögð þess sem fréttin varðaði þannig að það er ekkert tilefni til annars en að hún standi bara eins og hún er,“ segir Jón. Framferði Ingólfs sé sérkennilegt. „Mér finnst það nú einhvern veginn eins og það sé verið að beina spjótum í einhverja allt aðra átt en því sem hefði verið nærtækast. Það að beina spjótum sínum að blaðamanni og krefja hann um þrjár milljónir, mér finnst það sérkennilegt að mínu mati.“ Stendur með Kristlínu Sem fyrr segir er Kristlín krafin um þrjár milljónir. Jón segir að Kristlín njóti stuðnings. „Hún veit það að hún stendur ekki ein í þessu og við höfum rætt það.“ Auk Kristlínar munu þau Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmaður aðgerðarhópsins Öfga, Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Sigríðar Hilmarsson viðskiptafræðingur og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, einnig fá kæru á sig fyrir ummæli sín um Ingó. MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Fjölmiðlar Dómsmál Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Ingólfur eða Ingó Veðurguð hefur verið sakaður opinberlega um fjölda kynferðisbrota á síðustu dögum. Lögmaður hans, Vilhjálmur Vilhjálmsson, gaf það út í gær fimm ættu von á kröfubréfi vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu um hann og eru þeir krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. „Ég veit nú ekki á hverju á að biðjast afsökunar. Á að biðjast afsökunar á því að þessar konur hafi ákveðið að segja þessar sögur? Við erum náttúrulega bara fjölmiðlinn og erum að fjalla um málefni sem eru að gerast í samfélaginu og það hefði verið sérkennilegt að gera ekki grein fyrir því um hvað þessar sögur snérust. Þannig að ég sé nú ekki fljótt á litið að það sé nú hægt að verða við þessu,“ segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, um kæru sem barst Kristlínu Dís Ingilínardóttur blaðamanni á Fréttablaðinu í morgun. Í kæru er henni veittur frestur til 19. júlí til að borga þrjár milljónir og birta formlega afsökunarbeiðni á forsíðu Fréttablaðsins. Kristlín skrifaði grein á vef Fréttablaðsins í byrjun júlí þar sem hún skrifaði að ætla mætti að sögurnar sem Öfgar hefðu birt um ónefndan tónlistarmann væru um Ingó. Þannig nafngreindi hún tónlistarmanninn án þess að aðgerðahópurinn hafi gengið svo langt. Segir að fréttin standi Jón segir að Fréttablaðið standi við fréttina. „Fréttin var birt á okkar miðlum og það hefur engin ósk komið frá þeim sem fréttin varðaði að hún yrði leiðrétt eða lagfærð með neinum hætti. Þetta er það fyrsta sem við heyrum sem flokkast undir viðbrögð þess sem fréttin varðaði þannig að það er ekkert tilefni til annars en að hún standi bara eins og hún er,“ segir Jón. Framferði Ingólfs sé sérkennilegt. „Mér finnst það nú einhvern veginn eins og það sé verið að beina spjótum í einhverja allt aðra átt en því sem hefði verið nærtækast. Það að beina spjótum sínum að blaðamanni og krefja hann um þrjár milljónir, mér finnst það sérkennilegt að mínu mati.“ Stendur með Kristlínu Sem fyrr segir er Kristlín krafin um þrjár milljónir. Jón segir að Kristlín njóti stuðnings. „Hún veit það að hún stendur ekki ein í þessu og við höfum rætt það.“ Auk Kristlínar munu þau Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmaður aðgerðarhópsins Öfga, Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Sigríðar Hilmarsson viðskiptafræðingur og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, einnig fá kæru á sig fyrir ummæli sín um Ingó.
MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Fjölmiðlar Dómsmál Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42
Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52