…og þá voru eftir tveir Jóhannes Kolbeinsson skrifar 15. júlí 2021 08:00 Það var dapurlegt að heyra fréttirnar af því fyrir skömmu að greiðslumiðlunin Rapyd hyggist kaupa Valitor. Áður hafði fyrirtækið nefnilega keypt annað íslenskt greiðslumiðlunarfyrirtæki, Korta, og við kaupin á Valitor fækkar greiðslufyrirtækjum á Íslandi í tvö – Rapyd og Salt Pay. Þeir sem þekkja sögu greiðslukortaviðskipta á Íslandi vita vel hvernig ástandið var síðast þegar einungis tvö fyrirtæki buðu upp á greiðslumiðlun á landinu. Sú fákeppni leiddi af sér algera stöðnun þar sem fyrirtækin tvö mjólkuðu söluaðila og almenning í krafti stöðu sinnar, rukkuðu hátt verð og greiddu söluaðilum seint. Það var ekki fyrr er þriðja fyrirtækið – Kortaþjónustan – komst loks inn á markaðinn árið 2002 sem fákeppnin rofnaði, til mikilla hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki. Til vandræða frá því fákeppni lauk Fákeppnisfyrirtækin börðust hatrammlega gegn því að þurfa að stunda eðlileg viðskipti eins og frægt varð, og voru að lokum margdæmd fyrir samkeppnislagabrot. En það voru ekki bara þau sem gerðust brotleg, heldur tóku Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion Banki virkan þátt í að brjóta á Kortaþjónustunni. Þeir gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þeirra brota árið 2015, þar sem þeir viðurkenndu langvarandi og alvarleg samkeppnislagabrot og greiddu háar sektir til ríkisins. Það var í raun fyrst eftir þennan úrskurð sem samkeppnisstaðan varð jöfn á markaðnum. Og þá kom best í ljós hversu mikilvæg samkeppnislagabrotin höfðu verið fyrir fákeppnisfyrirtækin, því upp frá því hafa greiðslumiðlunarfyrirtækin tvö verið meira og minna í taprekstri og aðallega til vandræða fyrir aðaleigendur sína, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion Banka. Fyrri brot enn óbætt Enn hafa þeir sem raunverulega var brotið á, og þurftu árum saman að reka fyrirtæki sitt í kolskakkri samkeppnisstöðu, þó ekki fengið krónu í skaðabætur frá bönkunum. Það mál er enn fyrir dómstólum og með ólíkindum að sjá hvernig hinir brotlegu komast upp með að þæfa það og tefja árum saman. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess fyrir samkeppnismál í landinu að hinir brotlegu bæti brotaþolum skaðann. En dómstólar draga því miður lappirnar og það er skammarlegt hvernig þau fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á samkeppnisbrotum á Íslandi fá sinn hlut illa eða aldrei bættan. Hinir brotlegu sleppa hins vegar með að greiða örlítinn hluta af ávinningi sínum af brotunum í sektir til ríkisins og nota sína djúpu vasa til að verjast fórnarlömbum sínum í dómstólum. Með kortamarkaðinn í gjörgæslu Það verður athyglisvert svo ekki sé meira sagt að fylgjast með viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins við þessum kaupum Rapyd á Valitor. Eftir að hafa neyðst til að hafa kortamarkaðinn í gjörgæslu í rúman áratug þegar kortafyrirtækin voru þrjú á markaðnum er ómögulegt að sjá hvernig stofnunin ætlar að tryggja virka samkeppni með einungis tveimur fyrirtækjum. Ég hef allavega mínar skoðanir á hversu líklegt er að það fyrirkomulag verði fyrirtækjum og almenningi á Íslandi til hagsbóta. Þeim hjá Samkeppniseftirlitinu er velkomið að heyra í mér með það – þau þekkja númerið. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að heyra fréttirnar af því fyrir skömmu að greiðslumiðlunin Rapyd hyggist kaupa Valitor. Áður hafði fyrirtækið nefnilega keypt annað íslenskt greiðslumiðlunarfyrirtæki, Korta, og við kaupin á Valitor fækkar greiðslufyrirtækjum á Íslandi í tvö – Rapyd og Salt Pay. Þeir sem þekkja sögu greiðslukortaviðskipta á Íslandi vita vel hvernig ástandið var síðast þegar einungis tvö fyrirtæki buðu upp á greiðslumiðlun á landinu. Sú fákeppni leiddi af sér algera stöðnun þar sem fyrirtækin tvö mjólkuðu söluaðila og almenning í krafti stöðu sinnar, rukkuðu hátt verð og greiddu söluaðilum seint. Það var ekki fyrr er þriðja fyrirtækið – Kortaþjónustan – komst loks inn á markaðinn árið 2002 sem fákeppnin rofnaði, til mikilla hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki. Til vandræða frá því fákeppni lauk Fákeppnisfyrirtækin börðust hatrammlega gegn því að þurfa að stunda eðlileg viðskipti eins og frægt varð, og voru að lokum margdæmd fyrir samkeppnislagabrot. En það voru ekki bara þau sem gerðust brotleg, heldur tóku Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion Banki virkan þátt í að brjóta á Kortaþjónustunni. Þeir gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þeirra brota árið 2015, þar sem þeir viðurkenndu langvarandi og alvarleg samkeppnislagabrot og greiddu háar sektir til ríkisins. Það var í raun fyrst eftir þennan úrskurð sem samkeppnisstaðan varð jöfn á markaðnum. Og þá kom best í ljós hversu mikilvæg samkeppnislagabrotin höfðu verið fyrir fákeppnisfyrirtækin, því upp frá því hafa greiðslumiðlunarfyrirtækin tvö verið meira og minna í taprekstri og aðallega til vandræða fyrir aðaleigendur sína, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion Banka. Fyrri brot enn óbætt Enn hafa þeir sem raunverulega var brotið á, og þurftu árum saman að reka fyrirtæki sitt í kolskakkri samkeppnisstöðu, þó ekki fengið krónu í skaðabætur frá bönkunum. Það mál er enn fyrir dómstólum og með ólíkindum að sjá hvernig hinir brotlegu komast upp með að þæfa það og tefja árum saman. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess fyrir samkeppnismál í landinu að hinir brotlegu bæti brotaþolum skaðann. En dómstólar draga því miður lappirnar og það er skammarlegt hvernig þau fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á samkeppnisbrotum á Íslandi fá sinn hlut illa eða aldrei bættan. Hinir brotlegu sleppa hins vegar með að greiða örlítinn hluta af ávinningi sínum af brotunum í sektir til ríkisins og nota sína djúpu vasa til að verjast fórnarlömbum sínum í dómstólum. Með kortamarkaðinn í gjörgæslu Það verður athyglisvert svo ekki sé meira sagt að fylgjast með viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins við þessum kaupum Rapyd á Valitor. Eftir að hafa neyðst til að hafa kortamarkaðinn í gjörgæslu í rúman áratug þegar kortafyrirtækin voru þrjú á markaðnum er ómögulegt að sjá hvernig stofnunin ætlar að tryggja virka samkeppni með einungis tveimur fyrirtækjum. Ég hef allavega mínar skoðanir á hversu líklegt er að það fyrirkomulag verði fyrirtækjum og almenningi á Íslandi til hagsbóta. Þeim hjá Samkeppniseftirlitinu er velkomið að heyra í mér með það – þau þekkja númerið. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar