Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júlí 2021 18:56 Margir Íslendingar ætla að leggja leið sína í langþráð frí til Tenerife í sumar. Vísir/getty Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar. Það voru þeir Blas Trujillo, heilbrigðisráðherra og Julio Perez, talsmaður ríkisstjórnarinnar sem tilkynntu aðgerðirnar sem munu gilda til 22. júlí. Tenerife mun áfram haldast á viðbragðsstigi þrjú og Gran Canaria mun haldast á viðbragðsstigi tvö. Fuertventura færist upp á viðbragðsstig þrjú og La Palma færist upp á viðbragðsstig tvö. Eyjurnar Lanzarote, La Gomera og El Hiero haldast áfram á viðbragðsstigi eitt. Nýgengi smita á Kanaríeyjum hefur tvöfaldast síðustu sjö daga og álag á spítala stóraukist. Síðustu daga hafa fimm til sex hundruð smit greinst daglega. Heilbrigðisráðherra segir þá bylgju sem nú geisar á Kanaríeyjum stafa af framgangi nýrra afbrigða veirunnar, svo sem Delta-afbrigðinu. Það afbrigði smitast frekar og breiðist hratt út á meðal fólks á aldrinum 12-39 ára. Íslendingar flykkjast til Tenerife Tenerife hefur verið vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga í fjölmörg ár. Fjöldi Íslendinga er staddur þar nú og enn fleiri eiga bókaða ferð síðar í sumar. Það má því ætla að margir hafi fylgst stressaðir með þegar aðgerðirnar voru kynntar. Þriðja viðbragðsstig hefur verið í gildi á Tenerife síðan í lok júní og felur það í sér víðtækar samkomutakmarkanir. Veitingastaðir mega aðeins hafa 75 prósent útisvæðis opið og helming innisvæðis og þurfa að loka klukkan 24:00. Sex mega sitja saman á borði á útisvæði veitingastaða en aðeins fjórir inni. Grímuskylda er alls staðar þar sem ekki er hægt að viðhalda 1,5 metra fjarlægð á milli fólks, svo sem í verslunum og almenningssamgöngum. Ekki þarf að bera grímu utandyra þar sem unnt er að viðhalda þessari fjarlægð. Sala áfengis í verslunum er bönnuð eftir klukkan 22:00 á kvöldin. Upplýsingar um hvað felst í þriðja viðbragðsstigi hafa verið leiðréttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Tengdar fréttir „Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30 Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47 Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Það voru þeir Blas Trujillo, heilbrigðisráðherra og Julio Perez, talsmaður ríkisstjórnarinnar sem tilkynntu aðgerðirnar sem munu gilda til 22. júlí. Tenerife mun áfram haldast á viðbragðsstigi þrjú og Gran Canaria mun haldast á viðbragðsstigi tvö. Fuertventura færist upp á viðbragðsstig þrjú og La Palma færist upp á viðbragðsstig tvö. Eyjurnar Lanzarote, La Gomera og El Hiero haldast áfram á viðbragðsstigi eitt. Nýgengi smita á Kanaríeyjum hefur tvöfaldast síðustu sjö daga og álag á spítala stóraukist. Síðustu daga hafa fimm til sex hundruð smit greinst daglega. Heilbrigðisráðherra segir þá bylgju sem nú geisar á Kanaríeyjum stafa af framgangi nýrra afbrigða veirunnar, svo sem Delta-afbrigðinu. Það afbrigði smitast frekar og breiðist hratt út á meðal fólks á aldrinum 12-39 ára. Íslendingar flykkjast til Tenerife Tenerife hefur verið vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga í fjölmörg ár. Fjöldi Íslendinga er staddur þar nú og enn fleiri eiga bókaða ferð síðar í sumar. Það má því ætla að margir hafi fylgst stressaðir með þegar aðgerðirnar voru kynntar. Þriðja viðbragðsstig hefur verið í gildi á Tenerife síðan í lok júní og felur það í sér víðtækar samkomutakmarkanir. Veitingastaðir mega aðeins hafa 75 prósent útisvæðis opið og helming innisvæðis og þurfa að loka klukkan 24:00. Sex mega sitja saman á borði á útisvæði veitingastaða en aðeins fjórir inni. Grímuskylda er alls staðar þar sem ekki er hægt að viðhalda 1,5 metra fjarlægð á milli fólks, svo sem í verslunum og almenningssamgöngum. Ekki þarf að bera grímu utandyra þar sem unnt er að viðhalda þessari fjarlægð. Sala áfengis í verslunum er bönnuð eftir klukkan 22:00 á kvöldin. Upplýsingar um hvað felst í þriðja viðbragðsstigi hafa verið leiðréttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Tengdar fréttir „Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30 Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47 Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30
Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47
Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31