Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júlí 2021 18:56 Margir Íslendingar ætla að leggja leið sína í langþráð frí til Tenerife í sumar. Vísir/getty Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar. Það voru þeir Blas Trujillo, heilbrigðisráðherra og Julio Perez, talsmaður ríkisstjórnarinnar sem tilkynntu aðgerðirnar sem munu gilda til 22. júlí. Tenerife mun áfram haldast á viðbragðsstigi þrjú og Gran Canaria mun haldast á viðbragðsstigi tvö. Fuertventura færist upp á viðbragðsstig þrjú og La Palma færist upp á viðbragðsstig tvö. Eyjurnar Lanzarote, La Gomera og El Hiero haldast áfram á viðbragðsstigi eitt. Nýgengi smita á Kanaríeyjum hefur tvöfaldast síðustu sjö daga og álag á spítala stóraukist. Síðustu daga hafa fimm til sex hundruð smit greinst daglega. Heilbrigðisráðherra segir þá bylgju sem nú geisar á Kanaríeyjum stafa af framgangi nýrra afbrigða veirunnar, svo sem Delta-afbrigðinu. Það afbrigði smitast frekar og breiðist hratt út á meðal fólks á aldrinum 12-39 ára. Íslendingar flykkjast til Tenerife Tenerife hefur verið vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga í fjölmörg ár. Fjöldi Íslendinga er staddur þar nú og enn fleiri eiga bókaða ferð síðar í sumar. Það má því ætla að margir hafi fylgst stressaðir með þegar aðgerðirnar voru kynntar. Þriðja viðbragðsstig hefur verið í gildi á Tenerife síðan í lok júní og felur það í sér víðtækar samkomutakmarkanir. Veitingastaðir mega aðeins hafa 75 prósent útisvæðis opið og helming innisvæðis og þurfa að loka klukkan 24:00. Sex mega sitja saman á borði á útisvæði veitingastaða en aðeins fjórir inni. Grímuskylda er alls staðar þar sem ekki er hægt að viðhalda 1,5 metra fjarlægð á milli fólks, svo sem í verslunum og almenningssamgöngum. Ekki þarf að bera grímu utandyra þar sem unnt er að viðhalda þessari fjarlægð. Sala áfengis í verslunum er bönnuð eftir klukkan 22:00 á kvöldin. Upplýsingar um hvað felst í þriðja viðbragðsstigi hafa verið leiðréttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Tengdar fréttir „Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30 Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47 Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Það voru þeir Blas Trujillo, heilbrigðisráðherra og Julio Perez, talsmaður ríkisstjórnarinnar sem tilkynntu aðgerðirnar sem munu gilda til 22. júlí. Tenerife mun áfram haldast á viðbragðsstigi þrjú og Gran Canaria mun haldast á viðbragðsstigi tvö. Fuertventura færist upp á viðbragðsstig þrjú og La Palma færist upp á viðbragðsstig tvö. Eyjurnar Lanzarote, La Gomera og El Hiero haldast áfram á viðbragðsstigi eitt. Nýgengi smita á Kanaríeyjum hefur tvöfaldast síðustu sjö daga og álag á spítala stóraukist. Síðustu daga hafa fimm til sex hundruð smit greinst daglega. Heilbrigðisráðherra segir þá bylgju sem nú geisar á Kanaríeyjum stafa af framgangi nýrra afbrigða veirunnar, svo sem Delta-afbrigðinu. Það afbrigði smitast frekar og breiðist hratt út á meðal fólks á aldrinum 12-39 ára. Íslendingar flykkjast til Tenerife Tenerife hefur verið vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga í fjölmörg ár. Fjöldi Íslendinga er staddur þar nú og enn fleiri eiga bókaða ferð síðar í sumar. Það má því ætla að margir hafi fylgst stressaðir með þegar aðgerðirnar voru kynntar. Þriðja viðbragðsstig hefur verið í gildi á Tenerife síðan í lok júní og felur það í sér víðtækar samkomutakmarkanir. Veitingastaðir mega aðeins hafa 75 prósent útisvæðis opið og helming innisvæðis og þurfa að loka klukkan 24:00. Sex mega sitja saman á borði á útisvæði veitingastaða en aðeins fjórir inni. Grímuskylda er alls staðar þar sem ekki er hægt að viðhalda 1,5 metra fjarlægð á milli fólks, svo sem í verslunum og almenningssamgöngum. Ekki þarf að bera grímu utandyra þar sem unnt er að viðhalda þessari fjarlægð. Sala áfengis í verslunum er bönnuð eftir klukkan 22:00 á kvöldin. Upplýsingar um hvað felst í þriðja viðbragðsstigi hafa verið leiðréttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Tengdar fréttir „Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30 Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47 Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13. júlí 2021 19:30
Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13. júlí 2021 12:47
Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12. júlí 2021 20:31