Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2021 07:02 Boris Johnson biðlar til landa sinna að fara varlega nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt. AP/Daniel Leal-Olivas Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. Mælt er með grímunotkun á tilteknum svæðum en grímuskylda hefur verið aflögð. Afléttingin kemur þó á heldur viðkvæmum tíma á Englandi þar sem smit í landinu hafa aukist mikið síðustu daga. Þannig er Boris Johnson forsætisráðherra í sóttkví þar sem hann fundaði með Sajid Javid heilbrigðisráðherra sem reyndist síðan smitaður. Sömu sögu er að segja af fjármálaráðherranum Rishi Sunak. Forsætisráðherrann birti myndband á Twitter í gær þar sem hann tilkynnti að hann myndi fara í sóttkví. Þá hvatti hann landa sína til að fara varlega þegar takmörkunum yrði aflétt í dag. Like so many people I've been pinged by NHS Test and Trace as I have been in contact with someone with COVID-19, and I will be self-isolating until Monday 26th July. pic.twitter.com/X57gDpwDqe— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 18, 2021 Sumir vísindamenn eru á því að smituðum eigi eftir að fjölga mikið. Nú greinast um fimmtíu þúsund nýsmitaðir daglega og óttast menn að sú tala verði komin í 200 þúsund síðsumars. Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur leikið lausum hala um Bretlandseyjar undanfarið. Tæplega 70 prósent Breta hafa fengið bóluefni við kórónuveirunni og því hefur spítalainnlögnum af völdum Covid 19 ekki fjölgað að sama skapi og smituðum. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt BBC af djamminu í nótt. These are the pictures from a nightclub in London last night Many have reopened for the first time since the start of the pandemic.It's as the final stage of unlocking in England began at midnight.More on #BBCBreakfast with @luxmy_ghttps://t.co/hAsY2xummy pic.twitter.com/mbDeDdmbEi— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 19, 2021 England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Mælt er með grímunotkun á tilteknum svæðum en grímuskylda hefur verið aflögð. Afléttingin kemur þó á heldur viðkvæmum tíma á Englandi þar sem smit í landinu hafa aukist mikið síðustu daga. Þannig er Boris Johnson forsætisráðherra í sóttkví þar sem hann fundaði með Sajid Javid heilbrigðisráðherra sem reyndist síðan smitaður. Sömu sögu er að segja af fjármálaráðherranum Rishi Sunak. Forsætisráðherrann birti myndband á Twitter í gær þar sem hann tilkynnti að hann myndi fara í sóttkví. Þá hvatti hann landa sína til að fara varlega þegar takmörkunum yrði aflétt í dag. Like so many people I've been pinged by NHS Test and Trace as I have been in contact with someone with COVID-19, and I will be self-isolating until Monday 26th July. pic.twitter.com/X57gDpwDqe— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 18, 2021 Sumir vísindamenn eru á því að smituðum eigi eftir að fjölga mikið. Nú greinast um fimmtíu þúsund nýsmitaðir daglega og óttast menn að sú tala verði komin í 200 þúsund síðsumars. Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur leikið lausum hala um Bretlandseyjar undanfarið. Tæplega 70 prósent Breta hafa fengið bóluefni við kórónuveirunni og því hefur spítalainnlögnum af völdum Covid 19 ekki fjölgað að sama skapi og smituðum. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt BBC af djamminu í nótt. These are the pictures from a nightclub in London last night Many have reopened for the first time since the start of the pandemic.It's as the final stage of unlocking in England began at midnight.More on #BBCBreakfast with @luxmy_ghttps://t.co/hAsY2xummy pic.twitter.com/mbDeDdmbEi— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 19, 2021
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40