Sambandsdeildin fær jákvæð viðbrögð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 12:01 FH er komið áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir sigur á írska liðinu Sligo Rovers í fyrstu umferð. Hér sést Steven Lennon fagna marki sínu gegn liðinu ytra. Eóin Noonan/Getty Images Sambandsdeild Evrópu er ný Evrópukeppni innan knattspyrnuflóru álfunnar. Önnur umferð undankeppninnar hefst í vikunni og Ísland á þrjá fulltrúa þar: Val, FH og Breiðablik. The Guardian fjallar um keppnina sem er á sínu fyrsta tímabili. Hún er í skugganum af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni en það virðist þó sem mikil ánægja sé með keppnina til þessa. Spilar verðlaunafé keppninnar þar inn í. Keppninni er ætlað að veita meira jafnvægi og gefa liðum frá smærri þjóðum – líkt og Íslandi – betri möguleika á að komast langt í Evrópu. „Við erum með 55 aðildarþjóðir og það er mikilvægt að gefa félögum frá sem flestum knattspyrnusamböndum möguleika á að komast langt í Evrópu,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA er Sambandsdeildin var sett á laggirnar. Tommy Higgins, formaður Sligo Rovers – sem FH sló út, er mjög ánægður með fyrirkomulag keppninnar. „Þetta er ekki bara áróður, keppnin hjálpar liðum frá því sem kalla má minni þjóðir. Það gefur aukinn möguleika á að fara langt í Evrópu og þó liðin komist ekki alla leið í riðlakeppnina þá getur það skipt sköpum að fara í gegnum eina eða tvær umferðir í undankeppninni. Ég hef ekkert slæmt að segja um keppnina,“ segir Higgins í frétt The Guardian. FH sló Sligo hins vegar út og mætir norska stórliðinu Rosenborg í næstu umferð. FH fékk 200 þúsund pund fyrir að komast áfram í 2. umferð keppninnar eða um 34 milljónir íslenskra króna. Norsk félög voru meðal þeirra sem kvörtuðu hvað mest yfir breytingum á fyrirkomulagi Evrópukeppna er tilkynnt var að UEFA ætlaði að stofna Sambandsdeildina, C-deild Evrópukeppna. Þau þögnuðu fljótt þegar þau sáu að verðlaunaféð var mjög svipað og í Evrópudeildinni. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni er 2. umferð Sambandsdeildarinnar hefst á fimmtudaginn. Breiðablik heldur til Austurríkis og mætir Austria Vín, Íslandsmeistarar Vals fá Noregsmeistara Bodø/Glimt í heimsókn og FH mætir Rosenborg. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
The Guardian fjallar um keppnina sem er á sínu fyrsta tímabili. Hún er í skugganum af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni en það virðist þó sem mikil ánægja sé með keppnina til þessa. Spilar verðlaunafé keppninnar þar inn í. Keppninni er ætlað að veita meira jafnvægi og gefa liðum frá smærri þjóðum – líkt og Íslandi – betri möguleika á að komast langt í Evrópu. „Við erum með 55 aðildarþjóðir og það er mikilvægt að gefa félögum frá sem flestum knattspyrnusamböndum möguleika á að komast langt í Evrópu,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA er Sambandsdeildin var sett á laggirnar. Tommy Higgins, formaður Sligo Rovers – sem FH sló út, er mjög ánægður með fyrirkomulag keppninnar. „Þetta er ekki bara áróður, keppnin hjálpar liðum frá því sem kalla má minni þjóðir. Það gefur aukinn möguleika á að fara langt í Evrópu og þó liðin komist ekki alla leið í riðlakeppnina þá getur það skipt sköpum að fara í gegnum eina eða tvær umferðir í undankeppninni. Ég hef ekkert slæmt að segja um keppnina,“ segir Higgins í frétt The Guardian. FH sló Sligo hins vegar út og mætir norska stórliðinu Rosenborg í næstu umferð. FH fékk 200 þúsund pund fyrir að komast áfram í 2. umferð keppninnar eða um 34 milljónir íslenskra króna. Norsk félög voru meðal þeirra sem kvörtuðu hvað mest yfir breytingum á fyrirkomulagi Evrópukeppna er tilkynnt var að UEFA ætlaði að stofna Sambandsdeildina, C-deild Evrópukeppna. Þau þögnuðu fljótt þegar þau sáu að verðlaunaféð var mjög svipað og í Evrópudeildinni. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni er 2. umferð Sambandsdeildarinnar hefst á fimmtudaginn. Breiðablik heldur til Austurríkis og mætir Austria Vín, Íslandsmeistarar Vals fá Noregsmeistara Bodø/Glimt í heimsókn og FH mætir Rosenborg.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira