Ungur breti handtekinn fyrir fjársvik í gegnum Twitter auk fleiri netglæpa Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 10:32 Fjölmargir heimsfrægir einstaklingar urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótum AP/Alexander Zemlianichenko Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að 22 ára gamall breti hafi verið handtekinn á Spáni. Maðurinn er grunaður um að standa á bak við umfangsmikla tölvuárás á Twitter. Joseph James O’Connor á yfir höfði sér margvíslegar ákærur fyrir fjársvik, kúgun og áreiti á netinu. Hann er sagður vera ábyrgur fyrir umfangsmikilli tölvuárás á Twitter, sem ætlað var að svíkja fólk til að gefa fjármuni í formi rafmynta. Hinn átján ára gamli Graham Ivan Clark var samverkamaður O'Connors í árásinni en hann hefur þegar hlotið fangelsisdóm fyrir hana. Árásin var gerð í júlí í fyrra og fólst hún í að brotist var inn á Twitteraðganga fjölmargra heimsfrægra einstaklinga. Meðal þeirra sem urðu fyrir árásinni voru Joe Biden sem þá var í forsetaframboði og Elon Musk, forstjóri Tesla. Tölvuþrjótarnir notuðu aðganga fræga fólksins til að biðja almenning að leggja rafmyntir inn á reikninga, eða svokölluð rafmyntaveski, í þeirra eigu. Þeir höfðu rúmlega 120 þúsund bandaríkjadali eða um fimmtán milljónir króna, upp úr krafsinu. O'Connor er einnig grunaður um að hafa brotist inn á aðganga á samfélagsmiðlunum TikTok og Snapchat. Hann er sakaður um að hafa reynt að kúga fé út úr einstaklingi með því að hóta birtingu kynferðislegs efnis af viðkomandi, sem hann komst yfir með yfirtöku samfélagsmiðlaaðgangs. Þá er hann sakaður um að hafa áreitt sextán ára barn á netinu. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Spánn Bretland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira
Joseph James O’Connor á yfir höfði sér margvíslegar ákærur fyrir fjársvik, kúgun og áreiti á netinu. Hann er sagður vera ábyrgur fyrir umfangsmikilli tölvuárás á Twitter, sem ætlað var að svíkja fólk til að gefa fjármuni í formi rafmynta. Hinn átján ára gamli Graham Ivan Clark var samverkamaður O'Connors í árásinni en hann hefur þegar hlotið fangelsisdóm fyrir hana. Árásin var gerð í júlí í fyrra og fólst hún í að brotist var inn á Twitteraðganga fjölmargra heimsfrægra einstaklinga. Meðal þeirra sem urðu fyrir árásinni voru Joe Biden sem þá var í forsetaframboði og Elon Musk, forstjóri Tesla. Tölvuþrjótarnir notuðu aðganga fræga fólksins til að biðja almenning að leggja rafmyntir inn á reikninga, eða svokölluð rafmyntaveski, í þeirra eigu. Þeir höfðu rúmlega 120 þúsund bandaríkjadali eða um fimmtán milljónir króna, upp úr krafsinu. O'Connor er einnig grunaður um að hafa brotist inn á aðganga á samfélagsmiðlunum TikTok og Snapchat. Hann er sakaður um að hafa reynt að kúga fé út úr einstaklingi með því að hóta birtingu kynferðislegs efnis af viðkomandi, sem hann komst yfir með yfirtöku samfélagsmiðlaaðgangs. Þá er hann sakaður um að hafa áreitt sextán ára barn á netinu.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Spánn Bretland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira