Örlagastund í sóttvörnum Halldór Auðar Svansson skrifar 22. júlí 2021 15:02 Sóttvarnalæknir er búinn að útbúa minnisblað um aðgerðir innanlands og ríkisstjórnin fundar á morgun. Mín tilfinning er að þetta sé einn krítískasti tíminn í baráttunni við veiruna, þar sem upplýsingagjöf hefur verið misvísandi og mikið óþol komið í marga. Væntingarnar voru orðnar þannig að það myndi ekki þurfa að grípa til aðgerða aftur, sem er að mörgu leyti skiljanlegt. Það hefur vissulega gengið mjög vel að bólusetja hérlendis og það hlýtur að breyta sviðsmyndum töluvert, í ljósi þess að bólusetningar virðast draga mjög úr líkum á því að sýkt fólk veikist alvarlega. Sérfræðingar okkar sem hafa stýrt ferðinni hingað til virðast hins vegar meta stöðuna þannig að það stefni engu að síður í óásættanlegan fórnarkostnað bráðlega ef ekki er stigið aðeins á bremsuna. Allt þetta þarf að fara vandlega yfir og skapa sameiginlegan og skýran skilning innan ríkisstjórnarinnar á vegferðinni fram undan - og svo þarf að leggja allt kapp á að miðla henni til fólks með skýrum hætti. Hvað þarf að gera og af hverju, hversu lengi það stendur yfir og hvað er hægt að gera til að bæta stöðuna, s.s. aukabóluefni, bólusetja yngri aldurshópa, og svo framvegis. Föllum ekki í gryfjuna Það er stutt í kosningar og freistingin til að fara að skapa sér sérstöðu og slá sér upp á henni er meiri en nokkru sinni áður - en ég vona að það fólk sem ber þessa ábyrgð forðist að falla í þá gryfju. Því miður gefur það ekki góð fyrirheit að sú frekar einfalda og nokkuð skiljanlega aðgerð fyrr í vikunni, að skikka bólusett fólk sem og óbólusett til að framvísa neikvæðri skimunarniðurstöðu við landamærin, olli ein og sér miklum titringi á stjórnarheimilinu og það er eins og það hafi komið mjög flatt upp á sum þar að þurfa að standa í þessu. Vonandi mun dagurinn í dag gefa andrými til þess að hægt sé að gera betur. Algjörlega óásættanlegasta niðurstaðan væri það sem okkur hefur verið boðið upp á undanfarið þessa viku, eitthvað hálfkák um að styðja við aðgerðirnar en samt eiginlega ekki, og nennuleysi þeirra sem bera þessa ábyrgð gagnvart því að setja sig almennilega inn í hvað er í gangi. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Píratar Halldór Auðar Svansson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sóttvarnalæknir er búinn að útbúa minnisblað um aðgerðir innanlands og ríkisstjórnin fundar á morgun. Mín tilfinning er að þetta sé einn krítískasti tíminn í baráttunni við veiruna, þar sem upplýsingagjöf hefur verið misvísandi og mikið óþol komið í marga. Væntingarnar voru orðnar þannig að það myndi ekki þurfa að grípa til aðgerða aftur, sem er að mörgu leyti skiljanlegt. Það hefur vissulega gengið mjög vel að bólusetja hérlendis og það hlýtur að breyta sviðsmyndum töluvert, í ljósi þess að bólusetningar virðast draga mjög úr líkum á því að sýkt fólk veikist alvarlega. Sérfræðingar okkar sem hafa stýrt ferðinni hingað til virðast hins vegar meta stöðuna þannig að það stefni engu að síður í óásættanlegan fórnarkostnað bráðlega ef ekki er stigið aðeins á bremsuna. Allt þetta þarf að fara vandlega yfir og skapa sameiginlegan og skýran skilning innan ríkisstjórnarinnar á vegferðinni fram undan - og svo þarf að leggja allt kapp á að miðla henni til fólks með skýrum hætti. Hvað þarf að gera og af hverju, hversu lengi það stendur yfir og hvað er hægt að gera til að bæta stöðuna, s.s. aukabóluefni, bólusetja yngri aldurshópa, og svo framvegis. Föllum ekki í gryfjuna Það er stutt í kosningar og freistingin til að fara að skapa sér sérstöðu og slá sér upp á henni er meiri en nokkru sinni áður - en ég vona að það fólk sem ber þessa ábyrgð forðist að falla í þá gryfju. Því miður gefur það ekki góð fyrirheit að sú frekar einfalda og nokkuð skiljanlega aðgerð fyrr í vikunni, að skikka bólusett fólk sem og óbólusett til að framvísa neikvæðri skimunarniðurstöðu við landamærin, olli ein og sér miklum titringi á stjórnarheimilinu og það er eins og það hafi komið mjög flatt upp á sum þar að þurfa að standa í þessu. Vonandi mun dagurinn í dag gefa andrými til þess að hægt sé að gera betur. Algjörlega óásættanlegasta niðurstaðan væri það sem okkur hefur verið boðið upp á undanfarið þessa viku, eitthvað hálfkák um að styðja við aðgerðirnar en samt eiginlega ekki, og nennuleysi þeirra sem bera þessa ábyrgð gagnvart því að setja sig almennilega inn í hvað er í gangi. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavík suður.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar