„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Snorri Másson skrifar 22. júlí 2021 23:30 Í dag eru tíu ár liðin síðan hryðjuverkaárásirnar í Útey og Osló voru framdar. Getty/Julia Wäschenbach Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2011, við munum aldrei gleyma ykkur, var viðkvæðið í Noregi í dag. Þjóðin hefur varla um annað rætt en sameiginlega minninguna um þennan helsta sorgardag í sögu þjóðarinnar. Í fjölmiðlum þar er rætt við eftirlifendur árásanna sem segjast aldrei munu jafna sig, við aðstandendur sem segja að tíminn lækni ekki öll sár og við stjórnmálamenn, sem stóðu í stafni þegar þjóðin tókst á við áfallið á sínum tíma. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra landsins, segir 22. júlí 2011 hafa verið versta dag lífs síns. „Ódæðismaðurinn var hægriöfgamaður. Hann misnotaði kristin tákn. Hann ólst upp í okkar borgum, tilheyrði sömu trúarbrögðum og hafði sama húðlit og meirihluti fólks í þessu landi. Hann var einn af okkur,“ sagði Stoltenberg. „En hann var ekki einn af okkur, sem höfum lýðræðið í heiðri. Hann er einn þeirra sem telur sig eiga rétt á að drepa vegna pólitískra markmiða.“ Astrid Hoem, formaður ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins, sagði að ekki hefði tekist að stoppa hatrið sem olli árásinni á sínum tíma. „Við höfum ekki stöðvað hatrið. Öfgahægristefna er enn til. Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur,“ sagði Hoem. Orðalagið „einn af okkur“, sem forsætisráðherrann fyrrverandi og Astrid Hoem nota bæði, er ekki úr lausu lofti gripið heldur vísar það að sínu leyti til áhrifamikillar bókar blaðamannsins Åsne Seierstad um hryðjuverkamanninn, sem bar þennan titil. Þau voru að berjast fyrir hugsjón Fórnarlömb Breivik voru flest í ungliðahreyfingu Norska verkamannaflokksins. Árásirnar í Útey höfðu strax áhrif víða um heim, meðal annars innan íslenska systurflokksins, Samfylkingarinnar. „Ég hef farið í mjörg margar sumarbúðir og eftir þennan hrikalega atburð þá var auðvitað mikil hræðsla. Maður mætti samt, en það var hertari öryggisgæsla,“ segir Sigrún Skaftadóttir, fyrrverandi alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna. Sigrún ávarpaði minningarathöfn við minningarlund í Vatnsmýrinni í dag, þar sem hún minnti eins og aðrir, á að hryðjuverkin hafi ekki verið framin í tómarúmi eða óvart, heldur hafi verið pólitísk og framin af öfgahægrimanni. „Bara aldrei gleyma þessum skelfilegu atburðum og þessari skelfilegu árás. Gleymum ekki þessum lífum, sem töpuðust þennan dag. Þau voru öll að berjast fyrir hugsjón,“ segir Sigrún. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22. júlí 2021 13:09 Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
22. júlí 2011, við munum aldrei gleyma ykkur, var viðkvæðið í Noregi í dag. Þjóðin hefur varla um annað rætt en sameiginlega minninguna um þennan helsta sorgardag í sögu þjóðarinnar. Í fjölmiðlum þar er rætt við eftirlifendur árásanna sem segjast aldrei munu jafna sig, við aðstandendur sem segja að tíminn lækni ekki öll sár og við stjórnmálamenn, sem stóðu í stafni þegar þjóðin tókst á við áfallið á sínum tíma. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra landsins, segir 22. júlí 2011 hafa verið versta dag lífs síns. „Ódæðismaðurinn var hægriöfgamaður. Hann misnotaði kristin tákn. Hann ólst upp í okkar borgum, tilheyrði sömu trúarbrögðum og hafði sama húðlit og meirihluti fólks í þessu landi. Hann var einn af okkur,“ sagði Stoltenberg. „En hann var ekki einn af okkur, sem höfum lýðræðið í heiðri. Hann er einn þeirra sem telur sig eiga rétt á að drepa vegna pólitískra markmiða.“ Astrid Hoem, formaður ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins, sagði að ekki hefði tekist að stoppa hatrið sem olli árásinni á sínum tíma. „Við höfum ekki stöðvað hatrið. Öfgahægristefna er enn til. Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur,“ sagði Hoem. Orðalagið „einn af okkur“, sem forsætisráðherrann fyrrverandi og Astrid Hoem nota bæði, er ekki úr lausu lofti gripið heldur vísar það að sínu leyti til áhrifamikillar bókar blaðamannsins Åsne Seierstad um hryðjuverkamanninn, sem bar þennan titil. Þau voru að berjast fyrir hugsjón Fórnarlömb Breivik voru flest í ungliðahreyfingu Norska verkamannaflokksins. Árásirnar í Útey höfðu strax áhrif víða um heim, meðal annars innan íslenska systurflokksins, Samfylkingarinnar. „Ég hef farið í mjörg margar sumarbúðir og eftir þennan hrikalega atburð þá var auðvitað mikil hræðsla. Maður mætti samt, en það var hertari öryggisgæsla,“ segir Sigrún Skaftadóttir, fyrrverandi alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna. Sigrún ávarpaði minningarathöfn við minningarlund í Vatnsmýrinni í dag, þar sem hún minnti eins og aðrir, á að hryðjuverkin hafi ekki verið framin í tómarúmi eða óvart, heldur hafi verið pólitísk og framin af öfgahægrimanni. „Bara aldrei gleyma þessum skelfilegu atburðum og þessari skelfilegu árás. Gleymum ekki þessum lífum, sem töpuðust þennan dag. Þau voru öll að berjast fyrir hugsjón,“ segir Sigrún.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22. júlí 2021 13:09 Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22. júlí 2021 13:09
Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53