Þúsundir langþreyttra Ástrala mótmæltu skertu frelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 08:05 Mótmælandi handtekinn í miðborg Sydney í dag. AP/Mick Tsikas Þúsundir flykktust út á götur Sydney og annarra borga í Ástralíu í dag til að mótmæla takmörkunum á frelsi sínu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir tugir fólks voru handteknir eftir að hafa brotist í gegnum lokanir lögreglu og hent plastflöskum og plöntum í átt að lögregluþjónum. AP greinir frá og segir mótmælendur hafa haldið á skiltum með áletrunum um frelsi og sannleikann. Lögregla var viðbúin mótmælunum, grá fyrir járnum auk þess sem óeirðarlögreglufólk stóð vaktina þar sem yfirvöld sögðu mótmælin óheimil. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Nýju Suður Wales kemur fram að lögreglan virði réttinn til friðsamlegra mótmæla og tjáningarfrelsis. Mótmælin hafi hins vegar brotið reglur settar í þágu heilsu fólks. „Forgangur lögreglunnar er alltaf öryggi samfélagsins í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum auk yfirlýsinga heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales og Melbourne. Mótmælin koma í kjölfar áframhaldandi fjölgunar í Covid-19 tilfellum. 163 greindust með Covid-19 í Nýju Suður Wales undanfarinn sólarhring. Íbúum í Sydney og nágrenni hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt án gildrar ástæðu undanfarnar fjórar vikur. „Við búum í lýðræðisríki og alla jafna styð ég réttinn til að mótmæla. En í augnablikinu fjölgar smituðum gríðarlega og fólki finnst allt í lagi að fjölmenna og vera í návígi hvert við annað á mótmælum,“ sagði Brad Hazzard heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales. Mounted police standing by. A line of officers just walked past with purpose, holding pepper spray. This could get ugly very quickly pic.twitter.com/7VcgjKCU88— Georgie Mitchell (@gmitch_news) July 24, 2021 Í Melbourne mættu þúsundir grímulausra mótmælenda í miðbæinn og kölluðu eftir frelsi. Kveikt var á blysum fyrir utan þinghús borgarinnar. Margir voru með skilti og á einu þeirra stóð: „Þetta snýst ekki um veiru heldur um ógnarhald ríkisstjórnarinnar á fólkinu í landinu.“ The anti-lockdown protest in Sydney is huge. People are spilling out of Victoria Park and onto Broadway. A lot of the cars traffic seems to be fellow anti-lockdown protesters pic.twitter.com/519sEyncCN— Zac Crellin (@zacrellin) July 24, 2021 Í gær höfðu 15,4% íbúa sextán ára og eldri fengið tvær sprautur með bóluefni gegn Covid-19. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
AP greinir frá og segir mótmælendur hafa haldið á skiltum með áletrunum um frelsi og sannleikann. Lögregla var viðbúin mótmælunum, grá fyrir járnum auk þess sem óeirðarlögreglufólk stóð vaktina þar sem yfirvöld sögðu mótmælin óheimil. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Nýju Suður Wales kemur fram að lögreglan virði réttinn til friðsamlegra mótmæla og tjáningarfrelsis. Mótmælin hafi hins vegar brotið reglur settar í þágu heilsu fólks. „Forgangur lögreglunnar er alltaf öryggi samfélagsins í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum auk yfirlýsinga heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales og Melbourne. Mótmælin koma í kjölfar áframhaldandi fjölgunar í Covid-19 tilfellum. 163 greindust með Covid-19 í Nýju Suður Wales undanfarinn sólarhring. Íbúum í Sydney og nágrenni hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt án gildrar ástæðu undanfarnar fjórar vikur. „Við búum í lýðræðisríki og alla jafna styð ég réttinn til að mótmæla. En í augnablikinu fjölgar smituðum gríðarlega og fólki finnst allt í lagi að fjölmenna og vera í návígi hvert við annað á mótmælum,“ sagði Brad Hazzard heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales. Mounted police standing by. A line of officers just walked past with purpose, holding pepper spray. This could get ugly very quickly pic.twitter.com/7VcgjKCU88— Georgie Mitchell (@gmitch_news) July 24, 2021 Í Melbourne mættu þúsundir grímulausra mótmælenda í miðbæinn og kölluðu eftir frelsi. Kveikt var á blysum fyrir utan þinghús borgarinnar. Margir voru með skilti og á einu þeirra stóð: „Þetta snýst ekki um veiru heldur um ógnarhald ríkisstjórnarinnar á fólkinu í landinu.“ The anti-lockdown protest in Sydney is huge. People are spilling out of Victoria Park and onto Broadway. A lot of the cars traffic seems to be fellow anti-lockdown protesters pic.twitter.com/519sEyncCN— Zac Crellin (@zacrellin) July 24, 2021 Í gær höfðu 15,4% íbúa sextán ára og eldri fengið tvær sprautur með bóluefni gegn Covid-19.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira