Stærsta verkefnið krefst skýrrar sýnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson skrifa 28. júlí 2021 13:00 Fyrir mánuði tilkynnti forsætisráðherra að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands og sagði að staðan á Íslandi væri með besta móti í alþjóðlegu samhengi. Heilbrigðisráðherra hvatti landsmenn til að njóta sumarsins og dómsmálaráðherra óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Ísland var grænasta land í heimi. Aðeins mánuði seinna kallar heilbrigðisráðherra eftir því að staðan, sem þá var því miður orðin umtalsvert dekkri, verði ekki „pólitískt bitbein“. En þegar baráttan við heimsfaraldur er í árum talin geta stjórnvöld ekki lengur bara krafist samstöðu án umræðu. Það er bæði óheilbrigð og ólýðræðisleg krafa. Við þessar aðstæður þarf nauðsynlega að eiga sér stað samtal um hvernig bólusett samfélag tekst á við heimsfaraldur og hvaða leiðir ná bestu jafnvægi með tilliti til þeirra mörgu mikilvægu hagsmuna sem verja þarf. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, um það eru flestir sammála. En almannahagsmunir eru jafnframt önnur velferð fólksins í landinu, atvinna fólks, mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Ein fjölmargra grundvallarspurninga í aðdraganda hausts er til dæmis hvernig réttur barna til skólagöngu verður tryggður. Hvað hefur menntamálráðherra gert til að styðja kennara og nemendur í þeirri áskorun sem þeir standa frammi fyrir í næsta mánuði? Óskýr skilaboð og aukið á glundroðann Aðgerðir sem í eðli sínu eru pólitískar og sem hafa áhrif á daglegt líf, félagslegar aðstæður fólksins í landinu og efnahagslíf geta ekki til lengri tíma verið nánast eingöngu samtal milli heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna lista um aðgerðir, mánuðum og jafnvel árum saman. Það er uppskrift að því að þjóð sem hefur tekist á við erfiðan heimsfaraldur af mikilli skynsemi og yfirvegun missi þrekið og þolinmæðina. Markmiðin þurfa að vera skýr og skilaboð stjórnvalda sömuleiðis. Svo er einfaldlega ekki í dag. Einstaka ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar auka svo á glundroðann með því að lýsa því opinberlega yfir að þeir dragi aðgerðirnar í efa sem og markmiðin þar að baki, en hafi engu að síður stutt þær. Það er reyndar umhugsunarverð meðferð valds að ráðherra sem dregur aðgerðirnar í efa hafi engu að síður talið eðlilegt að styðja þær. Krafa um hlýðni Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega stærsta pólitíska viðfangsefni samfélagsins. Lýðræðisleg umræða hefur þess vegna sjaldan verið mikilvægari. Án gagnrýninnar umræðu geta stjórnvöld ekki gætt hagsmuna almennings eins og þeim er ætlað. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum væri dapurlegt ef dómurinn verður sá að hugmyndafræðileg umræða hafi verið vængstýfð. Krafa ráðherra um samstöðu án opinnar umræðu stjórnmálanna er ekki krafa um samstöðu heldur krafa um hlýðni. Það er tvennt verulega ólíkt. Þingflokkur Viðreisnar óskaði síðastliðið haust eftir því að heilbrigðisráðherra gæfi þinginu hálfs mánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir. Við því var orðið, enda er það réttur þingsins og um leið rík skylda þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með stjórnvöldum. Þessi skylda er ríkari nú þegar ljóst er að hið erfiða ástand dregst enn á langinn. Og það samtal snýst auðvitað ekki eingöngu um hverjar tilteknar aðgerðir eru á hverjum tíma um sig heldur um markmið, forsendur – og um framtíðarsýn í baráttunni við heimsfaraldur. Hvernig á að halda áfram með daglegt líf? Leiðarljósið hefur verið að verkefnið sé okkar allra. Stóra áskorunin er enn sjálf glíman við heimsfaraldurinn en við stöndum nú jafnframt frammi fyrir öðrum mikilvægum verkefnum sem einnig varða grundvallarhagsmuni almennings. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá nálgun að fara að ráðgjöf sérfræðinga, að fylgja vísindunum í baráttunni við heimsfaraldurinn og sú afstaða hefur ekki breyst. Verkefnið var upphaflega að verja líf og heilsu, að verja heilbrigðiskerfið og að koma þjóðinni í skjól með bólusetningu. Nú þegar aðgerðir eru í árum taldar þá verður að nálgast verkefnið sem pólitískt, enda eru mikilvægir hagsmunir almennings í þessu máli margþættir. Þar verður eftir sem áður að byggja ákvarðanir á vísindum og í samráði við sérfræðinga en jafnframt að fá fleiri að borðinu til að tryggja sem eðlilegast líf í samfélaginu. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram baráttunni við heimsfaraldur eftir bólusetningu og hvernig á að halda áfram með daglegt líf. Beinskeytt og opið samtal um markmið og leiðir er ekki bara æskilegt núna heldur nauðsynlegt. Verkefnið er enn okkar allra og við erum öll saman í þessu – en samtalið verður að fá að vera það líka. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Fyrir mánuði tilkynnti forsætisráðherra að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands og sagði að staðan á Íslandi væri með besta móti í alþjóðlegu samhengi. Heilbrigðisráðherra hvatti landsmenn til að njóta sumarsins og dómsmálaráðherra óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Ísland var grænasta land í heimi. Aðeins mánuði seinna kallar heilbrigðisráðherra eftir því að staðan, sem þá var því miður orðin umtalsvert dekkri, verði ekki „pólitískt bitbein“. En þegar baráttan við heimsfaraldur er í árum talin geta stjórnvöld ekki lengur bara krafist samstöðu án umræðu. Það er bæði óheilbrigð og ólýðræðisleg krafa. Við þessar aðstæður þarf nauðsynlega að eiga sér stað samtal um hvernig bólusett samfélag tekst á við heimsfaraldur og hvaða leiðir ná bestu jafnvægi með tilliti til þeirra mörgu mikilvægu hagsmuna sem verja þarf. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, um það eru flestir sammála. En almannahagsmunir eru jafnframt önnur velferð fólksins í landinu, atvinna fólks, mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Ein fjölmargra grundvallarspurninga í aðdraganda hausts er til dæmis hvernig réttur barna til skólagöngu verður tryggður. Hvað hefur menntamálráðherra gert til að styðja kennara og nemendur í þeirri áskorun sem þeir standa frammi fyrir í næsta mánuði? Óskýr skilaboð og aukið á glundroðann Aðgerðir sem í eðli sínu eru pólitískar og sem hafa áhrif á daglegt líf, félagslegar aðstæður fólksins í landinu og efnahagslíf geta ekki til lengri tíma verið nánast eingöngu samtal milli heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna lista um aðgerðir, mánuðum og jafnvel árum saman. Það er uppskrift að því að þjóð sem hefur tekist á við erfiðan heimsfaraldur af mikilli skynsemi og yfirvegun missi þrekið og þolinmæðina. Markmiðin þurfa að vera skýr og skilaboð stjórnvalda sömuleiðis. Svo er einfaldlega ekki í dag. Einstaka ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar auka svo á glundroðann með því að lýsa því opinberlega yfir að þeir dragi aðgerðirnar í efa sem og markmiðin þar að baki, en hafi engu að síður stutt þær. Það er reyndar umhugsunarverð meðferð valds að ráðherra sem dregur aðgerðirnar í efa hafi engu að síður talið eðlilegt að styðja þær. Krafa um hlýðni Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega stærsta pólitíska viðfangsefni samfélagsins. Lýðræðisleg umræða hefur þess vegna sjaldan verið mikilvægari. Án gagnrýninnar umræðu geta stjórnvöld ekki gætt hagsmuna almennings eins og þeim er ætlað. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum væri dapurlegt ef dómurinn verður sá að hugmyndafræðileg umræða hafi verið vængstýfð. Krafa ráðherra um samstöðu án opinnar umræðu stjórnmálanna er ekki krafa um samstöðu heldur krafa um hlýðni. Það er tvennt verulega ólíkt. Þingflokkur Viðreisnar óskaði síðastliðið haust eftir því að heilbrigðisráðherra gæfi þinginu hálfs mánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir. Við því var orðið, enda er það réttur þingsins og um leið rík skylda þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með stjórnvöldum. Þessi skylda er ríkari nú þegar ljóst er að hið erfiða ástand dregst enn á langinn. Og það samtal snýst auðvitað ekki eingöngu um hverjar tilteknar aðgerðir eru á hverjum tíma um sig heldur um markmið, forsendur – og um framtíðarsýn í baráttunni við heimsfaraldur. Hvernig á að halda áfram með daglegt líf? Leiðarljósið hefur verið að verkefnið sé okkar allra. Stóra áskorunin er enn sjálf glíman við heimsfaraldurinn en við stöndum nú jafnframt frammi fyrir öðrum mikilvægum verkefnum sem einnig varða grundvallarhagsmuni almennings. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá nálgun að fara að ráðgjöf sérfræðinga, að fylgja vísindunum í baráttunni við heimsfaraldurinn og sú afstaða hefur ekki breyst. Verkefnið var upphaflega að verja líf og heilsu, að verja heilbrigðiskerfið og að koma þjóðinni í skjól með bólusetningu. Nú þegar aðgerðir eru í árum taldar þá verður að nálgast verkefnið sem pólitískt, enda eru mikilvægir hagsmunir almennings í þessu máli margþættir. Þar verður eftir sem áður að byggja ákvarðanir á vísindum og í samráði við sérfræðinga en jafnframt að fá fleiri að borðinu til að tryggja sem eðlilegast líf í samfélaginu. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram baráttunni við heimsfaraldur eftir bólusetningu og hvernig á að halda áfram með daglegt líf. Beinskeytt og opið samtal um markmið og leiðir er ekki bara æskilegt núna heldur nauðsynlegt. Verkefnið er enn okkar allra og við erum öll saman í þessu – en samtalið verður að fá að vera það líka. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun