Sum atkvæði eru jafnari en önnur Andrés Ingi Jónsson skrifar 2. ágúst 2021 14:30 Stuttu fyrir þinglok felldu stjórnarliðar breytingartillögu um fjölgun jöfnunarsæta og jöfnun atkvæðavægis sem hefði tryggt að flokkar fái þingmenn í meira samræmi við fylgi sitt. Miðað við nýjustu útreikninga er núverandi skekkja líkleg til að gagnast stjórnarflokkunum til að ná inn fleiri þingmönnum en fylgi þeirra segir til um - en hana hefði mátt leiðrétta með einfaldri breytingu á kosningakerfinu þegar þingið samþykkti ný heildarlög um kosningar. Í hádegisfréttum RÚV í dag var haft eftir þingflokksformanni Vinstri grænna að tillagan hefði verið felld vegna þess að þörf hefði verið á meiri umræðu innan þingsins. Umræðan var samt töluverð. Breytingartillagan var felld af öllum þingmönnum stjórnarflokkanna og Miðflokksins 12. júní, við afgreiðslu frumvarps til nýrra kosningalaga, en breytingartillagan sjálf kom fram 8. júní. Hins vegar á hún sér rætur í tveimur þingmannafrumvörpum sem komu fram löngu fyrr. Píratar lögðu í febrúar fram frumvarp um fjölgun jöfnunarsæta, sem mælt var fyrir 12. mars. Þá strax sýndu kannanir að veruleg vandræði væru í uppsiglingu við úthlutun þingsæta í alþingiskosningum vegna skorts á jöfnunarsætum til að ná utan um þann fjölda flokka sem stefnir í að nái kjöri. Í haust lagði Viðreisn fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis, sem mælt var fyrir 15. október. Leið Viðreisnar er einföld útfærsla sem rúmast innan einfaldrar lagabreytingar og krefst því ekki breytinga á stjórnarskrá. Umræðan átti sér ekki bara stað í tengslum við þessi tvö þingmál stjórnarandstöðunnar í vetur, heldur var þessum sjónarmiðum komið rækilega á framfæri í umsögnum við kosningalagafrumvarpið. Þar ber helst að nefna umsögn Ólafs Þ. Harðarsonar, sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk í hendurnar 25. janúar. Tillagan sem þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokksins höfnuðu í júní var lokapunktur umræðu sem hófst í október, janúar eða mars, eftir því hvernig á það er litið. Þingið þurfti ekki meiri tíma fyrir umræðu. Það þurfti bara vilja. Vilja sem stjórnarliða (auk Miðflokksins) skortir. Þegar á reyndi treystu stjórnarliðar sér ekki til að styrkja lýðræðið með því að draga úr misrétti kosningakerfisins. Misrétti sem nýtist stjórnarflokkunum sérstaklega og gerir sum atkvæði jafnari en önnur. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Kjördæmaskipan Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Stuttu fyrir þinglok felldu stjórnarliðar breytingartillögu um fjölgun jöfnunarsæta og jöfnun atkvæðavægis sem hefði tryggt að flokkar fái þingmenn í meira samræmi við fylgi sitt. Miðað við nýjustu útreikninga er núverandi skekkja líkleg til að gagnast stjórnarflokkunum til að ná inn fleiri þingmönnum en fylgi þeirra segir til um - en hana hefði mátt leiðrétta með einfaldri breytingu á kosningakerfinu þegar þingið samþykkti ný heildarlög um kosningar. Í hádegisfréttum RÚV í dag var haft eftir þingflokksformanni Vinstri grænna að tillagan hefði verið felld vegna þess að þörf hefði verið á meiri umræðu innan þingsins. Umræðan var samt töluverð. Breytingartillagan var felld af öllum þingmönnum stjórnarflokkanna og Miðflokksins 12. júní, við afgreiðslu frumvarps til nýrra kosningalaga, en breytingartillagan sjálf kom fram 8. júní. Hins vegar á hún sér rætur í tveimur þingmannafrumvörpum sem komu fram löngu fyrr. Píratar lögðu í febrúar fram frumvarp um fjölgun jöfnunarsæta, sem mælt var fyrir 12. mars. Þá strax sýndu kannanir að veruleg vandræði væru í uppsiglingu við úthlutun þingsæta í alþingiskosningum vegna skorts á jöfnunarsætum til að ná utan um þann fjölda flokka sem stefnir í að nái kjöri. Í haust lagði Viðreisn fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis, sem mælt var fyrir 15. október. Leið Viðreisnar er einföld útfærsla sem rúmast innan einfaldrar lagabreytingar og krefst því ekki breytinga á stjórnarskrá. Umræðan átti sér ekki bara stað í tengslum við þessi tvö þingmál stjórnarandstöðunnar í vetur, heldur var þessum sjónarmiðum komið rækilega á framfæri í umsögnum við kosningalagafrumvarpið. Þar ber helst að nefna umsögn Ólafs Þ. Harðarsonar, sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk í hendurnar 25. janúar. Tillagan sem þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokksins höfnuðu í júní var lokapunktur umræðu sem hófst í október, janúar eða mars, eftir því hvernig á það er litið. Þingið þurfti ekki meiri tíma fyrir umræðu. Það þurfti bara vilja. Vilja sem stjórnarliða (auk Miðflokksins) skortir. Þegar á reyndi treystu stjórnarliðar sér ekki til að styrkja lýðræðið með því að draga úr misrétti kosningakerfisins. Misrétti sem nýtist stjórnarflokkunum sérstaklega og gerir sum atkvæði jafnari en önnur. Höfundur er þingmaður Pírata.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun