Skima, skima, skima! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Daði Már Kristófersson skrifa 6. ágúst 2021 15:00 Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis. Góður árangur Íslands í bólusetningum átti að marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með veirunni í lengri tíma. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld stokkið milli markmiða um útrýmingu veirunnar, byggða á fyrirmælum sóttvarnalæknis, og opnun samfélagsins. Nú þarf umræðu um hvort við eigum að halda þeirri stefnu áfram eða hvort við getum horft til lengri tíma í viðureigninni. Að lifa með veirunni Við teljum að það þurfi aðra nálgun og hugsun sem tekur mið af því að glíman við heimsfaraldur er langtímaverkefni. Nálgun sem tekur tillit til óvissunnar um hegðun veirunnar. Nálgun sem byggð er á vísindum og langtímamarkmiðum um að lágmarka skaða, fremur en skammtímasjónarmiðum og kosningamiðuðum átaksverkefnum. Nálgun sem byggir á virðingu fyrir frelsi og meðalhófi. Við munum þurfa að lifa með veirunni hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því ljósi teljum við farsælla að ná faraldrinum niður og halda honum niðri til lengri tíma í stað þess að skipast á tímabilum öfga með annað hvort engum takmörkunum eða miklum. Veiran fari þannig ekki með allt dagskrárvald í samfélaginu. Kostir þessarar nálgunar eru að hún vegur saman hagsmuni ólíkra hópa, skapar langþráðan fyrirsjáanleika og eykur getu og vilja fólks og fyrirtækja til að horfa til framtíðar. Barátta okkar við faraldurinn hefur verið dýr. Það sem Ísland þarf er að skapa skilyrði til langtímauppbyggingar. Mánaðar opnun íslensks samfélags í heimi þar sem smit er útbreitt reyndist skammgóður vermir. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, jafnframt önnur velferð þjóðarinnar, atvinna fólks, skólaganga barna og ungmenna, önnur mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Hvers vegna og hvernig? Við þurfum skýra forystu um næstu skref, samtal, samráð og heildræna sýn um grænt Ísland. Á þessum tímapunkti leggur Viðreisn áherslu á eftirfarandi: Baráttan sé áfram byggð á bestu þekkingu og ráðleggingum sérfræðinga en markmiðið sé að lágmarka áhrifin á íslenskt samfélag og tryggja stöðugleika og fyrirsjáanleika. Skima, skima og skima á landamærum, kröfur um bólsusetningarvottorð og aukið aðgengi að hraðprófum í samfélaginu líkt og tíðkast víða í Evrópu. Meðalhófs sé gætt við ákvarðanir um takmarkanir innanlands. Einstaklingsbundnar sóttvarnir skipta öllu máli. Frelsi með ábyrgð. Styrkja heilbrigðiskerfið og styðja betur við LSH þannig að landsmenn geti treyst því að þeir geti lifað með veirunni. Skólakerfið, starfsumhverfi kennara og nemenda sé tryggt og sett í forgang. Við útfærslu á svona nálgun þarf að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða. Hagsmuna einstaklinga um frelsi. Hagsmuna um líðan og velferð. Hagsmuna atvinnugreina um fyrirsjáanleika og langtímauppbyggingu. Hagsmuna samfélagsins um virka heilbrigðisþjónustu og opið skólakerfi. Hagsmuni samfélagsins að halda menningar- og íþróttalífi gangandi. Markmiðið um að halda íslensku samfélagi frjálsu og grænu snýst um að vega þessa hagsmuni saman þannig að neikvæðar afleiðingar veirunnar á samfélagið okkar séu eins litlar og nokkur kostur er. Aðeins þannig getum við lifað með veirunni. Þetta er okkar sýn. Þorgerður er formaður Viðreisnar og Daði er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis. Góður árangur Íslands í bólusetningum átti að marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með veirunni í lengri tíma. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld stokkið milli markmiða um útrýmingu veirunnar, byggða á fyrirmælum sóttvarnalæknis, og opnun samfélagsins. Nú þarf umræðu um hvort við eigum að halda þeirri stefnu áfram eða hvort við getum horft til lengri tíma í viðureigninni. Að lifa með veirunni Við teljum að það þurfi aðra nálgun og hugsun sem tekur mið af því að glíman við heimsfaraldur er langtímaverkefni. Nálgun sem tekur tillit til óvissunnar um hegðun veirunnar. Nálgun sem byggð er á vísindum og langtímamarkmiðum um að lágmarka skaða, fremur en skammtímasjónarmiðum og kosningamiðuðum átaksverkefnum. Nálgun sem byggir á virðingu fyrir frelsi og meðalhófi. Við munum þurfa að lifa með veirunni hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því ljósi teljum við farsælla að ná faraldrinum niður og halda honum niðri til lengri tíma í stað þess að skipast á tímabilum öfga með annað hvort engum takmörkunum eða miklum. Veiran fari þannig ekki með allt dagskrárvald í samfélaginu. Kostir þessarar nálgunar eru að hún vegur saman hagsmuni ólíkra hópa, skapar langþráðan fyrirsjáanleika og eykur getu og vilja fólks og fyrirtækja til að horfa til framtíðar. Barátta okkar við faraldurinn hefur verið dýr. Það sem Ísland þarf er að skapa skilyrði til langtímauppbyggingar. Mánaðar opnun íslensks samfélags í heimi þar sem smit er útbreitt reyndist skammgóður vermir. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, jafnframt önnur velferð þjóðarinnar, atvinna fólks, skólaganga barna og ungmenna, önnur mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Hvers vegna og hvernig? Við þurfum skýra forystu um næstu skref, samtal, samráð og heildræna sýn um grænt Ísland. Á þessum tímapunkti leggur Viðreisn áherslu á eftirfarandi: Baráttan sé áfram byggð á bestu þekkingu og ráðleggingum sérfræðinga en markmiðið sé að lágmarka áhrifin á íslenskt samfélag og tryggja stöðugleika og fyrirsjáanleika. Skima, skima og skima á landamærum, kröfur um bólsusetningarvottorð og aukið aðgengi að hraðprófum í samfélaginu líkt og tíðkast víða í Evrópu. Meðalhófs sé gætt við ákvarðanir um takmarkanir innanlands. Einstaklingsbundnar sóttvarnir skipta öllu máli. Frelsi með ábyrgð. Styrkja heilbrigðiskerfið og styðja betur við LSH þannig að landsmenn geti treyst því að þeir geti lifað með veirunni. Skólakerfið, starfsumhverfi kennara og nemenda sé tryggt og sett í forgang. Við útfærslu á svona nálgun þarf að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða. Hagsmuna einstaklinga um frelsi. Hagsmuna um líðan og velferð. Hagsmuna atvinnugreina um fyrirsjáanleika og langtímauppbyggingu. Hagsmuna samfélagsins um virka heilbrigðisþjónustu og opið skólakerfi. Hagsmuni samfélagsins að halda menningar- og íþróttalífi gangandi. Markmiðið um að halda íslensku samfélagi frjálsu og grænu snýst um að vega þessa hagsmuni saman þannig að neikvæðar afleiðingar veirunnar á samfélagið okkar séu eins litlar og nokkur kostur er. Aðeins þannig getum við lifað með veirunni. Þetta er okkar sýn. Þorgerður er formaður Viðreisnar og Daði er varaformaður Viðreisnar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun