Gangan er hálfnuð Hans Jónsson skrifar 7. ágúst 2021 08:30 „Gleðilega hátíð!” Segjum við hinsegin fólk hvort við annað þessa dagana, og fögnum þeim árangri sem við höfum náð í mannréttindabaráttu okkar allra. Nei, ekki alveg allra, okkar flestra. Á sama tíma og fögnuðurinn fer hæst þá minnir það allavega sum okkar óneitanlega á hvað hefur mistekist, hverju hefur verið leyft að viðgangast, og hvaða mannréttindi eru enn af skornum skammti. Gleðilega hátíð samt! Ekki misskilja mig. Við eigum að fagna. Við eigum að gleðjast. En við megum aldrei gleyma því að gleðigangan okkar, hápunktur hinsegin daga, hefur ávallt verið kröfuganga og krafan er full mannréttindi alls hinsegin fólks. Pride varð til sem viðbrögð við mismunun, skömmun, ofbeldi og mannréttindabrotum. Pride snýst um að standa keik á móti þeim sem vilja eyða okkur út úr samfélaginu og sýna að þrátt fyrir þeirra fordæmingar þá lifum við, dönsum, syngjum, göngum, og krefjumst þess að vera sýnd mannleg virðing. Við sýnum að við erum mennsk og við krefjumst mannréttinda fyrir okkur öll. Vissulega búum við vel hér á Íslandi, rétt eins og okkur er ávallt sagt. Við búum í landi þar sem að hinsegin fólk verður ekki fyrir jafn miklu ofbeldi og víðsvegar annars staðar. Við heyrum nánast aldrei af líkamsárásum sem hinsegin fólk verður fyrir, þó þær gerist jú stundum og ekki bara á Laugaveginum í Reykjavík. Við búum í landi þar sem að mismunun er ekki algeng, þó hún sé tæknilega séð ekki bönnuð. Við búum í landi þar sem hatursorðræða og hatursglæpir rata mjög sjaldan fyrir dómstóla, en þar spilar að vísu líka inn í að löggjöf er ábótavant. Við búum í landi þar sem að flest okkar hafa réttindi til þess að ákveða sjálf hvað verður um okkar líkama og hvort að það kynhlutverk sem okkur var úthlutað við fæðingu sé það hlutverk sem við finnum okkur í. Sum okkar fá að vísu ennþá ekki þeirra mannréttinda notið að geta átt eigin líkama, en ennþá eru heimilar ónauðsynlegar skurðaðgerðir á kynfærum ungbarna. Skurðaðgerðir sem að eru einfaldlega brot á mannréttindum þeirra. Við búum í landi sem tilheyrir þeim fimmtán prósentum allra landa sem að heimila samkynja hjónaband og erum þannig í hópi með þeim löndum þar sem staða hinsegin fólks er upp á hið besta, en við erum samt ekki í topp tíu í Evrópu. Samkvæmt regnbogakorti Evrópu erum við í fjórtánda sæti með 54% af því sem teljast geti fullt jafnrétti hinsegin fólks á Íslandi. Við stöndum okkur ágætlega, en við erum bara komin rétt rúmlega hálfa leið. Þróunin hefur verið jákvæð og við höfum ástæður til þess að fagna. En stundum hefur árangurinn náðst eingöngu með því að skilja aðra eftir. Stundum hefur réttarbótum sumra verið fórnað til að fá fram réttarbótum annara. Við eigum að gera betur en það. Verðum það land sem við teljum okkur sjálfum og öðrum trú um að við séum. Segjum skilið við innihaldslausar glansmyndir og regnbogakapítalisma. Höldum baráttunni á lofti því henni er ekki lokið fyrr en við öll stöndum samfætis lagalega og samfélagslega séð. Gleðilega baráttuhátíð til alls hinsegin fólks Íslands! Dönsum, syngjum, skálum, fögnum því að við lifum! Hættum aldrei að krefjast mannréttinda! Ísland á Regnbogakorti Evrópu. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Norðausturkjördæmi Hinsegin Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Gleðilega hátíð!” Segjum við hinsegin fólk hvort við annað þessa dagana, og fögnum þeim árangri sem við höfum náð í mannréttindabaráttu okkar allra. Nei, ekki alveg allra, okkar flestra. Á sama tíma og fögnuðurinn fer hæst þá minnir það allavega sum okkar óneitanlega á hvað hefur mistekist, hverju hefur verið leyft að viðgangast, og hvaða mannréttindi eru enn af skornum skammti. Gleðilega hátíð samt! Ekki misskilja mig. Við eigum að fagna. Við eigum að gleðjast. En við megum aldrei gleyma því að gleðigangan okkar, hápunktur hinsegin daga, hefur ávallt verið kröfuganga og krafan er full mannréttindi alls hinsegin fólks. Pride varð til sem viðbrögð við mismunun, skömmun, ofbeldi og mannréttindabrotum. Pride snýst um að standa keik á móti þeim sem vilja eyða okkur út úr samfélaginu og sýna að þrátt fyrir þeirra fordæmingar þá lifum við, dönsum, syngjum, göngum, og krefjumst þess að vera sýnd mannleg virðing. Við sýnum að við erum mennsk og við krefjumst mannréttinda fyrir okkur öll. Vissulega búum við vel hér á Íslandi, rétt eins og okkur er ávallt sagt. Við búum í landi þar sem að hinsegin fólk verður ekki fyrir jafn miklu ofbeldi og víðsvegar annars staðar. Við heyrum nánast aldrei af líkamsárásum sem hinsegin fólk verður fyrir, þó þær gerist jú stundum og ekki bara á Laugaveginum í Reykjavík. Við búum í landi þar sem að mismunun er ekki algeng, þó hún sé tæknilega séð ekki bönnuð. Við búum í landi þar sem hatursorðræða og hatursglæpir rata mjög sjaldan fyrir dómstóla, en þar spilar að vísu líka inn í að löggjöf er ábótavant. Við búum í landi þar sem að flest okkar hafa réttindi til þess að ákveða sjálf hvað verður um okkar líkama og hvort að það kynhlutverk sem okkur var úthlutað við fæðingu sé það hlutverk sem við finnum okkur í. Sum okkar fá að vísu ennþá ekki þeirra mannréttinda notið að geta átt eigin líkama, en ennþá eru heimilar ónauðsynlegar skurðaðgerðir á kynfærum ungbarna. Skurðaðgerðir sem að eru einfaldlega brot á mannréttindum þeirra. Við búum í landi sem tilheyrir þeim fimmtán prósentum allra landa sem að heimila samkynja hjónaband og erum þannig í hópi með þeim löndum þar sem staða hinsegin fólks er upp á hið besta, en við erum samt ekki í topp tíu í Evrópu. Samkvæmt regnbogakorti Evrópu erum við í fjórtánda sæti með 54% af því sem teljast geti fullt jafnrétti hinsegin fólks á Íslandi. Við stöndum okkur ágætlega, en við erum bara komin rétt rúmlega hálfa leið. Þróunin hefur verið jákvæð og við höfum ástæður til þess að fagna. En stundum hefur árangurinn náðst eingöngu með því að skilja aðra eftir. Stundum hefur réttarbótum sumra verið fórnað til að fá fram réttarbótum annara. Við eigum að gera betur en það. Verðum það land sem við teljum okkur sjálfum og öðrum trú um að við séum. Segjum skilið við innihaldslausar glansmyndir og regnbogakapítalisma. Höldum baráttunni á lofti því henni er ekki lokið fyrr en við öll stöndum samfætis lagalega og samfélagslega séð. Gleðilega baráttuhátíð til alls hinsegin fólks Íslands! Dönsum, syngjum, skálum, fögnum því að við lifum! Hættum aldrei að krefjast mannréttinda! Ísland á Regnbogakorti Evrópu. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar