Að aftengjast umhverfinu Ívar Halldórsson skrifar 8. ágúst 2021 16:00 Tónlist framtíðarinnar má ekki bara verða að einhverju vélrænu suði í bakgrunni okkar daglega lífs, á meðan meðvitund nýrrar kynslóðar týnist í tilfinningalausu tómi samskiptamiðlanna. Ég sat í kvikmyndahúsi um daginn og hlustaði á vélræna og lítt spennandi tónlistina sem heyra mátti í salnum í hléinu og hugsaði, "Tónlistin okkar er að deyja!" ...en spólum aðeins til baka... Árið er 1983. Ég fór í strætó niður á Laugaveg til að ná mér í nýjustu smáskífuna frá Hall & Oates. Ég gat nálgast lagið „Say It Isn´t So“ í Skífunni sem þá var og hét. Aukalagið „Kiss On My List“ var B-megin á þessari glansandi 45 snúninga vínilskífu og fékk maður það í kaupbæti. Það var eitthvað við lagið á A-hliðinni sem heillaði mig algjörlega og ég varð að eignast það og setti ekki fyrir mig strætóferð í bæinn. Ég var 13 ára og tónlistin var algjör töfraheimur fyrir mér. Ég gat ekki beðið eftir því að komast aftur heim með tveggja laga hljómplötuna til að setja hana á fóninn. Nú átti ég lagið og gat spilað það aftur og aftur, eins oft og ég vildi. Ég þurfti ekki lengur að bíða eftir því að þáttastjórnendum útvarpsmiðla þóknaðist að spila uppáhaldslagið mitt. Þetta var ævintýri líkast. Þarna var ekki hægt að skella sér á netið og finna uppáhaldslagið sitt á Youtube. Tónlist var ekki eins auðfengin þá og hún er í dag. Maður var þakklátur fyrir hverja þá stund sem manni auðnaðist að njóta góðrar tónlistar. Í skólanum freistaði maður þess í frímínútum að hringja inn á útvarpsstöðina til að reyna að koma uppáhaldslaginu sínu að á topp 20 lista stöðvarinnar. Hugsanlega myndi maður verða svo heppinn að heyra það í vikulegum tónlistarþætti, þar sem vinsælustu lögin voru spiluð. Ekki var maður með farsíma þannig að maður þurfti að hringja úr peningasíma eða fá að hringja inni á kennarastofu. Auðvitað reyndi maður að taka tónlistarþáttinn upp á kassettu til að geta hlustað á lögin þegar manni hentaði án þess að vera háður dagskrá stöðvarinnar. En það var miklu betra að eiga sjálfur hljómplötuna. Þá átti maður lagið frá upphafi til enda og ekki háður tímasetningu útvarpskynna. Maður reyndi að spara plássið á kassettunni með því að pása upptökutækið á réttum stöðum - stundum á kostnað þess að hefja aftur upptöku of seint þegar slíkum kynningum lauk. Annar galli var sá að oft var lagið ekki búið þegar A-hliðin var full og snúa þurfti spólunni við. En maður lét sig hafa það að hlusta í pörtum ef lagið var gott. Ég man eftir að hafa eytt heilu og hálfu dögunum fyrir framan hljómplötuspilarann. Þá hlustaði maður á plöturnar frá byrjun til enda - aftur og aftur. Óhjákvæmilega komu stundum rispur í plöturnar sem skemmdu einhver lög og þótti manni það ákaflega leiðinlegt, því ekki gat maður bara farið á netið til endurheimta lögin. Ef lagið hjakkaði í slíkri rispu var eina ráðið að kaupa nýja plötu. Rispur voru þó yfirleitt merki um hversu góð platan var - því betri sem platan var betri, því fleiri rispur. Í þá daga var algengt að hlusta með vinum sínum. Í stað þess að hittast og horfa á mynd völdum við að hittast til að liggja yfir góðum dægurlagaþætti í útvarpinu. Ef ég átti hljómplötu sem vinir mínir áttu ekki, komu þeir heim til mín til að hlusta, og öfugt. Þegar hljómplatan „Með allt á hreinu“ með Stuðmönnum kom út, lágum ég og góður vinur minn heima á stofugólfinu - hlustuðum og sungum hástöfum með hverju einasta lagi. Ég hugsa hlýtt til þessara stunda, þegar tónlistin var grundvöllur góðra stunda og persónulegra samskipta. Í dag hefur tæknin komið því svo við að margt, þar meðtalin tónlistin, er orðin auðfengnari og aðgengilegri en áður. Þótt þetta sé í sjálfu sér jákvæð þróun hefur tónlistin á vissan hátt beðið hnekki í vegna þessa. Kynslóðin sem nú rís upp virðist ekki líta tónlist sömu augum og unglingar áður fyrr. Þar sem auðvelt er að nálgast flesta tónlist hvenær sem er, án þess að kosta neinu til, hefur dýrðarljómi dægurlaganna á vissan hátt horfið. Áhrif tækninnar á tónlistarvettvanginum eru þó víðfeðmri en þetta. Nú er auðveldara að búa til tónlist án aðkomu hljóðfæraleikara. Nú kjósa fleiri og fleiri að vinna tónlistina meira og minna í tölvum með aðstoð tónlistarforrita. Nú getur laglaus manneskja lagst í tónlistargerð án mikilla tónlistarhæfileika. Nú má hæglega sniðganga trommuleikara, gítarleikara, bassaleikara, fiðluleikara og blásturshljóðfæraleikara án þess að það hefti útgáfu fjölbreyttra tónlistarverka. Nánast hver sem er getur nú kallað sig tónlistarmann, ef hann kann á réttu tónlistarforritin. Enda hefur framboð "vélrænnar" tónlistar sem byggir ekki á hæfileikum sérþjálfaðra hljóðfæraleikara aukist til muna. Tónverkin verða til, en tilfinninguna vantar í þau. Þótt tölvutæknin hafi komið mörgu góðu til leiðar í tónlistargeiranum hefur hún að einhverju leyti tekið hjartað úr tónlist víða og við sitjum uppi með einhvers konar gangráð í staðinn. Í dag heyrir maður mun minna af alvöru, trommuleik, gítarleik og bassaleik í tónlist en áður. Tölvurnar berja taktinn fullkomlega (kannski einum of) og fylla í skarðið fyrir alvöru, og nú oftar "óþarfa" hljóðfæraleikara, sem ekki þarf lengur að greiða fyrir spilamennsku sína. Meiri tónlist á styttri tíma með mun minni fyrirhöfn. Nú eru hljóðfæri eins og saxófónninn sem var ákaflega vinsælt hljóðfæri á níunda áratugnum í útrýmingarhættu og er nú einnig orðið sjaldgæfara að gítarleikarar fái að taka gítarsóló í lögum. En nýja kynslóðin virðist þó alveg sátt, enda þekkir hún ekki annað en það sem alheimstónlistarmaskínan réttir að henni. Margir listamenn samtímans hafa reynt að vekja athygli á þeim áhyggjum sem þeir og aðrir hafa yfir framtíð tónlistarinnar – en betur má ef duga skal. Tónlist framtíðarinnar má ekki bara verða að einhverju vélrænu suði í bakgrunni okkar daglega lífs, á meðan meðvitund nýrrar kynslóðar týnist í tilfinningalausu tómi samskiptamiðlanna. Tónlistarmenn og hljómsveitir á borð við Queen, U2, Rolling Stones, David Bowie, Sting, Bon Jovi, Genesis, Elton John, Yes o.fl. sem voru vinsælir á mínum æskuárum virðast hvergi eiga góða arftaka þegar maður horfir fram á veginn. "Ofnsteikin" er víðast hvar að víkja fyrir "örbylgjufæðunni". Fleiri og fleiri munu líklega aldrei upplifa þá stórkostlegu tilfinningu að setjast niður og upplifa í einlægri eftirvæntingu verk eins og "The Wall" með Pink Floyd í fyrsta sinn eða að hlusta á tímamótaplötu eins og "A Night At The Opera" í heild sinni með Queen. Maður sér hvernig tæknin getur varpað skugga á fjársjóði fortíðar okkar um leið og hún freistar þess að greiða okkur leið inn í framtíðina. Tölvu- og símasamskipti hafa komið niður á persónulegum samskiptum fólks, en þau eru samkvæmt sérfræðingum yfirborðskenndari í dag en áður þekktist - og alls ekki eins innileg. Stundirnar fyrir framan hljómplötuspilarann heima eru mér dýrmætar minningar. Þessar ógleymanlegu stundir urðu til þess að ég fór sjálfur að skapa og flytja tónlist eins og minn ástkæri faðir Jóhann G. Jóhannsson gerði í marga áratugi – blessuð sé minning hans. Auðvitað skemmdi ekki fyrir að fá tónlistargenin í föðurarf - en án þessarar innilegu snertingu við tónlistina sjálfa hefðu mínir meðfæddu hæfileikar líklega aldrei fengið vængi. Virðing mín og ást á tónlist er svo rík í mér enn í dag og það er fátt sorglegra en að hugsa sér að komandi kynslóðir fari á mis við þann mikla fjársjóð sem tónlistin var og er auðvitað enn - og getur áfram verið ef við gefum henni tækifæri og svigrúm til að blómstra í sinni tærustu mynd. Já, að aftengja sig frá umhverfinu um stund, setja á sig góð heyrnartól, loka augunum og hlusta á góða hljómplötu frá upphafi til enda er sérstök upplifun sem ég tel tímabært að endurvekja. Allir heyra tónlist í dag - en hversu margir eru í raun að hlusta á hana? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tónlist framtíðarinnar má ekki bara verða að einhverju vélrænu suði í bakgrunni okkar daglega lífs, á meðan meðvitund nýrrar kynslóðar týnist í tilfinningalausu tómi samskiptamiðlanna. Ég sat í kvikmyndahúsi um daginn og hlustaði á vélræna og lítt spennandi tónlistina sem heyra mátti í salnum í hléinu og hugsaði, "Tónlistin okkar er að deyja!" ...en spólum aðeins til baka... Árið er 1983. Ég fór í strætó niður á Laugaveg til að ná mér í nýjustu smáskífuna frá Hall & Oates. Ég gat nálgast lagið „Say It Isn´t So“ í Skífunni sem þá var og hét. Aukalagið „Kiss On My List“ var B-megin á þessari glansandi 45 snúninga vínilskífu og fékk maður það í kaupbæti. Það var eitthvað við lagið á A-hliðinni sem heillaði mig algjörlega og ég varð að eignast það og setti ekki fyrir mig strætóferð í bæinn. Ég var 13 ára og tónlistin var algjör töfraheimur fyrir mér. Ég gat ekki beðið eftir því að komast aftur heim með tveggja laga hljómplötuna til að setja hana á fóninn. Nú átti ég lagið og gat spilað það aftur og aftur, eins oft og ég vildi. Ég þurfti ekki lengur að bíða eftir því að þáttastjórnendum útvarpsmiðla þóknaðist að spila uppáhaldslagið mitt. Þetta var ævintýri líkast. Þarna var ekki hægt að skella sér á netið og finna uppáhaldslagið sitt á Youtube. Tónlist var ekki eins auðfengin þá og hún er í dag. Maður var þakklátur fyrir hverja þá stund sem manni auðnaðist að njóta góðrar tónlistar. Í skólanum freistaði maður þess í frímínútum að hringja inn á útvarpsstöðina til að reyna að koma uppáhaldslaginu sínu að á topp 20 lista stöðvarinnar. Hugsanlega myndi maður verða svo heppinn að heyra það í vikulegum tónlistarþætti, þar sem vinsælustu lögin voru spiluð. Ekki var maður með farsíma þannig að maður þurfti að hringja úr peningasíma eða fá að hringja inni á kennarastofu. Auðvitað reyndi maður að taka tónlistarþáttinn upp á kassettu til að geta hlustað á lögin þegar manni hentaði án þess að vera háður dagskrá stöðvarinnar. En það var miklu betra að eiga sjálfur hljómplötuna. Þá átti maður lagið frá upphafi til enda og ekki háður tímasetningu útvarpskynna. Maður reyndi að spara plássið á kassettunni með því að pása upptökutækið á réttum stöðum - stundum á kostnað þess að hefja aftur upptöku of seint þegar slíkum kynningum lauk. Annar galli var sá að oft var lagið ekki búið þegar A-hliðin var full og snúa þurfti spólunni við. En maður lét sig hafa það að hlusta í pörtum ef lagið var gott. Ég man eftir að hafa eytt heilu og hálfu dögunum fyrir framan hljómplötuspilarann. Þá hlustaði maður á plöturnar frá byrjun til enda - aftur og aftur. Óhjákvæmilega komu stundum rispur í plöturnar sem skemmdu einhver lög og þótti manni það ákaflega leiðinlegt, því ekki gat maður bara farið á netið til endurheimta lögin. Ef lagið hjakkaði í slíkri rispu var eina ráðið að kaupa nýja plötu. Rispur voru þó yfirleitt merki um hversu góð platan var - því betri sem platan var betri, því fleiri rispur. Í þá daga var algengt að hlusta með vinum sínum. Í stað þess að hittast og horfa á mynd völdum við að hittast til að liggja yfir góðum dægurlagaþætti í útvarpinu. Ef ég átti hljómplötu sem vinir mínir áttu ekki, komu þeir heim til mín til að hlusta, og öfugt. Þegar hljómplatan „Með allt á hreinu“ með Stuðmönnum kom út, lágum ég og góður vinur minn heima á stofugólfinu - hlustuðum og sungum hástöfum með hverju einasta lagi. Ég hugsa hlýtt til þessara stunda, þegar tónlistin var grundvöllur góðra stunda og persónulegra samskipta. Í dag hefur tæknin komið því svo við að margt, þar meðtalin tónlistin, er orðin auðfengnari og aðgengilegri en áður. Þótt þetta sé í sjálfu sér jákvæð þróun hefur tónlistin á vissan hátt beðið hnekki í vegna þessa. Kynslóðin sem nú rís upp virðist ekki líta tónlist sömu augum og unglingar áður fyrr. Þar sem auðvelt er að nálgast flesta tónlist hvenær sem er, án þess að kosta neinu til, hefur dýrðarljómi dægurlaganna á vissan hátt horfið. Áhrif tækninnar á tónlistarvettvanginum eru þó víðfeðmri en þetta. Nú er auðveldara að búa til tónlist án aðkomu hljóðfæraleikara. Nú kjósa fleiri og fleiri að vinna tónlistina meira og minna í tölvum með aðstoð tónlistarforrita. Nú getur laglaus manneskja lagst í tónlistargerð án mikilla tónlistarhæfileika. Nú má hæglega sniðganga trommuleikara, gítarleikara, bassaleikara, fiðluleikara og blásturshljóðfæraleikara án þess að það hefti útgáfu fjölbreyttra tónlistarverka. Nánast hver sem er getur nú kallað sig tónlistarmann, ef hann kann á réttu tónlistarforritin. Enda hefur framboð "vélrænnar" tónlistar sem byggir ekki á hæfileikum sérþjálfaðra hljóðfæraleikara aukist til muna. Tónverkin verða til, en tilfinninguna vantar í þau. Þótt tölvutæknin hafi komið mörgu góðu til leiðar í tónlistargeiranum hefur hún að einhverju leyti tekið hjartað úr tónlist víða og við sitjum uppi með einhvers konar gangráð í staðinn. Í dag heyrir maður mun minna af alvöru, trommuleik, gítarleik og bassaleik í tónlist en áður. Tölvurnar berja taktinn fullkomlega (kannski einum of) og fylla í skarðið fyrir alvöru, og nú oftar "óþarfa" hljóðfæraleikara, sem ekki þarf lengur að greiða fyrir spilamennsku sína. Meiri tónlist á styttri tíma með mun minni fyrirhöfn. Nú eru hljóðfæri eins og saxófónninn sem var ákaflega vinsælt hljóðfæri á níunda áratugnum í útrýmingarhættu og er nú einnig orðið sjaldgæfara að gítarleikarar fái að taka gítarsóló í lögum. En nýja kynslóðin virðist þó alveg sátt, enda þekkir hún ekki annað en það sem alheimstónlistarmaskínan réttir að henni. Margir listamenn samtímans hafa reynt að vekja athygli á þeim áhyggjum sem þeir og aðrir hafa yfir framtíð tónlistarinnar – en betur má ef duga skal. Tónlist framtíðarinnar má ekki bara verða að einhverju vélrænu suði í bakgrunni okkar daglega lífs, á meðan meðvitund nýrrar kynslóðar týnist í tilfinningalausu tómi samskiptamiðlanna. Tónlistarmenn og hljómsveitir á borð við Queen, U2, Rolling Stones, David Bowie, Sting, Bon Jovi, Genesis, Elton John, Yes o.fl. sem voru vinsælir á mínum æskuárum virðast hvergi eiga góða arftaka þegar maður horfir fram á veginn. "Ofnsteikin" er víðast hvar að víkja fyrir "örbylgjufæðunni". Fleiri og fleiri munu líklega aldrei upplifa þá stórkostlegu tilfinningu að setjast niður og upplifa í einlægri eftirvæntingu verk eins og "The Wall" með Pink Floyd í fyrsta sinn eða að hlusta á tímamótaplötu eins og "A Night At The Opera" í heild sinni með Queen. Maður sér hvernig tæknin getur varpað skugga á fjársjóði fortíðar okkar um leið og hún freistar þess að greiða okkur leið inn í framtíðina. Tölvu- og símasamskipti hafa komið niður á persónulegum samskiptum fólks, en þau eru samkvæmt sérfræðingum yfirborðskenndari í dag en áður þekktist - og alls ekki eins innileg. Stundirnar fyrir framan hljómplötuspilarann heima eru mér dýrmætar minningar. Þessar ógleymanlegu stundir urðu til þess að ég fór sjálfur að skapa og flytja tónlist eins og minn ástkæri faðir Jóhann G. Jóhannsson gerði í marga áratugi – blessuð sé minning hans. Auðvitað skemmdi ekki fyrir að fá tónlistargenin í föðurarf - en án þessarar innilegu snertingu við tónlistina sjálfa hefðu mínir meðfæddu hæfileikar líklega aldrei fengið vængi. Virðing mín og ást á tónlist er svo rík í mér enn í dag og það er fátt sorglegra en að hugsa sér að komandi kynslóðir fari á mis við þann mikla fjársjóð sem tónlistin var og er auðvitað enn - og getur áfram verið ef við gefum henni tækifæri og svigrúm til að blómstra í sinni tærustu mynd. Já, að aftengja sig frá umhverfinu um stund, setja á sig góð heyrnartól, loka augunum og hlusta á góða hljómplötu frá upphafi til enda er sérstök upplifun sem ég tel tímabært að endurvekja. Allir heyra tónlist í dag - en hversu margir eru í raun að hlusta á hana?
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun