Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. ágúst 2021 11:22 Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. „Það er enginn feluleikur á bak við það,“ segir Páll í samtali við Vísi um nýju þættina. Þeir heita Pólitík með Páli Magnússyni og verða á dagskrá alla miðvikudaga á Hringbraut fram að kosningum, alls sjö þættir. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Sá fyrsti verður sýndur næsta miðvikudag og verða þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gestir þáttarins. En þurfa áhorfendur að hafa áhyggjur af hlutleysi Páls þegar hann stýrir pólitískum þætti sem sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins? „Fólk veit hvaðan ég kem og verður síðan bara að meta það á eigin forsendum hvort ég stjórnist af einhverjum annarlegum hvötum,“ segir Páll léttur í bragði. „En það er auðvitað það sem setur á þetta dálítið óvenjulegan og kannski dýnamískan eða spennandi vinkil, að ég er þarna að tala við fólk sem ég hef haft sem starfsfélaga, svo að segja, eða verið í kringum og starfað með í pólitík, bæði bandamenn og andstæðinga.“ Hann segir að formið sé vel þekkt erlendis. Í Bandaríkjunum sé til dæmis ekki óalgengt að bæði fyrrverandi og sitjandi pólitíkusar séu fengnir til að stýra viðtals- og umræðuþáttum. Páll er auðvitað afar reyndur fjölmiðlamaður; starfaði í fréttastjórastöðum hjá Stöð 2, RÚV og víðar og síðast sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Hann fór svo inn á þing árið 2016 en ákvað að gefa ekki aftur kost á sér fyrir næstu þingkosningar. Fara menn þá beint aftur í fjölmiðla? „Ætli ég geri það ekki bara upp við mig þegar þessari seríu lýkur,“ segir Páll. „Þá geri ég það upp við mig hvort ég hafi enn þá jafngaman að þessu og ég hafði. Ég er að bisast við að halda mig við þá reglu sem ég setti mér að gera bara það sem mér þykir skemmtilegt hverju sinni.“ Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bíó og sjónvarp Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
„Það er enginn feluleikur á bak við það,“ segir Páll í samtali við Vísi um nýju þættina. Þeir heita Pólitík með Páli Magnússyni og verða á dagskrá alla miðvikudaga á Hringbraut fram að kosningum, alls sjö þættir. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Sá fyrsti verður sýndur næsta miðvikudag og verða þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gestir þáttarins. En þurfa áhorfendur að hafa áhyggjur af hlutleysi Páls þegar hann stýrir pólitískum þætti sem sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins? „Fólk veit hvaðan ég kem og verður síðan bara að meta það á eigin forsendum hvort ég stjórnist af einhverjum annarlegum hvötum,“ segir Páll léttur í bragði. „En það er auðvitað það sem setur á þetta dálítið óvenjulegan og kannski dýnamískan eða spennandi vinkil, að ég er þarna að tala við fólk sem ég hef haft sem starfsfélaga, svo að segja, eða verið í kringum og starfað með í pólitík, bæði bandamenn og andstæðinga.“ Hann segir að formið sé vel þekkt erlendis. Í Bandaríkjunum sé til dæmis ekki óalgengt að bæði fyrrverandi og sitjandi pólitíkusar séu fengnir til að stýra viðtals- og umræðuþáttum. Páll er auðvitað afar reyndur fjölmiðlamaður; starfaði í fréttastjórastöðum hjá Stöð 2, RÚV og víðar og síðast sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Hann fór svo inn á þing árið 2016 en ákvað að gefa ekki aftur kost á sér fyrir næstu þingkosningar. Fara menn þá beint aftur í fjölmiðla? „Ætli ég geri það ekki bara upp við mig þegar þessari seríu lýkur,“ segir Páll. „Þá geri ég það upp við mig hvort ég hafi enn þá jafngaman að þessu og ég hafði. Ég er að bisast við að halda mig við þá reglu sem ég setti mér að gera bara það sem mér þykir skemmtilegt hverju sinni.“
Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bíó og sjónvarp Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira