Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. ágúst 2021 11:22 Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. „Það er enginn feluleikur á bak við það,“ segir Páll í samtali við Vísi um nýju þættina. Þeir heita Pólitík með Páli Magnússyni og verða á dagskrá alla miðvikudaga á Hringbraut fram að kosningum, alls sjö þættir. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Sá fyrsti verður sýndur næsta miðvikudag og verða þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gestir þáttarins. En þurfa áhorfendur að hafa áhyggjur af hlutleysi Páls þegar hann stýrir pólitískum þætti sem sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins? „Fólk veit hvaðan ég kem og verður síðan bara að meta það á eigin forsendum hvort ég stjórnist af einhverjum annarlegum hvötum,“ segir Páll léttur í bragði. „En það er auðvitað það sem setur á þetta dálítið óvenjulegan og kannski dýnamískan eða spennandi vinkil, að ég er þarna að tala við fólk sem ég hef haft sem starfsfélaga, svo að segja, eða verið í kringum og starfað með í pólitík, bæði bandamenn og andstæðinga.“ Hann segir að formið sé vel þekkt erlendis. Í Bandaríkjunum sé til dæmis ekki óalgengt að bæði fyrrverandi og sitjandi pólitíkusar séu fengnir til að stýra viðtals- og umræðuþáttum. Páll er auðvitað afar reyndur fjölmiðlamaður; starfaði í fréttastjórastöðum hjá Stöð 2, RÚV og víðar og síðast sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Hann fór svo inn á þing árið 2016 en ákvað að gefa ekki aftur kost á sér fyrir næstu þingkosningar. Fara menn þá beint aftur í fjölmiðla? „Ætli ég geri það ekki bara upp við mig þegar þessari seríu lýkur,“ segir Páll. „Þá geri ég það upp við mig hvort ég hafi enn þá jafngaman að þessu og ég hafði. Ég er að bisast við að halda mig við þá reglu sem ég setti mér að gera bara það sem mér þykir skemmtilegt hverju sinni.“ Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bíó og sjónvarp Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Það er enginn feluleikur á bak við það,“ segir Páll í samtali við Vísi um nýju þættina. Þeir heita Pólitík með Páli Magnússyni og verða á dagskrá alla miðvikudaga á Hringbraut fram að kosningum, alls sjö þættir. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Sá fyrsti verður sýndur næsta miðvikudag og verða þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gestir þáttarins. En þurfa áhorfendur að hafa áhyggjur af hlutleysi Páls þegar hann stýrir pólitískum þætti sem sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins? „Fólk veit hvaðan ég kem og verður síðan bara að meta það á eigin forsendum hvort ég stjórnist af einhverjum annarlegum hvötum,“ segir Páll léttur í bragði. „En það er auðvitað það sem setur á þetta dálítið óvenjulegan og kannski dýnamískan eða spennandi vinkil, að ég er þarna að tala við fólk sem ég hef haft sem starfsfélaga, svo að segja, eða verið í kringum og starfað með í pólitík, bæði bandamenn og andstæðinga.“ Hann segir að formið sé vel þekkt erlendis. Í Bandaríkjunum sé til dæmis ekki óalgengt að bæði fyrrverandi og sitjandi pólitíkusar séu fengnir til að stýra viðtals- og umræðuþáttum. Páll er auðvitað afar reyndur fjölmiðlamaður; starfaði í fréttastjórastöðum hjá Stöð 2, RÚV og víðar og síðast sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Hann fór svo inn á þing árið 2016 en ákvað að gefa ekki aftur kost á sér fyrir næstu þingkosningar. Fara menn þá beint aftur í fjölmiðla? „Ætli ég geri það ekki bara upp við mig þegar þessari seríu lýkur,“ segir Páll. „Þá geri ég það upp við mig hvort ég hafi enn þá jafngaman að þessu og ég hafði. Ég er að bisast við að halda mig við þá reglu sem ég setti mér að gera bara það sem mér þykir skemmtilegt hverju sinni.“
Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bíó og sjónvarp Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira