Hreppaflutningar 21. aldarinnar Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 13:31 Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna. Að loknu góðu ævistarfi er komið að því að fá að njóta afrakstursins, lifa mannsæmandi lífi áhyggjulaust, með reisn og mannhelgi. Nei bíddu nú við? Hér er excelskjal og tölvuútreikningur sem segir nei! Það er ekki til peningur til að sjá um fólkið sem kom okkur hingað. Bjó til þessar tölvur og hannaði þetta forrit. Fólkið sem sótti sjóinn, ræktaði landið, byggði upp og bjó til betra líf fyrir okkur hin. Enginn peningur til. Menn eiga bara að sætta sig við það. Eitt er að veita ekki okkar besta fólki þau lágmarksréttindi að fá að lifa áhyggjulaust. Annað er síðan að hreinlega hafa af þeim mannlega reisn. Þar er víða pottur brotinn og að mínu mati merki um úrkynjun mannlegs samfélags að hugsa ekki um foreldra okkar og forfólk. Ein birtingarmynd þess hve illa er staðið að málum aldraðra eru svokallaðir hreppaflutningar. Hér á árum áður þótti það fremur niðurlægjandi að vera fluttur hreppaflutningum. Fátækt og veikt fólk hreinlega flutt gegn vilja sínum því það þótti of mikil byrði. Og hér erum við. Tiltölulega nýgengin inn í 21. öldina og flytjum gamalt og veikt fólk hreppaflutningum því það er of mikið vandamál. Ég á góða vini í fólki úr sveitinni minni. Hjón sem hafa búið saman vel yfir hálfa öld. Stutt hvort annað og staðið saman í lífsins ólgusjó. Í blíðu og í stríðu. En nú mæðir á. Í stríðu eru veikindi mannsins. Aldurinn færist yfir og hann þarf inni á dvalarheimili. En getur nærsamfélagið hans veitt honum þá þjónustu og þeirra hjónabandi þá reisn að fá að búa í nálægð við hvort annað? Nei það er ekki svo. Nú er vinkona mín og eiginkonan ein við eldhúsborðið sitt upp á Egilsstöðum og bíður þess að fá næst far niður á Fáskrúðsfjörð að hitta manninn sinn. Fá að standa með honum. Í blíðu og í stríðu. Svona launum við fólkinu okkar framlag þeirra. Öldrunarþjónusta í nærsamfélagi er mannréttindamál. Styrkjum heilbrigðiskerfið okkar, styðjum sveitarfélög til frekari sjálfbærni svo þau fái sjálf að halda utan um fólkið sitt. Mannúð á aldrei að vera sett í excel skjal. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna. Að loknu góðu ævistarfi er komið að því að fá að njóta afrakstursins, lifa mannsæmandi lífi áhyggjulaust, með reisn og mannhelgi. Nei bíddu nú við? Hér er excelskjal og tölvuútreikningur sem segir nei! Það er ekki til peningur til að sjá um fólkið sem kom okkur hingað. Bjó til þessar tölvur og hannaði þetta forrit. Fólkið sem sótti sjóinn, ræktaði landið, byggði upp og bjó til betra líf fyrir okkur hin. Enginn peningur til. Menn eiga bara að sætta sig við það. Eitt er að veita ekki okkar besta fólki þau lágmarksréttindi að fá að lifa áhyggjulaust. Annað er síðan að hreinlega hafa af þeim mannlega reisn. Þar er víða pottur brotinn og að mínu mati merki um úrkynjun mannlegs samfélags að hugsa ekki um foreldra okkar og forfólk. Ein birtingarmynd þess hve illa er staðið að málum aldraðra eru svokallaðir hreppaflutningar. Hér á árum áður þótti það fremur niðurlægjandi að vera fluttur hreppaflutningum. Fátækt og veikt fólk hreinlega flutt gegn vilja sínum því það þótti of mikil byrði. Og hér erum við. Tiltölulega nýgengin inn í 21. öldina og flytjum gamalt og veikt fólk hreppaflutningum því það er of mikið vandamál. Ég á góða vini í fólki úr sveitinni minni. Hjón sem hafa búið saman vel yfir hálfa öld. Stutt hvort annað og staðið saman í lífsins ólgusjó. Í blíðu og í stríðu. En nú mæðir á. Í stríðu eru veikindi mannsins. Aldurinn færist yfir og hann þarf inni á dvalarheimili. En getur nærsamfélagið hans veitt honum þá þjónustu og þeirra hjónabandi þá reisn að fá að búa í nálægð við hvort annað? Nei það er ekki svo. Nú er vinkona mín og eiginkonan ein við eldhúsborðið sitt upp á Egilsstöðum og bíður þess að fá næst far niður á Fáskrúðsfjörð að hitta manninn sinn. Fá að standa með honum. Í blíðu og í stríðu. Svona launum við fólkinu okkar framlag þeirra. Öldrunarþjónusta í nærsamfélagi er mannréttindamál. Styrkjum heilbrigðiskerfið okkar, styðjum sveitarfélög til frekari sjálfbærni svo þau fái sjálf að halda utan um fólkið sitt. Mannúð á aldrei að vera sett í excel skjal. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun