Hissa á stórfurðulegum leiðbeiningum frá danska Covid-teyminu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. ágúst 2021 14:27 Brynja Sveinsdóttir og Snorri Ástráðsson fluttu út til Kaupmannahafnar í nám nú í lok júlí. vísir/aðsend Ungt íslenskt par, sem er nýflutt til Kaupmannahafnar, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar starfsmaður danska Covid-teymisins tilkynnti þeim að vegna þess að þau væru bólusett þyrftu þau alls ekki að fara í einangrun. Þau gætu valsað um götur Kaupmannahafnar ef þau pössuðu bara vel að þvo sér um hendur. Fyrir algjöra tilviljun var þetta leiðrétt af öðrum starfsmanni teymisins og þeim sagt að fara í einangrun. Snorri Ástráðsson og Brynja Sveinsdóttir fluttu út til Kaupmannahafnar í lok síðasta mánaðar. Þau greindust bæði smituð af Covid-19 á laugardaginn, Brynja fullbólusett með Pfizer og Snorri með einn skammt af Janssen og aukaskammt af Pfizer. Brynja fór að verða veik í lok síðustu viku og ákvað að fara í hraðpróf sem reyndist jákvætt. Þá drifu þau Snorri sig í PCR-próf, sem gefa öruggari niðurstöður, og reyndust bæði smituð. Þið þurfið auðvitað ekkert að vera í einangrun Þau fengu símtal frá danska Covid-teyminu á laugardagsmorgun þar sem þeim var tilkynnt um niðurstöðurnar og fengu þá ansi undarlegar upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sínum málum smituð af Covid-19: „Vegna þess að þið eruð fullbólusett þá þurfiði auðvitað ekki að vera í einangrun,“ sagði starfsmaður Covid-teymisins við þau í símtali sem þau tóku upp og má sjá hér að neðan. „Getum við þá bara farið út?“ spyr Brynja starfsmanninn þá, sem svarar játandi. „En þegar þið farið út verðið þið auðvitað að þvo ykkur um hendur. Því að þið gætuð verið með eitthvað af veiru á höndunum,“ segir starfsmaðurinn. Þetta fannst þeim heldur undarlegar upplýsingar. „Þessi kona var bara að bulla og bulla eitthvað í okkur. Við héldum þarna að það væri bara staðan í Danmörku að bólusettir sem greindust með smit þyrftu ekkert að vera í einangrun,“ segir Snorri. „Síðan fyrir algjöra tilviljun fáum við annað símtal, því Brynja er skráð með tvö símanúmer úti og það hafði eitthvað hliðrast til í kerfinu hjá þeim. Og við ákveðum þá að spyrja hinn starfsmanninn sem hringir í okkur nánar út í þetta – hvort þetta hafi verið rétt hjá þeirri sem hringdi fyrst. Og þá var það auðvitað bara alls ekki þannig. Hún skildi ekkert hvernig sú sem hringdi á undan hafi verið að fara með þessa vitleysu við okkur.“ Þau eru nú bæði í einangrun í íbúð sinni, Brynja með væg einkenni en Snorri alveg einkennalaus. „Ef við hefðum ekki fengið þetta seinna símtal sem kom fyrir slysni þá værum við bara á vappi um göturnar held ég,“ segir Snorri hlæjandi. Þau segja alla mun rólegri yfir faraldrinum úti en hér heima. Þar eru stórar tónlistarhátíðir á dagskránni á næstu dögum, barir opnir til tvö á næturnar og gríðarlega margir safnist saman á götum úti, til dæmis fyrir stóra íþróttaviðburði. Þar eru hraðprófin einnig mikið notuð og mikið um hraðprófsstöðvar á götum Kaupmannahafnar. Miklu vægari reglur um einangrun Mikill munur er á reglum um einangrun í Danmörku og á Íslandi, að minnsta kosti fyrir þá sem eru bólusettir. Þeir sem eru bólusettir og einkennalausir þurfa að vera í einangrun í sjö daga en hinir sem eru bólusettir og fá einkenni mega losna úr einangrun eftir að þeir hafa verið einkennalausir í 48 klukkustundir. Þannig gæti Brynja losnað fyrr úr einangrun en Snorri, þó að hún hafi fengið einkenni en ekki hann. „Það var allavega það sem þau sögðu okkur í seinna símtalinu, þegar allt sem hin sagði var leiðrétt. Þá sagði hún mér að ég ætti að hugsa þetta eins og með flensu – að ef ég væri komin með það lítil einkenni að ég gæti hugsað mér að mæta í vinnuna eins og eftir venjuleg veikindi, þá ætti ég að bíða í tvo sólarhringa í viðbót og gæti svo farið úr einangruninni,“ segir Brynja. Á Íslandi þurfa bólusettir að vera í einangrun í allavega tíu daga og hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti þrjá daga til að losna úr einangrun. Þetta gildir aðeins um þá sem urðu ekki mikið veikir, hinir sem eru bólusettir og verða mikið veikir verða að vera í einangrun í fjórtán daga eins og hinir óbólusettu. Hér á Íslandi er líka mun betra eftirlit með fólki í einangrun; það er reglulega hringt í þá sem eru smitaðir af læknum Covid-göngudeildarinnar og til að losna úr einangrun þarf viðkomandi að hafa verið útskrifaður úr henni með símtali frá lækni. „Það er ekkert svoleiðis hér. Hér var það bara þetta símtal, það er að segja seinna símtalið með réttum upplýsingum, og okkur var bara sagt að við yrðum að meta þetta sjálf með einkennin og svona. Við bara förum út einangrun þegar við teljum þetta eiga við okkur, það er enginn sem hringir í okkur og tékkar á okkur eða útskrifar okkur," segir Snorri. Íslendingar erlendis Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Snorri Ástráðsson og Brynja Sveinsdóttir fluttu út til Kaupmannahafnar í lok síðasta mánaðar. Þau greindust bæði smituð af Covid-19 á laugardaginn, Brynja fullbólusett með Pfizer og Snorri með einn skammt af Janssen og aukaskammt af Pfizer. Brynja fór að verða veik í lok síðustu viku og ákvað að fara í hraðpróf sem reyndist jákvætt. Þá drifu þau Snorri sig í PCR-próf, sem gefa öruggari niðurstöður, og reyndust bæði smituð. Þið þurfið auðvitað ekkert að vera í einangrun Þau fengu símtal frá danska Covid-teyminu á laugardagsmorgun þar sem þeim var tilkynnt um niðurstöðurnar og fengu þá ansi undarlegar upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sínum málum smituð af Covid-19: „Vegna þess að þið eruð fullbólusett þá þurfiði auðvitað ekki að vera í einangrun,“ sagði starfsmaður Covid-teymisins við þau í símtali sem þau tóku upp og má sjá hér að neðan. „Getum við þá bara farið út?“ spyr Brynja starfsmanninn þá, sem svarar játandi. „En þegar þið farið út verðið þið auðvitað að þvo ykkur um hendur. Því að þið gætuð verið með eitthvað af veiru á höndunum,“ segir starfsmaðurinn. Þetta fannst þeim heldur undarlegar upplýsingar. „Þessi kona var bara að bulla og bulla eitthvað í okkur. Við héldum þarna að það væri bara staðan í Danmörku að bólusettir sem greindust með smit þyrftu ekkert að vera í einangrun,“ segir Snorri. „Síðan fyrir algjöra tilviljun fáum við annað símtal, því Brynja er skráð með tvö símanúmer úti og það hafði eitthvað hliðrast til í kerfinu hjá þeim. Og við ákveðum þá að spyrja hinn starfsmanninn sem hringir í okkur nánar út í þetta – hvort þetta hafi verið rétt hjá þeirri sem hringdi fyrst. Og þá var það auðvitað bara alls ekki þannig. Hún skildi ekkert hvernig sú sem hringdi á undan hafi verið að fara með þessa vitleysu við okkur.“ Þau eru nú bæði í einangrun í íbúð sinni, Brynja með væg einkenni en Snorri alveg einkennalaus. „Ef við hefðum ekki fengið þetta seinna símtal sem kom fyrir slysni þá værum við bara á vappi um göturnar held ég,“ segir Snorri hlæjandi. Þau segja alla mun rólegri yfir faraldrinum úti en hér heima. Þar eru stórar tónlistarhátíðir á dagskránni á næstu dögum, barir opnir til tvö á næturnar og gríðarlega margir safnist saman á götum úti, til dæmis fyrir stóra íþróttaviðburði. Þar eru hraðprófin einnig mikið notuð og mikið um hraðprófsstöðvar á götum Kaupmannahafnar. Miklu vægari reglur um einangrun Mikill munur er á reglum um einangrun í Danmörku og á Íslandi, að minnsta kosti fyrir þá sem eru bólusettir. Þeir sem eru bólusettir og einkennalausir þurfa að vera í einangrun í sjö daga en hinir sem eru bólusettir og fá einkenni mega losna úr einangrun eftir að þeir hafa verið einkennalausir í 48 klukkustundir. Þannig gæti Brynja losnað fyrr úr einangrun en Snorri, þó að hún hafi fengið einkenni en ekki hann. „Það var allavega það sem þau sögðu okkur í seinna símtalinu, þegar allt sem hin sagði var leiðrétt. Þá sagði hún mér að ég ætti að hugsa þetta eins og með flensu – að ef ég væri komin með það lítil einkenni að ég gæti hugsað mér að mæta í vinnuna eins og eftir venjuleg veikindi, þá ætti ég að bíða í tvo sólarhringa í viðbót og gæti svo farið úr einangruninni,“ segir Brynja. Á Íslandi þurfa bólusettir að vera í einangrun í allavega tíu daga og hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti þrjá daga til að losna úr einangrun. Þetta gildir aðeins um þá sem urðu ekki mikið veikir, hinir sem eru bólusettir og verða mikið veikir verða að vera í einangrun í fjórtán daga eins og hinir óbólusettu. Hér á Íslandi er líka mun betra eftirlit með fólki í einangrun; það er reglulega hringt í þá sem eru smitaðir af læknum Covid-göngudeildarinnar og til að losna úr einangrun þarf viðkomandi að hafa verið útskrifaður úr henni með símtali frá lækni. „Það er ekkert svoleiðis hér. Hér var það bara þetta símtal, það er að segja seinna símtalið með réttum upplýsingum, og okkur var bara sagt að við yrðum að meta þetta sjálf með einkennin og svona. Við bara förum út einangrun þegar við teljum þetta eiga við okkur, það er enginn sem hringir í okkur og tékkar á okkur eða útskrifar okkur," segir Snorri.
Íslendingar erlendis Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira