Hefur komið til tals að veita bólusettum sérréttindi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 13:59 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Stefna sóttvarnayfirvalda er enn að halda bólusetningum áfram og vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis, sem bindur vonir við að sjá fram á eðlilegra líf þegar bólusetningaátaki stjórnvalda lýkur á næstu mánuðum. Til tals hefur komið að taka upp svo kallaða Covid-passa eða hraðpróf á fjölförnum stöðum. Hundrað og sex hið minnsta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og þar af voru sextíu og tveir utan sóttkvíar. Einn greindist við landamærin. Athygli vakti að í gær var haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að breytingar yrðu á stefnu sóttvarnayfirvalda í kórónuveirufaraldrinum, og að kórónuveirunni leyft að ganga áfram þar til hjarðónæmi næst. Þórólfur lýsti því í framhaldinu yfir að þarna hefði ákveðins misskilnings gætt. Hann er nú í sumarfríi en Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill hans, segir að stefnan sé áfram sú sama; að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins með bólusetningu. Gagnasöfnun í nýju yfirstandandi bylgju „Svo erum við að skoða núna að fara sem hraðast af stað með það að bólusetja til dæmis þá sem fengu bólusetningu fyrst, sem eru aldraðir á hjúkrunarheimilum. Þeir sem eru nógu sprækir til þess að óska eftir því að fá örvun á þessa bólusetningu verður boðið upp á hana núna mjög fljótlega,“ segir Kamilla. Að bólusetningaátaki stjórnvalda loknu muni fólk mögulega sjá fram á eðlilegra líf. „Mögulega. Við erum að safna saman gögnunum sem eru að koma inn núna útaf þessari bylgju, bæði hvað varðar áhættumatið hjá Covid-göngudeildinni fyrir einstaklinginn og hver var reyndin. Þeir sem þeir mátu í hárri áhættu, er einhver munur á því hvort þeir lentu á sjúkrahúsi eða ekki eftir því hvort þeir voru bólusettir eða ekki. Við búumst frekar við því að bólusetningin muni sannreyna sig áfram.“ Bólusettir geti verið mjög smitandi Til skoðunar hefur komið að veita bólusettum önnur réttindi í samfélaginu, svipað og í Frakklandi, sem og hraðpróf. „Þetta hefur komið til tals. Það má í rauninni færa rök fyrir því að þetta sé nú þegar til staðar að einhverju leyti varðandi landamærin, þó að það hafi svo sem ekki verið tilgangurinn með þessum landamæraaðgerðum að með einhver sérstök fríðindi fyrir þá sem eru bólusettir, heldur meira í rauninni horfast í augu við það að ef þú ert bólusettur þá eru minni líkur á að þú berir veiruna hingað. En það hefur náttúrlega sýnt sig að bólusettir eru greinilega að bera veiruna hingað og það er búið að staðfesta það að þeir sem veikjast eða smitast, sem eru bólusettir, geta verið mjög smitandi líka eins og þeir sem eru óbólusettir,“ segir Kamilla. „Þannig að það má alveg skoða þetta en það er ákveðið vandamál að ætla að gera sérstaklega eitthvað sem okkur finnst vera svona nánast almenn mannréttindi, að einhverjum fríðindum fyrir ákveðinn hóp. Það þyrfti þá allavega að skoða mjög vel að nota þá til dæmis hraðgreiningarpróf á móti þannig að ef þú ert ekki bólusettur að þá getirðu komist inn í sambærilegar aðstæður með einhverjum öðrum hætti, svo sem með því að vera með neikvætt hraðgreiningarpróf sem er gert samdægurs eða daginn áður eða eitthvað svoleiðis til þess að draga úr smithættu. Af því að það að vera bólusettur er ekki algjör fríun frá smithættu og ef þú ert smitaður þá geturðu smitað aðra.“ En það er eitthvað sem er raunverulega til skoðunar? „Það er ekki kerfisbundið til skoðunar, þetta hefur komið til tals og þetta er eitthvað sem einhverjir aðrir en við gætu viljað skoða betur og það er þá alveg réttmætt að skoða það. Við myndum bara gefa álit ef við erum beðin um það en þetta er ekki eitthvað sem við myndum endilega mæla með þar sem þetta hefur ákveðnar takmarkanir sem sóttvarnaráðstöfun. En það má alltaf skipta um skoðun eftir því sem við lærum að nota meira hraðgreiningapróf og fleira.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir „Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26 Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. 8. ágúst 2021 12:13 Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. 8. ágúst 2021 19:10 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Hundrað og sex hið minnsta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og þar af voru sextíu og tveir utan sóttkvíar. Einn greindist við landamærin. Athygli vakti að í gær var haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að breytingar yrðu á stefnu sóttvarnayfirvalda í kórónuveirufaraldrinum, og að kórónuveirunni leyft að ganga áfram þar til hjarðónæmi næst. Þórólfur lýsti því í framhaldinu yfir að þarna hefði ákveðins misskilnings gætt. Hann er nú í sumarfríi en Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill hans, segir að stefnan sé áfram sú sama; að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins með bólusetningu. Gagnasöfnun í nýju yfirstandandi bylgju „Svo erum við að skoða núna að fara sem hraðast af stað með það að bólusetja til dæmis þá sem fengu bólusetningu fyrst, sem eru aldraðir á hjúkrunarheimilum. Þeir sem eru nógu sprækir til þess að óska eftir því að fá örvun á þessa bólusetningu verður boðið upp á hana núna mjög fljótlega,“ segir Kamilla. Að bólusetningaátaki stjórnvalda loknu muni fólk mögulega sjá fram á eðlilegra líf. „Mögulega. Við erum að safna saman gögnunum sem eru að koma inn núna útaf þessari bylgju, bæði hvað varðar áhættumatið hjá Covid-göngudeildinni fyrir einstaklinginn og hver var reyndin. Þeir sem þeir mátu í hárri áhættu, er einhver munur á því hvort þeir lentu á sjúkrahúsi eða ekki eftir því hvort þeir voru bólusettir eða ekki. Við búumst frekar við því að bólusetningin muni sannreyna sig áfram.“ Bólusettir geti verið mjög smitandi Til skoðunar hefur komið að veita bólusettum önnur réttindi í samfélaginu, svipað og í Frakklandi, sem og hraðpróf. „Þetta hefur komið til tals. Það má í rauninni færa rök fyrir því að þetta sé nú þegar til staðar að einhverju leyti varðandi landamærin, þó að það hafi svo sem ekki verið tilgangurinn með þessum landamæraaðgerðum að með einhver sérstök fríðindi fyrir þá sem eru bólusettir, heldur meira í rauninni horfast í augu við það að ef þú ert bólusettur þá eru minni líkur á að þú berir veiruna hingað. En það hefur náttúrlega sýnt sig að bólusettir eru greinilega að bera veiruna hingað og það er búið að staðfesta það að þeir sem veikjast eða smitast, sem eru bólusettir, geta verið mjög smitandi líka eins og þeir sem eru óbólusettir,“ segir Kamilla. „Þannig að það má alveg skoða þetta en það er ákveðið vandamál að ætla að gera sérstaklega eitthvað sem okkur finnst vera svona nánast almenn mannréttindi, að einhverjum fríðindum fyrir ákveðinn hóp. Það þyrfti þá allavega að skoða mjög vel að nota þá til dæmis hraðgreiningarpróf á móti þannig að ef þú ert ekki bólusettur að þá getirðu komist inn í sambærilegar aðstæður með einhverjum öðrum hætti, svo sem með því að vera með neikvætt hraðgreiningarpróf sem er gert samdægurs eða daginn áður eða eitthvað svoleiðis til þess að draga úr smithættu. Af því að það að vera bólusettur er ekki algjör fríun frá smithættu og ef þú ert smitaður þá geturðu smitað aðra.“ En það er eitthvað sem er raunverulega til skoðunar? „Það er ekki kerfisbundið til skoðunar, þetta hefur komið til tals og þetta er eitthvað sem einhverjir aðrir en við gætu viljað skoða betur og það er þá alveg réttmætt að skoða það. Við myndum bara gefa álit ef við erum beðin um það en þetta er ekki eitthvað sem við myndum endilega mæla með þar sem þetta hefur ákveðnar takmarkanir sem sóttvarnaráðstöfun. En það má alltaf skipta um skoðun eftir því sem við lærum að nota meira hraðgreiningapróf og fleira.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir „Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26 Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. 8. ágúst 2021 12:13 Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. 8. ágúst 2021 19:10 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
„Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26
Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. 8. ágúst 2021 12:13
Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. 8. ágúst 2021 19:10