Sjávarútvegur í fjötrum Einar G. Harðarson skrifar 11. ágúst 2021 11:30 Fyrir aldamótin 1900 fóru Danir með einokun á verslun á Íslandi. Leiddi það til mikillar fátæktar og vesældar Íslendinga. Það að Danir hættu einokun með viðskipti á Íslandi er stærsta einstaka efnahagslega aðgerð sem gerð hefur verið á Íslandi. Landhelgisbaráttan og samningar við kröfuhafa eftir hrunið 2008 kemur sennilega þar á eftir. Upp úr aldamótunum hófu Íslendingar stofnun samvinnufélaga og má segja að þau hafi opnað fyrir þá gátt sem seinna gerði Ísland að því sem að er í dag. Aðgerðir af þessum toga þarf nú að endurtaka. Íslendingum á að vera umhugað um gildi þess að lög á Íslandi eigi sér lýðræðislegar rætur, þ.e. að löggjafinn svari til ábyrgðar gagnvart kjósendum og standist lýðræðislega skoðun þjóðarinnar. Alþingi getur einungis sett lög sem standast sameiginlegan sáttmála þjóðarinnar, stjórnarskrána. Telja má víst að fiskveiðistjórnarlög standist ekki lýðræðislega skoðun þjóðarinnar. Óvíst er að þau hafi nokkurn tíma staðist slíka skoðun eftir að framsalsréttur var samþykktur á kvóta. Krafa þjóðarinnar er skýr og afdráttarlaus í þessum efnum. Nú þarf að krefja Alþingi um að breyta eða afnema lög sem ekki standast skíran vilja eða lýðræðislegan sáttmála þjóðarinnar. Breyta verður því lögum um fiskveiðistjórnun og taka af allan vafa um hver fer með stjórn fiskveiða og þar með eign kvótans. Núverandi fyrirkomulag leiðir til þess að of stórt hlutfall hagnaðar lendir hjá of fáum fyrirtækjum frekar en eigendum auðlindarinnar, þ.e. almenningi. Hafa nú 10 fyrirtæki yfirráð yfir um 90% kvótans. Tillaga mín er sú að allur sjávarútvegskvóti landsins verði færður inn í sameignarfélag sem allir landsmenn með íslenskan ríkisborgararétt séu eigendur að og verði það við fæðingu eða við að öðlast ríkisborgararétt. Tillaga: Allur sjávarútvegskvóti Íslendinga skal færður til eignar samvinnufélags í eigu allra Íslendinga við stofnun þess. Aðferð, markmið og lög: 1. gr. Ráðstöfun af þessu tagi myndi standast stjórnarskrá og jafnframt 1. gr. fiskveiðistjórnarlaga. 2. gr. Hér væri ekki um þjóðnýtingu að ræða heldur endurskoðun á sambandi ríkisins sem milligönguaðila þjóðarinnar við lykil útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins.* 3. gr. Hlutverk þessa samvinnufélags væri að hámarka afrakstur og verðmæti sameiginlegrar auðlindar með hagsmuni allra landshluta og landsmanna að leiðarljósi. Bæri félaginu þó að gæta við verðlagningu aflaheimilda: a. Að útgerð sem samið væri við stæði undir kaupum á aflaheimildum og rekstri. b. Farið væri eftir við verðlagningu hvers konar veiðar væru stundaðar. Eru þær t.d. umhverfisvænar eða ekki. c. Heimilt væri að leigja aflaheimildir á t.d. 1 kr. á kg ef byggðarröskun vær í hættu. d. Allur afli væri vigtaður og með sama hætti. e. Þung viðurlög væru við rangri vigtun við löndun afla. f. Brottkast allra fiskitegunda væri bannað. g. Sérstakt verð væri reiknað á smáfisk og tegundir sem ekki eru ábatasamar, jafnvel væri leigt gjaldfrjálst en gegn því að öllum afla væri skilað í land. h. Tryggð verði nýliðun í greininni. 4. gr. Samvinnufélagið væri samningsaðili við útgerðarfyrirtæki. Félagið væri því samningsaðili á milli þeirra sem vildu kaupa og selja aflakvóta á markaði á meðan hann er ekki fyrndur. Þetta samvinnufélag myndi gera sérstaka samninga við núverandi útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki um kaup á þjónustu sem væru veiðar og vinnsla á ákveðnum aflahluta. Undantekningar giltu í sérstökum tilvikum, t.d. fyrir útgerð eða fiskvinnslu samkvæmt 3.gr. 5. gr. Þeir sem hafa kvóta nú til ráðstöfunar vegna úthlutunar hafi hann áfram til notkunar en skili inn 4-5% af kvótanum inn til félagsins varanlega á hverju ári, þar til öllu hefur verið skilað til þess. Útgerð sem skilar inn aflaheimildum skal hafa forleigurétt á þeim næstu 10 árin. 6. gr. Farið væri eftir tillögum fiskistofu um veiðanlegt magn árlega af hverri fiskitegund eins og gert er í núverandi kvótakerfi. 7. gr. Allur afli hverrar tegundar sem er skal vigtaður við löndun og allur afli sem veiddur er við Ísland skal vigtaður með sama hætti á samþykktri vog á vegum „Fiskistofu“. 8. gr. Aðskilja skal veiðar og vinnslu. Þannig að fiskur seljist á markaðsverði til vinnslu. 9. gr. Hlutverk sjávarútvegsráðuneytisins skal vera að leggja fram frumvarp um stofnun samvinnufélagsins sem innihéldi t.d. ákvæði um markmið, stjórn og starfsreglur. 10. gr. Alþingi skal samþykkja lög sem færi allar veiðiheimildir innan lögsögu Íslands til samvinnufélags sem væri sameign íslensku þjóðarinnar. Með þessari lagabreytingu væri skerpt á eignarrétti þjóðarinnar á þessari mikilvægustu auðlind sinni. 11. gr. Fyrirtæki þyrftu að ganga til samninga um aflaheimildirnar við samvinnufélagið sem myndi meta þær á grundvelli ýmissa sjónarmiða eins og kveðið væri á um í starfsreglum þess (sjá 3. gr.). Þessi fyrirtæki væru því í raun undirverktakar þessa samvinnufélags í eigu allrar þjóðarinnar. 12. gr. Þegar kvóti er ekki til staðar sem veð fyrir lánum til endurnýjunar skipa og vinnslu gæti orðið erfiðara fyrir útgerðir og vinnslu að fjármagna slíka fjárfestingu og þyrfti samvinnufélag þá hugsanlega að baktryggja slík lán að vel athuguðu máli. 13. gr. Stjórn samvinnufélagsins þyrfti að vera ópólitísk og skipuð einstaklingum sem nytu óskoraðs trausts almennings vegna þekkingar, menntunar og persónulegra verðleika sinna. 14. gr. Stjórn samvinnufélagsins skal skila árlegri skýrslu um störf sín sem sjávarútvegsráðherra legði fram á Alþingi. 15. gr. Mikilvægasta hlutverk samvinnufélagsins væri að gera formlega samninga við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins og sveitarfélög. 16. gr. Allir samningar sem gerðir verða skulu vera trúnaðarmál útgerðar og stjórnar samvinnufélags. Alþingismenn hafi þó aðgang að þessum samningum. Rökstuðningur. Fyrningarreglur gilda um nær allar veraldlegar eignir sem eru bókfærðar en nær ekki til kvóta og landareignar. Eru úthlutunarreglur því þannig í dag að 100 tonna sjávarútvegskvóti verður 100 tonna sjávarútvegskvóti eftir 10 ár sem er nánast eins og að eiga land sem 1.gr fiskveiðistjórnarlaganna tekur algerlega fyrir. Fyrningar lög eru með 10, 20 og 40 ára fyrningarreglur. Ef, sem færa má rök fyrir, fyrning sjávarfangs er 40 ár þá er að styttast í að þeim tímamörkum sé náð. Hvert árið gerir málið langsóttara og erfiðara að minnsta kosti. Rjúfa þarf því fyrningar með aðgerðum ríkisstjórnar fyrir 40 ára tímamarkið. Þó megi fullyrða að kvóti hafi ekki verið keyptur af réttum eiganda þá má vísa til tómlætis rétts eiganda að aðhafast lítið í svo langan tíma. Öll rök verða notuð og hafa verið notuð til að komast hjá að ræða sjávarútvegsmál, hvað þá að ganga til samninga. Eitt af tvennu gerist í framhaldi af slíkri stífni. Útgerðin nær kvótanum að fullu. Kvótinn verður tekinn af útgerðinni með einu pennastriki án samninga eða bóta. Útgerðarfyrirtæki beita orðið óhefðbundnum aðferðum við að halda yfirráðum yfir kvótanum með áróðri, undirróðri og greftri undan persónum sem eru ekki fylgjendur þeirra að máli og má því búast við að óhefðbundnum aðferðum verði beitt á móti. Hvort tveggja er slæmt fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ef Íslendingar ætla ekki að halda yfirráðum yfir sjávarútvegsauðlindinni væri það alger þversögn eftir þorskastríðin. Kvótaeigendur tefla fram þeirri röksemd að ekki sé hægt að taka kvóta til baka þar eð greitt hefur verið fyrir hann og 95% kvóta hafi skipt um eigendur. Ef málið er skoðað betur kæmi í ljós: Að eignaheimildir á kvóta hafi að mestu skipt um eigendur með samlegð fyrirtækja þar sem stofnuð er ný kennitala og allar eigur ásamt kvóta eru færðar í annað félag (sameining félaga). Að sjávarútvegskvóti hefur verið keyptur fyrir lánsfé hjá fjármálastofnunum. Arðsemi kvótans hefur síðan verið notuð til að greiða niður lán og vexti og mismunur greiddur í arð. Þannig hafi bankar og kvótahafar hagnast en þjóðin borgað. Slæm umgengni hefur verið um fiskinn og veiðiheimildir sem gert hefur það að verkum að þjóðin hefur andstyggð á aðferðum sem notaðar hafa verið við veiðar, vigtun og meðferð afla. Borgararnir hafa hins vegar ekki risið upp gegn þeirri meðferð vegna hagsmuna sjávarplássa og byggðarlaga um að fá sem mestan afla að landi í sitt þorp og til að vernda þar störf. Ekki er jafnt gefið þegar kemur að útgerð sem á kvóta, skip, vinnslu og sölukerfi. Allt önnur verðviðmiðun er við skiptingu hlutar úr afla og allir möguleikar á hagræðingu eru aðrir hjá stórum útgerðum en smáum. Þar er nánast ekki um sama atvinnuveg að ræða frá hagnaðar og hagræðingar sjónarmiðum séð. Tillögurnar hér að ofan taka tillit til rekstrar og arðsemi útgerðar og kollsteypa því ekki rekstarumhverfi sjávarútvegsins sem þarf að vera rekinn með hagnaði. Það er því nauðsynlegt þjóðhagslega að taka í taumana núna strax. Allflestir sjá hvert stefnir í þessum málaflokki. Að öðrum kosti stöndum við frammi fyrir því að allur kvóti fiskimiða Íslands verði í höndum 10 fyrirtækja. Gera menn sér grein fyrir hvað það þýðir. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Sjávarútvegur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir aldamótin 1900 fóru Danir með einokun á verslun á Íslandi. Leiddi það til mikillar fátæktar og vesældar Íslendinga. Það að Danir hættu einokun með viðskipti á Íslandi er stærsta einstaka efnahagslega aðgerð sem gerð hefur verið á Íslandi. Landhelgisbaráttan og samningar við kröfuhafa eftir hrunið 2008 kemur sennilega þar á eftir. Upp úr aldamótunum hófu Íslendingar stofnun samvinnufélaga og má segja að þau hafi opnað fyrir þá gátt sem seinna gerði Ísland að því sem að er í dag. Aðgerðir af þessum toga þarf nú að endurtaka. Íslendingum á að vera umhugað um gildi þess að lög á Íslandi eigi sér lýðræðislegar rætur, þ.e. að löggjafinn svari til ábyrgðar gagnvart kjósendum og standist lýðræðislega skoðun þjóðarinnar. Alþingi getur einungis sett lög sem standast sameiginlegan sáttmála þjóðarinnar, stjórnarskrána. Telja má víst að fiskveiðistjórnarlög standist ekki lýðræðislega skoðun þjóðarinnar. Óvíst er að þau hafi nokkurn tíma staðist slíka skoðun eftir að framsalsréttur var samþykktur á kvóta. Krafa þjóðarinnar er skýr og afdráttarlaus í þessum efnum. Nú þarf að krefja Alþingi um að breyta eða afnema lög sem ekki standast skíran vilja eða lýðræðislegan sáttmála þjóðarinnar. Breyta verður því lögum um fiskveiðistjórnun og taka af allan vafa um hver fer með stjórn fiskveiða og þar með eign kvótans. Núverandi fyrirkomulag leiðir til þess að of stórt hlutfall hagnaðar lendir hjá of fáum fyrirtækjum frekar en eigendum auðlindarinnar, þ.e. almenningi. Hafa nú 10 fyrirtæki yfirráð yfir um 90% kvótans. Tillaga mín er sú að allur sjávarútvegskvóti landsins verði færður inn í sameignarfélag sem allir landsmenn með íslenskan ríkisborgararétt séu eigendur að og verði það við fæðingu eða við að öðlast ríkisborgararétt. Tillaga: Allur sjávarútvegskvóti Íslendinga skal færður til eignar samvinnufélags í eigu allra Íslendinga við stofnun þess. Aðferð, markmið og lög: 1. gr. Ráðstöfun af þessu tagi myndi standast stjórnarskrá og jafnframt 1. gr. fiskveiðistjórnarlaga. 2. gr. Hér væri ekki um þjóðnýtingu að ræða heldur endurskoðun á sambandi ríkisins sem milligönguaðila þjóðarinnar við lykil útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins.* 3. gr. Hlutverk þessa samvinnufélags væri að hámarka afrakstur og verðmæti sameiginlegrar auðlindar með hagsmuni allra landshluta og landsmanna að leiðarljósi. Bæri félaginu þó að gæta við verðlagningu aflaheimilda: a. Að útgerð sem samið væri við stæði undir kaupum á aflaheimildum og rekstri. b. Farið væri eftir við verðlagningu hvers konar veiðar væru stundaðar. Eru þær t.d. umhverfisvænar eða ekki. c. Heimilt væri að leigja aflaheimildir á t.d. 1 kr. á kg ef byggðarröskun vær í hættu. d. Allur afli væri vigtaður og með sama hætti. e. Þung viðurlög væru við rangri vigtun við löndun afla. f. Brottkast allra fiskitegunda væri bannað. g. Sérstakt verð væri reiknað á smáfisk og tegundir sem ekki eru ábatasamar, jafnvel væri leigt gjaldfrjálst en gegn því að öllum afla væri skilað í land. h. Tryggð verði nýliðun í greininni. 4. gr. Samvinnufélagið væri samningsaðili við útgerðarfyrirtæki. Félagið væri því samningsaðili á milli þeirra sem vildu kaupa og selja aflakvóta á markaði á meðan hann er ekki fyrndur. Þetta samvinnufélag myndi gera sérstaka samninga við núverandi útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki um kaup á þjónustu sem væru veiðar og vinnsla á ákveðnum aflahluta. Undantekningar giltu í sérstökum tilvikum, t.d. fyrir útgerð eða fiskvinnslu samkvæmt 3.gr. 5. gr. Þeir sem hafa kvóta nú til ráðstöfunar vegna úthlutunar hafi hann áfram til notkunar en skili inn 4-5% af kvótanum inn til félagsins varanlega á hverju ári, þar til öllu hefur verið skilað til þess. Útgerð sem skilar inn aflaheimildum skal hafa forleigurétt á þeim næstu 10 árin. 6. gr. Farið væri eftir tillögum fiskistofu um veiðanlegt magn árlega af hverri fiskitegund eins og gert er í núverandi kvótakerfi. 7. gr. Allur afli hverrar tegundar sem er skal vigtaður við löndun og allur afli sem veiddur er við Ísland skal vigtaður með sama hætti á samþykktri vog á vegum „Fiskistofu“. 8. gr. Aðskilja skal veiðar og vinnslu. Þannig að fiskur seljist á markaðsverði til vinnslu. 9. gr. Hlutverk sjávarútvegsráðuneytisins skal vera að leggja fram frumvarp um stofnun samvinnufélagsins sem innihéldi t.d. ákvæði um markmið, stjórn og starfsreglur. 10. gr. Alþingi skal samþykkja lög sem færi allar veiðiheimildir innan lögsögu Íslands til samvinnufélags sem væri sameign íslensku þjóðarinnar. Með þessari lagabreytingu væri skerpt á eignarrétti þjóðarinnar á þessari mikilvægustu auðlind sinni. 11. gr. Fyrirtæki þyrftu að ganga til samninga um aflaheimildirnar við samvinnufélagið sem myndi meta þær á grundvelli ýmissa sjónarmiða eins og kveðið væri á um í starfsreglum þess (sjá 3. gr.). Þessi fyrirtæki væru því í raun undirverktakar þessa samvinnufélags í eigu allrar þjóðarinnar. 12. gr. Þegar kvóti er ekki til staðar sem veð fyrir lánum til endurnýjunar skipa og vinnslu gæti orðið erfiðara fyrir útgerðir og vinnslu að fjármagna slíka fjárfestingu og þyrfti samvinnufélag þá hugsanlega að baktryggja slík lán að vel athuguðu máli. 13. gr. Stjórn samvinnufélagsins þyrfti að vera ópólitísk og skipuð einstaklingum sem nytu óskoraðs trausts almennings vegna þekkingar, menntunar og persónulegra verðleika sinna. 14. gr. Stjórn samvinnufélagsins skal skila árlegri skýrslu um störf sín sem sjávarútvegsráðherra legði fram á Alþingi. 15. gr. Mikilvægasta hlutverk samvinnufélagsins væri að gera formlega samninga við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins og sveitarfélög. 16. gr. Allir samningar sem gerðir verða skulu vera trúnaðarmál útgerðar og stjórnar samvinnufélags. Alþingismenn hafi þó aðgang að þessum samningum. Rökstuðningur. Fyrningarreglur gilda um nær allar veraldlegar eignir sem eru bókfærðar en nær ekki til kvóta og landareignar. Eru úthlutunarreglur því þannig í dag að 100 tonna sjávarútvegskvóti verður 100 tonna sjávarútvegskvóti eftir 10 ár sem er nánast eins og að eiga land sem 1.gr fiskveiðistjórnarlaganna tekur algerlega fyrir. Fyrningar lög eru með 10, 20 og 40 ára fyrningarreglur. Ef, sem færa má rök fyrir, fyrning sjávarfangs er 40 ár þá er að styttast í að þeim tímamörkum sé náð. Hvert árið gerir málið langsóttara og erfiðara að minnsta kosti. Rjúfa þarf því fyrningar með aðgerðum ríkisstjórnar fyrir 40 ára tímamarkið. Þó megi fullyrða að kvóti hafi ekki verið keyptur af réttum eiganda þá má vísa til tómlætis rétts eiganda að aðhafast lítið í svo langan tíma. Öll rök verða notuð og hafa verið notuð til að komast hjá að ræða sjávarútvegsmál, hvað þá að ganga til samninga. Eitt af tvennu gerist í framhaldi af slíkri stífni. Útgerðin nær kvótanum að fullu. Kvótinn verður tekinn af útgerðinni með einu pennastriki án samninga eða bóta. Útgerðarfyrirtæki beita orðið óhefðbundnum aðferðum við að halda yfirráðum yfir kvótanum með áróðri, undirróðri og greftri undan persónum sem eru ekki fylgjendur þeirra að máli og má því búast við að óhefðbundnum aðferðum verði beitt á móti. Hvort tveggja er slæmt fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ef Íslendingar ætla ekki að halda yfirráðum yfir sjávarútvegsauðlindinni væri það alger þversögn eftir þorskastríðin. Kvótaeigendur tefla fram þeirri röksemd að ekki sé hægt að taka kvóta til baka þar eð greitt hefur verið fyrir hann og 95% kvóta hafi skipt um eigendur. Ef málið er skoðað betur kæmi í ljós: Að eignaheimildir á kvóta hafi að mestu skipt um eigendur með samlegð fyrirtækja þar sem stofnuð er ný kennitala og allar eigur ásamt kvóta eru færðar í annað félag (sameining félaga). Að sjávarútvegskvóti hefur verið keyptur fyrir lánsfé hjá fjármálastofnunum. Arðsemi kvótans hefur síðan verið notuð til að greiða niður lán og vexti og mismunur greiddur í arð. Þannig hafi bankar og kvótahafar hagnast en þjóðin borgað. Slæm umgengni hefur verið um fiskinn og veiðiheimildir sem gert hefur það að verkum að þjóðin hefur andstyggð á aðferðum sem notaðar hafa verið við veiðar, vigtun og meðferð afla. Borgararnir hafa hins vegar ekki risið upp gegn þeirri meðferð vegna hagsmuna sjávarplássa og byggðarlaga um að fá sem mestan afla að landi í sitt þorp og til að vernda þar störf. Ekki er jafnt gefið þegar kemur að útgerð sem á kvóta, skip, vinnslu og sölukerfi. Allt önnur verðviðmiðun er við skiptingu hlutar úr afla og allir möguleikar á hagræðingu eru aðrir hjá stórum útgerðum en smáum. Þar er nánast ekki um sama atvinnuveg að ræða frá hagnaðar og hagræðingar sjónarmiðum séð. Tillögurnar hér að ofan taka tillit til rekstrar og arðsemi útgerðar og kollsteypa því ekki rekstarumhverfi sjávarútvegsins sem þarf að vera rekinn með hagnaði. Það er því nauðsynlegt þjóðhagslega að taka í taumana núna strax. Allflestir sjá hvert stefnir í þessum málaflokki. Að öðrum kosti stöndum við frammi fyrir því að allur kvóti fiskimiða Íslands verði í höndum 10 fyrirtækja. Gera menn sér grein fyrir hvað það þýðir. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar