Missti af mikilvægum botnslag því hann var í brúðkaupi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 16:46 Guðmundur Steinn í leik gegn Fylki á síðustu leiktíð. Hann er í dag leikmaður Fylkis. Vísir/Daníel Þór Guðmundur Steinn Hafsteinsson var hvergi sjáanlegur er Fylkir heimsótti Keflavík í botnbaráttuslag í Pepsi Max deild karla. Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í fjarveru sóknarmannsins og sagði það vera „vegna persónulegra ástæðna.“ Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var hins vegar fullyrt að Guðmundur Steinn hefði verið í brúðkaupi og ekki komist í leikinn. Ekki sínu eigin brúðkaupi þó, heldur hjá vini sínum. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi, var á því að þetta væri heldur skrítið enda Fylkir í bullandi fallbaráttu en Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands og fyrrum liðsfélagi Guðmundar var ekki á sama máli. Guðmundur Steinn Hafsteinsson var í brúðkaupi frekar en að hjálpa Fylki. Árbærinn logar en fyrrum leikmaður liðsins kemur honum til varnar.Hvar er Hannes? Í vinnunni.Ítarlegt Fantasy Spjall við Tedda Ponzu besta spilara landsins.https://t.co/mNdbNFcObd— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) August 10, 2021 „Ég átti gott samtal við Árbæinn. Þar eru menn ekki hrifnir. Það er keyptur framherji til félagsins, Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Svo ætla ég að leyfa mér að segja að það sé níu stiga leikur við Keflavík. Menn fara að velta því fyrir sér hvar hann er, þá er hann staddur í brúðkaupi,“ sagði Hjörvar undrandi. „Hann samdi bara svona. Árbæingar þurfa þá að takast á við það,“ svaraði Arnar Sveinn. Hann benti svo á það að Guðmundur Steinn hafi ekki stefnt á að spila hér á landi í sumar og þetta hafi komið óvænt upp í hendurnar á honum. Leik Fylkis og Keflavíkur lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir að Fylkir er í dag í 10. sæti deildarinnar með 16 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Keflavík er í 8. sæti með 17 stig og á leik til góða. Hér að neðan má sjá umræðu Stúkunnar að leik loknum um fjarveru Guðmundar og hvað hann kemur með að borðinu fyrir Fylki. Klippa: Stúkan: Umræða um Guðmund Stein Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var hins vegar fullyrt að Guðmundur Steinn hefði verið í brúðkaupi og ekki komist í leikinn. Ekki sínu eigin brúðkaupi þó, heldur hjá vini sínum. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi, var á því að þetta væri heldur skrítið enda Fylkir í bullandi fallbaráttu en Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands og fyrrum liðsfélagi Guðmundar var ekki á sama máli. Guðmundur Steinn Hafsteinsson var í brúðkaupi frekar en að hjálpa Fylki. Árbærinn logar en fyrrum leikmaður liðsins kemur honum til varnar.Hvar er Hannes? Í vinnunni.Ítarlegt Fantasy Spjall við Tedda Ponzu besta spilara landsins.https://t.co/mNdbNFcObd— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) August 10, 2021 „Ég átti gott samtal við Árbæinn. Þar eru menn ekki hrifnir. Það er keyptur framherji til félagsins, Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Svo ætla ég að leyfa mér að segja að það sé níu stiga leikur við Keflavík. Menn fara að velta því fyrir sér hvar hann er, þá er hann staddur í brúðkaupi,“ sagði Hjörvar undrandi. „Hann samdi bara svona. Árbæingar þurfa þá að takast á við það,“ svaraði Arnar Sveinn. Hann benti svo á það að Guðmundur Steinn hafi ekki stefnt á að spila hér á landi í sumar og þetta hafi komið óvænt upp í hendurnar á honum. Leik Fylkis og Keflavíkur lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir að Fylkir er í dag í 10. sæti deildarinnar með 16 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Keflavík er í 8. sæti með 17 stig og á leik til góða. Hér að neðan má sjá umræðu Stúkunnar að leik loknum um fjarveru Guðmundar og hvað hann kemur með að borðinu fyrir Fylki. Klippa: Stúkan: Umræða um Guðmund Stein Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira