Haft var eftir Luke Pollard, þingmanni svæðisins, í gærkvöldi að einn hinna föllnu hafi verið barn undir tíu ára aldri.
Lögregla telur engan annan en byssumanninn tengjast árásinni.
Vitni sem býr í nágrenni árásarinnar segist hafa heyrt hróp og köll og síðan skotkvelli. Árásarmaðurinn hafi sparkað upp hurð á húsi og farið inn og byrjað að skjóta. Skömmu síðar hafi hann komið út og haldið áfram að skjóta í allar áttir þar sem hann hljóp niður götuna.
Lögregla skorar á alla þá sem kunni að hafa tekið myndir af árásinni að birta þær ekki á samfélagsmiðlum.