Fann konuna sem borgaði leigubílinn og sá til þess að hann gat unnið ÓL-gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 10:31 Hansle Parchment með gullverðlaunin sem hann vann í 110 metra grindarhlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó. AP/Martin Meissner Ólympíumeistarinn Hansle Parchment frá Jamaíku lenti í miklum hrakförum á leið sinni á keppnisstaðinn á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum og hann var mjög þakklátur konunni sem bjargaði honum fyrir horn. Það verða oft til mjög sérstakar sögur af leið íþróttafólks að Ólympíugullinu en það eru ekki margar þeirra sem hefjast rétt fyrir keppni. Svo var hins vegar raunin hjá Parchment sem varð Ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi. Jamaican hurdler Hansle Parchment thanked a Tokyo #Olympics volunteer after she gave him money for a taxi when he got lost on the way to his event.He ended up winning gold. Jamaica's government has now invited the volunteer Trijana Stojkovic for an "official" visit. pic.twitter.com/uXdmneY93v— AJ+ (@ajplus) August 12, 2021 Japönsk kona bauðst til að borga fyrir hann leigubíl á keppnisstaðinn og Parchment náði þangað í tíma fyrir undanúrslitahlaupið. Instagram Parchment hafði tekið vitlausa rútu frá Ólympíuþorpinu og í stað þess að enda á frjálsíþróttaleikvanginum þá var hann allt í einu kominn þangað sem keppt var í róðri. Það voru því góð ráð dýr en einn af sjálfboðaliðunum á leikunum kom honum til bjargar. Umrædd kona var tilbúinn að borga fyrir hann leigubíl og Parchment komst það snemma á staðinn að hann gat hitað vel upp og komið sér í gírinn til að tryggja sig inn í úrslitahlaupið. Parchment var síðan frábær í úrslitahlaupinu þar sem hann kom fyrstur í mark á 13,04 sekúndum sem var hans besti tími á árinu. Hann hafði verið annar í sínum riðli í undanúrslitahlaupinu en gerði þá nóg til að komast áfram. Instagram Parchment gleymdi ekki greiðanum og leitaði uppi konuna eftir keppnina. Hann fann hana, borgaði henni aftur peninginn og gaf henni einnig jamaíska keppnistreyju. Konan fékk líka handleika gullverðlaunin sem hún átti í raun þátt í að vinna því ef Parchment hefði ekki komist í undanúrslitahlaupið þá hefði hann ekki unnið nein verðlaun á leikunum. Parchment myndaði það þegar hann leitaði upp konuna sem bjargaði henni. „Þú varst lykillinn að því að ég komst í úrslitahlaupið þennan dag,“ sagði Hansle Parchment við konuna sem heitir Trijana. Hún er líka metin á Jamaíka því ferðamálaráðherra landsins hefur boðið henni í fría ferð til Jamaíka. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira
Það verða oft til mjög sérstakar sögur af leið íþróttafólks að Ólympíugullinu en það eru ekki margar þeirra sem hefjast rétt fyrir keppni. Svo var hins vegar raunin hjá Parchment sem varð Ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi. Jamaican hurdler Hansle Parchment thanked a Tokyo #Olympics volunteer after she gave him money for a taxi when he got lost on the way to his event.He ended up winning gold. Jamaica's government has now invited the volunteer Trijana Stojkovic for an "official" visit. pic.twitter.com/uXdmneY93v— AJ+ (@ajplus) August 12, 2021 Japönsk kona bauðst til að borga fyrir hann leigubíl á keppnisstaðinn og Parchment náði þangað í tíma fyrir undanúrslitahlaupið. Instagram Parchment hafði tekið vitlausa rútu frá Ólympíuþorpinu og í stað þess að enda á frjálsíþróttaleikvanginum þá var hann allt í einu kominn þangað sem keppt var í róðri. Það voru því góð ráð dýr en einn af sjálfboðaliðunum á leikunum kom honum til bjargar. Umrædd kona var tilbúinn að borga fyrir hann leigubíl og Parchment komst það snemma á staðinn að hann gat hitað vel upp og komið sér í gírinn til að tryggja sig inn í úrslitahlaupið. Parchment var síðan frábær í úrslitahlaupinu þar sem hann kom fyrstur í mark á 13,04 sekúndum sem var hans besti tími á árinu. Hann hafði verið annar í sínum riðli í undanúrslitahlaupinu en gerði þá nóg til að komast áfram. Instagram Parchment gleymdi ekki greiðanum og leitaði uppi konuna eftir keppnina. Hann fann hana, borgaði henni aftur peninginn og gaf henni einnig jamaíska keppnistreyju. Konan fékk líka handleika gullverðlaunin sem hún átti í raun þátt í að vinna því ef Parchment hefði ekki komist í undanúrslitahlaupið þá hefði hann ekki unnið nein verðlaun á leikunum. Parchment myndaði það þegar hann leitaði upp konuna sem bjargaði henni. „Þú varst lykillinn að því að ég komst í úrslitahlaupið þennan dag,“ sagði Hansle Parchment við konuna sem heitir Trijana. Hún er líka metin á Jamaíka því ferðamálaráðherra landsins hefur boðið henni í fría ferð til Jamaíka.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira