Delta er ekki jafn smitandi og hlaupabóla en mun skæðari en fyrsta afbrigðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2021 07:01 Vísir/NPR Delta-afbrigði kórónuveirunnar SARS-CoV-2 er ekki jafn smitandi og hlaupabóla en mun meira smitandi en það afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst kom fram í Wuhan í desember árið 2019. Þetta segir Tom Wenseleers líffræðingur og líftölfræðingur við University of Leuven í Belgíu. Það vakti nokkra athygli þegar þess var getið í skýrslu sem lak frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) að delta væri jafn smitandi og hlaupabóla en Wenseleers segir að um misskilning hafi verið að ræða. Delta-afbrigðið sé engu að síður mjög smitandi en svokallaður R-stuðull afbrigðisins sé á bilinu sex til sjö, á meðan R-stuðull upphaflega afbrigðis kórónuveirunnar var þrír. R-ið stendur fyrir „reproduction number“ en talan lýsir þeim meðalfjölda sem einstaklingur með tiltekinn smitsjúkdóm smitar út frá sér þegar allt samfélagið er útsett. Þetta þýðir að einstaklingur sem smitaðist af fyrsta afbrigði kórónuveirunnar smitaði að meðaltali þrjá, sem smituðu þrjá, sem aftur smituðu þrjá. Þannig hefðu smitin í þessu dæmi, án samfélagslegra sóttvarnaaðgerða, orðið 27 á skömmum tíma. Samkvæmt sömu útreikningum hefðu 343 á sama tíma ef um delta-afbrigðið væri að ræða. Örlítil breyting á smitstuðlinum getur því haft töluverð áhrif til góðs eða ills. Bólusetning hjálpar, segir Wenseleers, en bólusettir geta smitast og sömuleiðis smitað aðra. Hann segir allar líkur á því að þeir sem ekki þiggja bólusetningu smitist af veirunni á næstu mánuðum. Það var NPR sem ræddi við Wenseleers. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Þetta segir Tom Wenseleers líffræðingur og líftölfræðingur við University of Leuven í Belgíu. Það vakti nokkra athygli þegar þess var getið í skýrslu sem lak frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) að delta væri jafn smitandi og hlaupabóla en Wenseleers segir að um misskilning hafi verið að ræða. Delta-afbrigðið sé engu að síður mjög smitandi en svokallaður R-stuðull afbrigðisins sé á bilinu sex til sjö, á meðan R-stuðull upphaflega afbrigðis kórónuveirunnar var þrír. R-ið stendur fyrir „reproduction number“ en talan lýsir þeim meðalfjölda sem einstaklingur með tiltekinn smitsjúkdóm smitar út frá sér þegar allt samfélagið er útsett. Þetta þýðir að einstaklingur sem smitaðist af fyrsta afbrigði kórónuveirunnar smitaði að meðaltali þrjá, sem smituðu þrjá, sem aftur smituðu þrjá. Þannig hefðu smitin í þessu dæmi, án samfélagslegra sóttvarnaaðgerða, orðið 27 á skömmum tíma. Samkvæmt sömu útreikningum hefðu 343 á sama tíma ef um delta-afbrigðið væri að ræða. Örlítil breyting á smitstuðlinum getur því haft töluverð áhrif til góðs eða ills. Bólusetning hjálpar, segir Wenseleers, en bólusettir geta smitast og sömuleiðis smitað aðra. Hann segir allar líkur á því að þeir sem ekki þiggja bólusetningu smitist af veirunni á næstu mánuðum. Það var NPR sem ræddi við Wenseleers.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira