Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2021 14:15 Roberto Firmino og Fabinho gætu misst af stórleikjum með Liverpool vegna sóttvarnareglna í Englandi. Vísir/Getty Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. Daily Mail greinir frá málinu og segir að það sé til komið þar sem FIFA breytti reglum sínum um að lið gætu meinað leikmönnum að fara í landsliðverkefni ef þeir sæju fram á að þurfa að vera í sóttkví þegar þeir sneru aftur til Englands. Landslið frá Suður-Ameríku munu leika þrjá landsleiki í landsleikjahléunum í september og október en leikjaglugginn var lengdur til að koma fyrir aukaleik sem var frestað vegna svipaðrar stöðu í mars síðastliðnum. Jurgen Klopp þjálfari Liverpool sagði þá að hann myndi ekki hleypa leikmönnunum í landsliðsverkefni. Roberto Firmino skoraði gegn Norwich í gær.Vísir/Getty Brasilía hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina í september en auk tríósins frá Liverpool eru leikmenn í hópnum frá öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Fred leikmaður Manchester United, Rapinha leikmaður Leeds, Thiago Silva frá Chelsea, Richarlison leikmaður Everton og þeir Ederson og Gabriel Jesus leikmenn Manchester City. Í fyrri landsleikjahléum á þessu ári setti FIFA tímabundnar reglur um að lið gætu neitað landsliðum um leikmenn ef þeir þyrftu að fara í fimm daga eða lengri sóttkví við heimkomu. Talsmaður FIFA hefur staðfest að þessi regla verði ekki lengur í gildi. Þar sem Brasilía og Argentína eru á rauðum lista yfir þjóðir vegna heimsfaraldursins þurfa leikmenn sem ferðast til þessara landa að fara í 10 daga sóttkví þegar þeir snúa aftur til Englands. FIFA á í viðræðum við knattspyrnusambönd í Evrópu en ef þessar reglur verða ennþá í gildi í október eiga Firmino, Alisson og Fabinho á hættu að missa af stórleik Liverpool gegn Manchester United þar sem sóttkví þeirra lyki degi áður en flautað verður til leiks. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 14. ágúst 2021 18:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Daily Mail greinir frá málinu og segir að það sé til komið þar sem FIFA breytti reglum sínum um að lið gætu meinað leikmönnum að fara í landsliðverkefni ef þeir sæju fram á að þurfa að vera í sóttkví þegar þeir sneru aftur til Englands. Landslið frá Suður-Ameríku munu leika þrjá landsleiki í landsleikjahléunum í september og október en leikjaglugginn var lengdur til að koma fyrir aukaleik sem var frestað vegna svipaðrar stöðu í mars síðastliðnum. Jurgen Klopp þjálfari Liverpool sagði þá að hann myndi ekki hleypa leikmönnunum í landsliðsverkefni. Roberto Firmino skoraði gegn Norwich í gær.Vísir/Getty Brasilía hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina í september en auk tríósins frá Liverpool eru leikmenn í hópnum frá öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Fred leikmaður Manchester United, Rapinha leikmaður Leeds, Thiago Silva frá Chelsea, Richarlison leikmaður Everton og þeir Ederson og Gabriel Jesus leikmenn Manchester City. Í fyrri landsleikjahléum á þessu ári setti FIFA tímabundnar reglur um að lið gætu neitað landsliðum um leikmenn ef þeir þyrftu að fara í fimm daga eða lengri sóttkví við heimkomu. Talsmaður FIFA hefur staðfest að þessi regla verði ekki lengur í gildi. Þar sem Brasilía og Argentína eru á rauðum lista yfir þjóðir vegna heimsfaraldursins þurfa leikmenn sem ferðast til þessara landa að fara í 10 daga sóttkví þegar þeir snúa aftur til Englands. FIFA á í viðræðum við knattspyrnusambönd í Evrópu en ef þessar reglur verða ennþá í gildi í október eiga Firmino, Alisson og Fabinho á hættu að missa af stórleik Liverpool gegn Manchester United þar sem sóttkví þeirra lyki degi áður en flautað verður til leiks.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 14. ágúst 2021 18:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 14. ágúst 2021 18:30