Minnst 1.297 eru látin á Haítí Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2021 23:31 Íbúar Les Cayes leita eigna sinna í rústunum. (AP Photo/Joseph Odelyn Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. Að sögn Jerry Chandler, yfirmanns almannavarna Haítí, eru rúmlega 5.700 særðir auk þeirra 1.297 sem þegar hafa fundist látin. Samkvæmt frétt CNN, hefur suðurhluti Haítí farið verst út úr skjálftanum en þar eru minnst 500 látin, 2.868 heimili gjöreyðilögð og 5.410 heimili skemmd. Þá eru sjúkrahús á svæðinu komin að þanmörkum og vegir eru mikið skemmdir svo erfitt er að koma nauðsynlegum birgðum þangað sem þær þurfa að komast. „Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er þetta mest aðkallandi. Við erum byrjuð að koma lyfjum og heilbrigðisstarfsfólki á þá spítala sem þurfa þess mest,“ segir forsætisráðherrann Ariel Henry. Stærri skjálfti en minni eyðilegging en árið 2010 Skjálftinn, sem var 7,2 að stærð, var stærri en skjálftinn sem reið yfir Haítí árið 2010. Sá var sjö að stærð en rúmlega 200 þúsund manns létust af völdum hans. Sameinuðu Þjóðirnar hafa þegar sent hóp til Haítí til að meta áhrif skjálftans á landið. Að sögn hópsins eru skemmdirnar minni en óttast hafði verið. Sameinuðu Þjóðirnar segja þó að mikilvægt sé að veita landinu aðstoð í formi heilbrigðisþjónustu. Amethyste Arcelius, stjórnandi á spítali í Les Cayes, sagði í samtali við CNN í gær að hann byggist við miklum fjölda sjúklinga á næstu dögum. Sér í lagi frá sveitum í kringum borgina. „Við höfum byrjað að fá aðstoð frá hjálparsamtökum og ríkinu en sú aðstoð er langt frá því að vera næg. Okkur bráðvantar röntgenfilmu,“ segir hann. Hitabeltislægð bætir gráu ofan á svart Búist er við aftakaveðri á Haítí næstu tvo daga en hitabeltislægðin Grace stefnir hraðbyri að ströndum landsins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, segir að lægðinni muni fylgja mikil úrkoma og rok. Rigning geti hæglega valdið flóðum og aurskriðum sem myndu flækja björgunarstarf. „Ég kvíði komandi stormi þar sem hann gæti flækt málin enn frekar fyrir okkur,“ segir Chandler hjá almannavörnum Haítí. Haítí Náttúruhamfarir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Að sögn Jerry Chandler, yfirmanns almannavarna Haítí, eru rúmlega 5.700 særðir auk þeirra 1.297 sem þegar hafa fundist látin. Samkvæmt frétt CNN, hefur suðurhluti Haítí farið verst út úr skjálftanum en þar eru minnst 500 látin, 2.868 heimili gjöreyðilögð og 5.410 heimili skemmd. Þá eru sjúkrahús á svæðinu komin að þanmörkum og vegir eru mikið skemmdir svo erfitt er að koma nauðsynlegum birgðum þangað sem þær þurfa að komast. „Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er þetta mest aðkallandi. Við erum byrjuð að koma lyfjum og heilbrigðisstarfsfólki á þá spítala sem þurfa þess mest,“ segir forsætisráðherrann Ariel Henry. Stærri skjálfti en minni eyðilegging en árið 2010 Skjálftinn, sem var 7,2 að stærð, var stærri en skjálftinn sem reið yfir Haítí árið 2010. Sá var sjö að stærð en rúmlega 200 þúsund manns létust af völdum hans. Sameinuðu Þjóðirnar hafa þegar sent hóp til Haítí til að meta áhrif skjálftans á landið. Að sögn hópsins eru skemmdirnar minni en óttast hafði verið. Sameinuðu Þjóðirnar segja þó að mikilvægt sé að veita landinu aðstoð í formi heilbrigðisþjónustu. Amethyste Arcelius, stjórnandi á spítali í Les Cayes, sagði í samtali við CNN í gær að hann byggist við miklum fjölda sjúklinga á næstu dögum. Sér í lagi frá sveitum í kringum borgina. „Við höfum byrjað að fá aðstoð frá hjálparsamtökum og ríkinu en sú aðstoð er langt frá því að vera næg. Okkur bráðvantar röntgenfilmu,“ segir hann. Hitabeltislægð bætir gráu ofan á svart Búist er við aftakaveðri á Haítí næstu tvo daga en hitabeltislægðin Grace stefnir hraðbyri að ströndum landsins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, segir að lægðinni muni fylgja mikil úrkoma og rok. Rigning geti hæglega valdið flóðum og aurskriðum sem myndu flækja björgunarstarf. „Ég kvíði komandi stormi þar sem hann gæti flækt málin enn frekar fyrir okkur,“ segir Chandler hjá almannavörnum Haítí.
Haítí Náttúruhamfarir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira