Fimm staðreyndir um heilbrigðiskerfið sem skipta máli Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2021 07:01 Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar ráðherrar skammast út í heilbrigðisstarfsfólk og berja sér á brjóst vegna aukinna fjárframlaga til heilbrigðismála: Sjúkrarýmum hefur fækkað jafnt og þétt miðað við íbúafjölda undanfarin ár, úr 335 á hverja 100.000 íbúa árið 2007 niður í 227 árið 2019. Þetta er ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir. Staðreyndin er samt sú að rúmanýting hefur verið um og yfir 100%, bæði nú og fyrir Covid, langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess er Ísland í hópi Evrópuríkja þar sem gjörgæslurúm eru fæst miðað við mannfjölda. Um leið og sjúkrarýmum fækkaði miðað við mannfjölda hélt þjóðin áfram að eldast: landsmönnum fjölgaði um 16% milli 2007 og 2019, en þeim sem eru 65 ára og eldri fjölgaði um 42%. Hlutfall eldra fólks, hópsins sem helst þarf á sjúkrahúsþjónustu að halda, fór þannig úr 11,5% af heildaríbúafjölda upp í 14,2%. Á tímabilinu varð líka sprenging í komu ferðamanna til landsins. Árið 2007 komu 485 þúsund ferðamenn, árið 2019 meira en tvær milljónir. Þetta hefur valdið stórauknu álagi á bráðamóttöku Landspítala, sérstaklega yfir sumartímann. Þrátt fyrir breytta aldurssamsetningu og aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna hafa raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda svo gott sem staðið í staðá kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Það er í takt við stefnuna sem var mörkuð í árdaga stjórnarsamstarfsins. Samhliða þessari þróun hefur uppbygging hjúkrunarrýma og annarra úrræða fyrir eldri borgara setið á hakanum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks með gilt færni- og heilsumat þarf að dvelja langdvölum á hátæknisjúkrahúsi af því það vantar pláss á hjúkrunarheimili. Árið 2019 biðu alls 210 einstaklingar á legudeildum spítalans eftir útskriftarúrræði í að meðaltali 96 daga og enn fleiri þurftu að bíða árið eftir. Þetta er vont fyrir fólkið og vond nýting á fjármagni. Um leið er rekstur hjúkrunarheimila vanfjármagnaður og fæst þeirra uppfylla lágmarksviðmið landlæknisembættisins um fjölda umönnunarklukkustunda á hvern íbúa og hlutfall hjúkrunarfræðinga og faglærðs starfsfólks af heildarfjölda í umönnun. Næsta ríkisstjórn verður að setja styrkingu heilbrigðiskerfisins í forgang: ráðast skipulega að rótum útskriftarvandans með markvissri fjölgun hjúkrunarrýma, fjölbreyttari búsetuúrræðum og aukinni heimahjúkrun en jafnframt leita allra leiða til að bæta starfsaðstæður og gera eftirsóknarvert fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vinna á Íslandi. Þetta er ekki einfalt verkefni; það krefst samhæfingar margra ráðuneyta og stofnana, það tekur tíma og kostar peninga. En þetta er hægt – með samstíga ríkisstjórn og breyttri forgangsröðun við stjórn landsins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Jóhann Páll Jóhannsson Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar ráðherrar skammast út í heilbrigðisstarfsfólk og berja sér á brjóst vegna aukinna fjárframlaga til heilbrigðismála: Sjúkrarýmum hefur fækkað jafnt og þétt miðað við íbúafjölda undanfarin ár, úr 335 á hverja 100.000 íbúa árið 2007 niður í 227 árið 2019. Þetta er ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir. Staðreyndin er samt sú að rúmanýting hefur verið um og yfir 100%, bæði nú og fyrir Covid, langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess er Ísland í hópi Evrópuríkja þar sem gjörgæslurúm eru fæst miðað við mannfjölda. Um leið og sjúkrarýmum fækkaði miðað við mannfjölda hélt þjóðin áfram að eldast: landsmönnum fjölgaði um 16% milli 2007 og 2019, en þeim sem eru 65 ára og eldri fjölgaði um 42%. Hlutfall eldra fólks, hópsins sem helst þarf á sjúkrahúsþjónustu að halda, fór þannig úr 11,5% af heildaríbúafjölda upp í 14,2%. Á tímabilinu varð líka sprenging í komu ferðamanna til landsins. Árið 2007 komu 485 þúsund ferðamenn, árið 2019 meira en tvær milljónir. Þetta hefur valdið stórauknu álagi á bráðamóttöku Landspítala, sérstaklega yfir sumartímann. Þrátt fyrir breytta aldurssamsetningu og aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna hafa raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda svo gott sem staðið í staðá kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Það er í takt við stefnuna sem var mörkuð í árdaga stjórnarsamstarfsins. Samhliða þessari þróun hefur uppbygging hjúkrunarrýma og annarra úrræða fyrir eldri borgara setið á hakanum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks með gilt færni- og heilsumat þarf að dvelja langdvölum á hátæknisjúkrahúsi af því það vantar pláss á hjúkrunarheimili. Árið 2019 biðu alls 210 einstaklingar á legudeildum spítalans eftir útskriftarúrræði í að meðaltali 96 daga og enn fleiri þurftu að bíða árið eftir. Þetta er vont fyrir fólkið og vond nýting á fjármagni. Um leið er rekstur hjúkrunarheimila vanfjármagnaður og fæst þeirra uppfylla lágmarksviðmið landlæknisembættisins um fjölda umönnunarklukkustunda á hvern íbúa og hlutfall hjúkrunarfræðinga og faglærðs starfsfólks af heildarfjölda í umönnun. Næsta ríkisstjórn verður að setja styrkingu heilbrigðiskerfisins í forgang: ráðast skipulega að rótum útskriftarvandans með markvissri fjölgun hjúkrunarrýma, fjölbreyttari búsetuúrræðum og aukinni heimahjúkrun en jafnframt leita allra leiða til að bæta starfsaðstæður og gera eftirsóknarvert fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vinna á Íslandi. Þetta er ekki einfalt verkefni; það krefst samhæfingar margra ráðuneyta og stofnana, það tekur tíma og kostar peninga. En þetta er hægt – með samstíga ríkisstjórn og breyttri forgangsröðun við stjórn landsins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun