Fimm staðreyndir um heilbrigðiskerfið sem skipta máli Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2021 07:01 Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar ráðherrar skammast út í heilbrigðisstarfsfólk og berja sér á brjóst vegna aukinna fjárframlaga til heilbrigðismála: Sjúkrarýmum hefur fækkað jafnt og þétt miðað við íbúafjölda undanfarin ár, úr 335 á hverja 100.000 íbúa árið 2007 niður í 227 árið 2019. Þetta er ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir. Staðreyndin er samt sú að rúmanýting hefur verið um og yfir 100%, bæði nú og fyrir Covid, langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess er Ísland í hópi Evrópuríkja þar sem gjörgæslurúm eru fæst miðað við mannfjölda. Um leið og sjúkrarýmum fækkaði miðað við mannfjölda hélt þjóðin áfram að eldast: landsmönnum fjölgaði um 16% milli 2007 og 2019, en þeim sem eru 65 ára og eldri fjölgaði um 42%. Hlutfall eldra fólks, hópsins sem helst þarf á sjúkrahúsþjónustu að halda, fór þannig úr 11,5% af heildaríbúafjölda upp í 14,2%. Á tímabilinu varð líka sprenging í komu ferðamanna til landsins. Árið 2007 komu 485 þúsund ferðamenn, árið 2019 meira en tvær milljónir. Þetta hefur valdið stórauknu álagi á bráðamóttöku Landspítala, sérstaklega yfir sumartímann. Þrátt fyrir breytta aldurssamsetningu og aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna hafa raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda svo gott sem staðið í staðá kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Það er í takt við stefnuna sem var mörkuð í árdaga stjórnarsamstarfsins. Samhliða þessari þróun hefur uppbygging hjúkrunarrýma og annarra úrræða fyrir eldri borgara setið á hakanum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks með gilt færni- og heilsumat þarf að dvelja langdvölum á hátæknisjúkrahúsi af því það vantar pláss á hjúkrunarheimili. Árið 2019 biðu alls 210 einstaklingar á legudeildum spítalans eftir útskriftarúrræði í að meðaltali 96 daga og enn fleiri þurftu að bíða árið eftir. Þetta er vont fyrir fólkið og vond nýting á fjármagni. Um leið er rekstur hjúkrunarheimila vanfjármagnaður og fæst þeirra uppfylla lágmarksviðmið landlæknisembættisins um fjölda umönnunarklukkustunda á hvern íbúa og hlutfall hjúkrunarfræðinga og faglærðs starfsfólks af heildarfjölda í umönnun. Næsta ríkisstjórn verður að setja styrkingu heilbrigðiskerfisins í forgang: ráðast skipulega að rótum útskriftarvandans með markvissri fjölgun hjúkrunarrýma, fjölbreyttari búsetuúrræðum og aukinni heimahjúkrun en jafnframt leita allra leiða til að bæta starfsaðstæður og gera eftirsóknarvert fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vinna á Íslandi. Þetta er ekki einfalt verkefni; það krefst samhæfingar margra ráðuneyta og stofnana, það tekur tíma og kostar peninga. En þetta er hægt – með samstíga ríkisstjórn og breyttri forgangsröðun við stjórn landsins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Jóhann Páll Jóhannsson Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar ráðherrar skammast út í heilbrigðisstarfsfólk og berja sér á brjóst vegna aukinna fjárframlaga til heilbrigðismála: Sjúkrarýmum hefur fækkað jafnt og þétt miðað við íbúafjölda undanfarin ár, úr 335 á hverja 100.000 íbúa árið 2007 niður í 227 árið 2019. Þetta er ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir. Staðreyndin er samt sú að rúmanýting hefur verið um og yfir 100%, bæði nú og fyrir Covid, langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess er Ísland í hópi Evrópuríkja þar sem gjörgæslurúm eru fæst miðað við mannfjölda. Um leið og sjúkrarýmum fækkaði miðað við mannfjölda hélt þjóðin áfram að eldast: landsmönnum fjölgaði um 16% milli 2007 og 2019, en þeim sem eru 65 ára og eldri fjölgaði um 42%. Hlutfall eldra fólks, hópsins sem helst þarf á sjúkrahúsþjónustu að halda, fór þannig úr 11,5% af heildaríbúafjölda upp í 14,2%. Á tímabilinu varð líka sprenging í komu ferðamanna til landsins. Árið 2007 komu 485 þúsund ferðamenn, árið 2019 meira en tvær milljónir. Þetta hefur valdið stórauknu álagi á bráðamóttöku Landspítala, sérstaklega yfir sumartímann. Þrátt fyrir breytta aldurssamsetningu og aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna hafa raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda svo gott sem staðið í staðá kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Það er í takt við stefnuna sem var mörkuð í árdaga stjórnarsamstarfsins. Samhliða þessari þróun hefur uppbygging hjúkrunarrýma og annarra úrræða fyrir eldri borgara setið á hakanum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks með gilt færni- og heilsumat þarf að dvelja langdvölum á hátæknisjúkrahúsi af því það vantar pláss á hjúkrunarheimili. Árið 2019 biðu alls 210 einstaklingar á legudeildum spítalans eftir útskriftarúrræði í að meðaltali 96 daga og enn fleiri þurftu að bíða árið eftir. Þetta er vont fyrir fólkið og vond nýting á fjármagni. Um leið er rekstur hjúkrunarheimila vanfjármagnaður og fæst þeirra uppfylla lágmarksviðmið landlæknisembættisins um fjölda umönnunarklukkustunda á hvern íbúa og hlutfall hjúkrunarfræðinga og faglærðs starfsfólks af heildarfjölda í umönnun. Næsta ríkisstjórn verður að setja styrkingu heilbrigðiskerfisins í forgang: ráðast skipulega að rótum útskriftarvandans með markvissri fjölgun hjúkrunarrýma, fjölbreyttari búsetuúrræðum og aukinni heimahjúkrun en jafnframt leita allra leiða til að bæta starfsaðstæður og gera eftirsóknarvert fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vinna á Íslandi. Þetta er ekki einfalt verkefni; það krefst samhæfingar margra ráðuneyta og stofnana, það tekur tíma og kostar peninga. En þetta er hægt – með samstíga ríkisstjórn og breyttri forgangsröðun við stjórn landsins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun