Hefur aldrei séð aðra eins syrpu af drauma vörslum í einum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 16:30 Jonathan Klinsmann átti magnaðan leik um helgina. Michael Janosz/Getty Images Jonathan Klinsmann, markvörður Los Angeles Galaxy, átti rosalega frammistöðu í 1-0 sigri Galaxy gegn Minnesota United um liðna helgi. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands undanfarin ár, hefur varla séð annað eins. Á Twitter-síðu LA Galaxy má sjá allar vörslur hins 24 ára gamla Klinsmann í leiknum. Það er ljóst að ef ekki hefði verið fyrir hetjulega frammistöðu hans hefði Galaxy ekki fengið stig úr leiknum og hvað þá þrjú. Jonathan er sonur Jürgen, eins frægasta framherja sem Þýskaland hefur alið. Eftir að hafa slitið barnsskónum hjá Herthu Berlín ákvað markvörðurinn ungi að söðla um og halda til Los Angeles þar sem hann leikur nú með Galaxy. Ljóst er að þessi frammistaða ætti að vekja athygli út fyrir landsteinana en sama hvað leikmenn Minnesota United reyndu þá komu þeir boltanum ekki framhjá þýska markverðinum og Galaxy landaði mikilvægum sigri. Jonathan Klinsmann's performance to help us get the #MINvLA victory pic.twitter.com/zmmD7h1zaL— LA Galaxy (@LAGalaxy) August 15, 2021 Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, birti myndband Galaxy á Twitter-síðu sinni og lýsti yfir aðdáun sinni. „Þetta er held èg svakalegasta syrpa af draumavörslum sem ég hef séð í einum leik.“ Birkir Már Sævarsson, samherji Hannesar Þórs hjá Val og íslenska landsliðinu, var þó ekki jafn hrifinn. „Skylduvörslur myndu einhverjir segja,“ skrifaði hægri bakvörðurinn. LA Galaxy er sem stendur í 3. sæti Vesturdeildar með 35 stig. Íslendingar deildarinnar leika allir í Austurdeildinni. Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution sem trónir á toppnum, Guðmundur Þórarinsson með New York City sem er í 2. sæti og Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal sem situr í 7. sæti. Fótbolti MLS Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Sjá meira
Á Twitter-síðu LA Galaxy má sjá allar vörslur hins 24 ára gamla Klinsmann í leiknum. Það er ljóst að ef ekki hefði verið fyrir hetjulega frammistöðu hans hefði Galaxy ekki fengið stig úr leiknum og hvað þá þrjú. Jonathan er sonur Jürgen, eins frægasta framherja sem Þýskaland hefur alið. Eftir að hafa slitið barnsskónum hjá Herthu Berlín ákvað markvörðurinn ungi að söðla um og halda til Los Angeles þar sem hann leikur nú með Galaxy. Ljóst er að þessi frammistaða ætti að vekja athygli út fyrir landsteinana en sama hvað leikmenn Minnesota United reyndu þá komu þeir boltanum ekki framhjá þýska markverðinum og Galaxy landaði mikilvægum sigri. Jonathan Klinsmann's performance to help us get the #MINvLA victory pic.twitter.com/zmmD7h1zaL— LA Galaxy (@LAGalaxy) August 15, 2021 Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, birti myndband Galaxy á Twitter-síðu sinni og lýsti yfir aðdáun sinni. „Þetta er held èg svakalegasta syrpa af draumavörslum sem ég hef séð í einum leik.“ Birkir Már Sævarsson, samherji Hannesar Þórs hjá Val og íslenska landsliðinu, var þó ekki jafn hrifinn. „Skylduvörslur myndu einhverjir segja,“ skrifaði hægri bakvörðurinn. LA Galaxy er sem stendur í 3. sæti Vesturdeildar með 35 stig. Íslendingar deildarinnar leika allir í Austurdeildinni. Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution sem trónir á toppnum, Guðmundur Þórarinsson með New York City sem er í 2. sæti og Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal sem situr í 7. sæti.
Fótbolti MLS Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Sjá meira