Ekkert fær stöðvað frábæra Framara sem stefna hraðbyr á sæti í efstu deild að ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 13:30 Ólafur Íshólm hefur verið frábær í marki Fram í sumar. Hann á enn eftir að fá á sig mark á útivelli. Vísir/HAG Eftir súran endi á sumrinu 2020 er Fram svo gott sem komið upp úr Lengjudeild karla í knattspyrnu þó enn séu sex umferðir eftir af deildinni. Fram var grátlega nærri því að tryggja sér sæti í efstu deild sumarið 2020. Þar sem Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins þá sat Fram eftir með sárt ennið þar sem liðið var með lakari markatölu en Leiknir Reykjavík. Svo virðist sem svekkelsið hafi kveikt í leikmönnum Fram sem hafa einfaldlega verið óstöðvandi í sumar, þá sérstaklega á útivelli. Þar spilar Jón Þórir Sveinsson, leikmaður á gullaldartímabili þess, eflaust hvað stærstan þátt. Jón Þórir stýrir meistaraflokki karla og eftir margar misgáfulegar ráðningar virðist Fram loksins hafa fundið rétta manninn í brúnna. „Sennilega er besta birtingarmynd þess hve vel gengur hjá Fram í dag er að stuðningsmenn liðsins, tuðarar og fýlupúka upp til hópa – en þó allt sómamenn og konur - eru farnir að mæta jákvæðir og hressir á völlinn eftir ansi mörg mögur ár í B-deild,“ segir Kristófer Kristjánsson, penni á íþróttadeild Morgunblaðsins, lögfræðingur og stuðningsmaður Fram. Maðurinn sem breytti öllu.FRAM Jón Þórir bauð ekki upp á flugeldasýningu á sínu fyrsta tímabili með Fram þar sem liðið endaði í 7. sæti, níu stigum frá því að fara upp. Stuðningsfólk Fram fann þó að andinn í félaginu væri annar og jákvæð teikn væru á lofti. Sumarið 2020 átti svo að vera sumarið þar sem allt myndi smella og Fram myndi loks komast aftur upp í efstu deild. Allt kom þó fyrir ekki, Framarar voru grátlega nærri því en sátu að lokum eftir með sárt ennið og í þriðja sæti á markatölu. Til að gera illt verra voru tvær umferðir óleiknar, enda tímabilið flautað af vegna kórónuveirunnar. Misréttið var algjört að mati Framara og hefði mögulega getað stofnað öllu því góða starfi sem hafði verið unnið í hættu. Eftir vonbrigðin var tekin ákvörðun um að láta ekki deigan síga, heldur byggja ofan á það góða starf sem búið var að vinna og freista þess að komast upp í efstu deild að ári. Það virðist ætla að takast. Að mati Kristófers er Fram með þrjá bestu leikmenn deildarinnar, þá Fred Saraiva, Albert Hafsteinsson og Kyle McLagan. Í þeim Haraldi Einari Ásgrímssyni, Alex Frey Elíssyni og Guðmundi Magnússyni er Fram með uppalda Framara, og þrælgóða leikmenn þar að auki. Þá má ekki gleyma Ólafi Íshólm Ólafssyni sem hefur staðið vaktina í marki Fram með prýði það sem af er sumri. Ólafur Íshólm hefur aðeins fengið á sig 10 mörk í 16 leikjum í sumar, það sem meira er þá hann eftir að sækja knöttinn í eigið net á útivelli. Útivallarárangur Fram í sumar. Hversu sturlað? pic.twitter.com/ZsPs6jpVPz— Stefán Pálsson (@Stebbip) August 14, 2021 Þó árangur Fram á heimavelli sé frábær þá er liðið með fullkominn árangur í þeim átta útileikjum sem liðið hefur leikið. Átta leikir, 16 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fram er sem stendur með 44 stig að loknum 16 umferðum. Liðið er tveimur umferðum frá því að tryggja sæti sitt í Pepsi Max deild karla árið 2022 og tíu stigum frá því að jafna stigamet Víkings Ólafsvíkur þegar 18 stig eru eftir í pottinum. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Fram Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Fram var grátlega nærri því að tryggja sér sæti í efstu deild sumarið 2020. Þar sem Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins þá sat Fram eftir með sárt ennið þar sem liðið var með lakari markatölu en Leiknir Reykjavík. Svo virðist sem svekkelsið hafi kveikt í leikmönnum Fram sem hafa einfaldlega verið óstöðvandi í sumar, þá sérstaklega á útivelli. Þar spilar Jón Þórir Sveinsson, leikmaður á gullaldartímabili þess, eflaust hvað stærstan þátt. Jón Þórir stýrir meistaraflokki karla og eftir margar misgáfulegar ráðningar virðist Fram loksins hafa fundið rétta manninn í brúnna. „Sennilega er besta birtingarmynd þess hve vel gengur hjá Fram í dag er að stuðningsmenn liðsins, tuðarar og fýlupúka upp til hópa – en þó allt sómamenn og konur - eru farnir að mæta jákvæðir og hressir á völlinn eftir ansi mörg mögur ár í B-deild,“ segir Kristófer Kristjánsson, penni á íþróttadeild Morgunblaðsins, lögfræðingur og stuðningsmaður Fram. Maðurinn sem breytti öllu.FRAM Jón Þórir bauð ekki upp á flugeldasýningu á sínu fyrsta tímabili með Fram þar sem liðið endaði í 7. sæti, níu stigum frá því að fara upp. Stuðningsfólk Fram fann þó að andinn í félaginu væri annar og jákvæð teikn væru á lofti. Sumarið 2020 átti svo að vera sumarið þar sem allt myndi smella og Fram myndi loks komast aftur upp í efstu deild. Allt kom þó fyrir ekki, Framarar voru grátlega nærri því en sátu að lokum eftir með sárt ennið og í þriðja sæti á markatölu. Til að gera illt verra voru tvær umferðir óleiknar, enda tímabilið flautað af vegna kórónuveirunnar. Misréttið var algjört að mati Framara og hefði mögulega getað stofnað öllu því góða starfi sem hafði verið unnið í hættu. Eftir vonbrigðin var tekin ákvörðun um að láta ekki deigan síga, heldur byggja ofan á það góða starf sem búið var að vinna og freista þess að komast upp í efstu deild að ári. Það virðist ætla að takast. Að mati Kristófers er Fram með þrjá bestu leikmenn deildarinnar, þá Fred Saraiva, Albert Hafsteinsson og Kyle McLagan. Í þeim Haraldi Einari Ásgrímssyni, Alex Frey Elíssyni og Guðmundi Magnússyni er Fram með uppalda Framara, og þrælgóða leikmenn þar að auki. Þá má ekki gleyma Ólafi Íshólm Ólafssyni sem hefur staðið vaktina í marki Fram með prýði það sem af er sumri. Ólafur Íshólm hefur aðeins fengið á sig 10 mörk í 16 leikjum í sumar, það sem meira er þá hann eftir að sækja knöttinn í eigið net á útivelli. Útivallarárangur Fram í sumar. Hversu sturlað? pic.twitter.com/ZsPs6jpVPz— Stefán Pálsson (@Stebbip) August 14, 2021 Þó árangur Fram á heimavelli sé frábær þá er liðið með fullkominn árangur í þeim átta útileikjum sem liðið hefur leikið. Átta leikir, 16 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fram er sem stendur með 44 stig að loknum 16 umferðum. Liðið er tveimur umferðum frá því að tryggja sæti sitt í Pepsi Max deild karla árið 2022 og tíu stigum frá því að jafna stigamet Víkings Ólafsvíkur þegar 18 stig eru eftir í pottinum.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Fram Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira