Um hundrað hafi greinst með veiruna í gær Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 08:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Um það bil hundrað manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Opinberar tölur verða þó ekki birtar fyrr en um klukkan ellefu. Víðir var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þar sem hann sagði að staðan eftir skimanir gærdagsins væri svipuð og fyrir helgi. Í fyrradag greindust 55 manns með veiruna, 64 á laugardag og 83 á föstudag. Dagana tvo þar á undan greindust yfir hundrað með veiruna, hvorn daginn. „Mér sýnist þetta vera eins og var fyrir helgina, eitthvað í kringum hundrað. Það er ekki alveg ljóst enn þá,“ sagði Víðir þegar hann var inntur eftir fjölda þeirra sem greindist í gær. Á laugardag var greint frá því að 83 hefðu greinst með veiruna daginn á undan. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ánægjulegt væri að sjá lækkandi tölur, þó ekki væri unnt að túlka þær um of. Til þess að vera marktækar þyrftu lækkandi tölur að vara nokkra daga í röð, auk þess sem færri sýni en venjulega hefðu verið tekin á föstudag, laugardag og sunnudag. Smitrakning þyngri Víðir sagði í morgun að þegar yfir hundrað manns greindust dag eftir dag yrði smitrakning erfiðari. Þannig geti það misfarist að allir sem sannarlega hafi verið útsettir fyrir smiti fái skilaboð um að vera í sóttkví, en verið sé að vinna að því að sjálfvirknivæða kerfi smitrakningateymisins betur til þess að koma í veg fyrir slíkt. „Þetta er náttúrulega ný staða fyrir okkur að vera með svona mörg tilfelli. Eins og í þriðju bylgjunni, þá held ég að við höfum farið einn dag upp í hundrað, eitthvað svoleiðis. Flestir stóru dagarnir þá voru svona fimmtíu, sextíu,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Víðir var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þar sem hann sagði að staðan eftir skimanir gærdagsins væri svipuð og fyrir helgi. Í fyrradag greindust 55 manns með veiruna, 64 á laugardag og 83 á föstudag. Dagana tvo þar á undan greindust yfir hundrað með veiruna, hvorn daginn. „Mér sýnist þetta vera eins og var fyrir helgina, eitthvað í kringum hundrað. Það er ekki alveg ljóst enn þá,“ sagði Víðir þegar hann var inntur eftir fjölda þeirra sem greindist í gær. Á laugardag var greint frá því að 83 hefðu greinst með veiruna daginn á undan. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ánægjulegt væri að sjá lækkandi tölur, þó ekki væri unnt að túlka þær um of. Til þess að vera marktækar þyrftu lækkandi tölur að vara nokkra daga í röð, auk þess sem færri sýni en venjulega hefðu verið tekin á föstudag, laugardag og sunnudag. Smitrakning þyngri Víðir sagði í morgun að þegar yfir hundrað manns greindust dag eftir dag yrði smitrakning erfiðari. Þannig geti það misfarist að allir sem sannarlega hafi verið útsettir fyrir smiti fái skilaboð um að vera í sóttkví, en verið sé að vinna að því að sjálfvirknivæða kerfi smitrakningateymisins betur til þess að koma í veg fyrir slíkt. „Þetta er náttúrulega ný staða fyrir okkur að vera með svona mörg tilfelli. Eins og í þriðju bylgjunni, þá held ég að við höfum farið einn dag upp í hundrað, eitthvað svoleiðis. Flestir stóru dagarnir þá voru svona fimmtíu, sextíu,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37