Án mótmæla verða engar breytingar Bryndís Bjarnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:00 Frelsi til að kalla eftir breytingum og magna slíkt ákall í fjöldahreyfingu er mikilvægt í opnu, lýðræðislegu og réttindamiðuðu samfélagi. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda. Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun eða valdníðslu endurheimt rödd sína, styrk og pólitískt vald. Mótmæli skapa einnig tækifæri til að verja og styðja við réttindi annarra. Þannig hefur rétturinn til að mótmæla um langa hríð verið mikilvægt vopn í mannréttindabaráttunni og leitt af sér stórkostlegar umbætur. Átta stunda vinnudagur eru réttindi sem áunnist hafa víða um heim vegna mótmælaaðgerða til margra ára gegn erfiðum vinnuaðstæðum. Í byrjun 20. aldar voru konur ekki komnar með kosningarétt en í kjölfar ótalmargra kröfugangna eru konur nú með kosningarétt í nánast öllum ríkjum heims þar sem kosningar fara fram. Svona mætti lengi telja. Mótmæli brotin á bak aftur Á síðustu misserum hafa óvenju margar mótmælahreyfingar sprottið fram um heim allan sem oft eru leiddar af ungu fólki sem berst fyrir réttlátara samfélagi. Þessar hreyfingar má til að mynda finna í Hong Kong og Síle, þar sem ungt fólk hefur krafist lýðræðisumbóta, og Póllandi og Argentínu þar sem feministar hafa flykkst út á götur til varnar kyn- og frjósemisréttindum. Stjórnvöld víða um heim kappkosta hins vegar að brjóta mótmælahreyfingar á bak aftur. Mótmælendum er oft mætt með lögregluofbeldi eða þeir beittir geðþóttahandtökum og jafnvel aftökum án dóms og laga. Á fjöldamótmælum sem hófust í október 2019 í Síle voru mótmælendur beittir gífurlegri hörku. Rúmlega þrettán þúsund einstaklingar særðust á fyrstu tveimur mánuðum mótmælanna og 31 einstaklingur lét lífið. Þá brutust út fjölda mótmæla í Rússlandi í byrjun árs 2021 í kjölfar þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var handtekinn á flugvellinum í Moskvu þann 17. janúar. Rúmlega hundrað þúsund mótmælenda kröfðust lausnar hans. Rússnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku en að minnsta kosti 12.000 mótmælendur voru handteknir á vikutíma og óeirðalögregla landsins beitti mótmælendur miklu ofbeldi. Hvenær má takmarka réttinn til að mótmæla? Stjórnvöld hafa lítið svigrúm til að réttlæta takmarkanir á réttinum til að mótmæla. Samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi verða allar takmarkanir á réttinum til að mótmæla að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: þær verða á byggja á lögum, þjóna lögmætu markmiði og vera nauðsynlegar og hóflegar. Lögmæt markmið til takmarka réttinn til mótmæla eru á grundvelli þjóðaröryggis, í þágu almannaheilla, allsherjarreglu, til verndar lýðheilsu fólks, siðgæðis eða til að verja réttindi og frelsi annarra. Skýrt dæmi um takmarkanir á réttinum til að mótmæla, sem kunna sumar hverjar að vera réttmætar, tengjast kórónuveirufaraldrinum. En jafnvel þegar faraldur geisar verða allar takmarkanir að uppfylla skilyrðin þrjú. Sóttvarnaraðgerðir og lokanir sem takmarka rétt okkar til friðsamra mótmæla kunna að vera nauðsynlegar til að tryggja lýðheilsu og öryggi fólks en gæta verður meðalhófs í þessum efnum. Takmarkanir á réttinum til að mótmæla verða á öllum tímum að fylgja öðrum lögum og mega ekki ganga svo langt að þær taki í raun burt þennan rétt. Til að geta varið réttindi okkar verðum við að þekkja hver þau eru, í hverju þau felast og undir hvaða kringumstæðum er brotið á þeim. Rétturinn til að mótmæla er mikilvægur og nauðsynlegur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breytingum, tjá skoðanir okkar og krefjast ábyrgðar yfirvalda opinberlega. Við verðum að standa vörð um rétt okkar til friðsamra mótmæla á tímum þegar stjórnvöld víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Sofnum ekki á verðinum! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frelsi til að kalla eftir breytingum og magna slíkt ákall í fjöldahreyfingu er mikilvægt í opnu, lýðræðislegu og réttindamiðuðu samfélagi. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda. Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun eða valdníðslu endurheimt rödd sína, styrk og pólitískt vald. Mótmæli skapa einnig tækifæri til að verja og styðja við réttindi annarra. Þannig hefur rétturinn til að mótmæla um langa hríð verið mikilvægt vopn í mannréttindabaráttunni og leitt af sér stórkostlegar umbætur. Átta stunda vinnudagur eru réttindi sem áunnist hafa víða um heim vegna mótmælaaðgerða til margra ára gegn erfiðum vinnuaðstæðum. Í byrjun 20. aldar voru konur ekki komnar með kosningarétt en í kjölfar ótalmargra kröfugangna eru konur nú með kosningarétt í nánast öllum ríkjum heims þar sem kosningar fara fram. Svona mætti lengi telja. Mótmæli brotin á bak aftur Á síðustu misserum hafa óvenju margar mótmælahreyfingar sprottið fram um heim allan sem oft eru leiddar af ungu fólki sem berst fyrir réttlátara samfélagi. Þessar hreyfingar má til að mynda finna í Hong Kong og Síle, þar sem ungt fólk hefur krafist lýðræðisumbóta, og Póllandi og Argentínu þar sem feministar hafa flykkst út á götur til varnar kyn- og frjósemisréttindum. Stjórnvöld víða um heim kappkosta hins vegar að brjóta mótmælahreyfingar á bak aftur. Mótmælendum er oft mætt með lögregluofbeldi eða þeir beittir geðþóttahandtökum og jafnvel aftökum án dóms og laga. Á fjöldamótmælum sem hófust í október 2019 í Síle voru mótmælendur beittir gífurlegri hörku. Rúmlega þrettán þúsund einstaklingar særðust á fyrstu tveimur mánuðum mótmælanna og 31 einstaklingur lét lífið. Þá brutust út fjölda mótmæla í Rússlandi í byrjun árs 2021 í kjölfar þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var handtekinn á flugvellinum í Moskvu þann 17. janúar. Rúmlega hundrað þúsund mótmælenda kröfðust lausnar hans. Rússnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku en að minnsta kosti 12.000 mótmælendur voru handteknir á vikutíma og óeirðalögregla landsins beitti mótmælendur miklu ofbeldi. Hvenær má takmarka réttinn til að mótmæla? Stjórnvöld hafa lítið svigrúm til að réttlæta takmarkanir á réttinum til að mótmæla. Samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi verða allar takmarkanir á réttinum til að mótmæla að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: þær verða á byggja á lögum, þjóna lögmætu markmiði og vera nauðsynlegar og hóflegar. Lögmæt markmið til takmarka réttinn til mótmæla eru á grundvelli þjóðaröryggis, í þágu almannaheilla, allsherjarreglu, til verndar lýðheilsu fólks, siðgæðis eða til að verja réttindi og frelsi annarra. Skýrt dæmi um takmarkanir á réttinum til að mótmæla, sem kunna sumar hverjar að vera réttmætar, tengjast kórónuveirufaraldrinum. En jafnvel þegar faraldur geisar verða allar takmarkanir að uppfylla skilyrðin þrjú. Sóttvarnaraðgerðir og lokanir sem takmarka rétt okkar til friðsamra mótmæla kunna að vera nauðsynlegar til að tryggja lýðheilsu og öryggi fólks en gæta verður meðalhófs í þessum efnum. Takmarkanir á réttinum til að mótmæla verða á öllum tímum að fylgja öðrum lögum og mega ekki ganga svo langt að þær taki í raun burt þennan rétt. Til að geta varið réttindi okkar verðum við að þekkja hver þau eru, í hverju þau felast og undir hvaða kringumstæðum er brotið á þeim. Rétturinn til að mótmæla er mikilvægur og nauðsynlegur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breytingum, tjá skoðanir okkar og krefjast ábyrgðar yfirvalda opinberlega. Við verðum að standa vörð um rétt okkar til friðsamra mótmæla á tímum þegar stjórnvöld víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Sofnum ekki á verðinum! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun