Fjórir lykilmenn fjarverandi í toppslag Víkings og Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2021 15:00 Þessir fjórir munu missa af toppslag Pepsi Max deildar karla á sunnudaginn kemur. Vísir/Bára Dröfn Næsta helgi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hefur alla burði til að verða ein sú áhugaverðasta í langan tíma. Toppslagur deildarinnar fer fram á sunnudag er Íslandsmeistarar Vals mæta í Víkina. Bæði lið verða án tveggja byrjunarliðsmanna í leiknum. Segja má að komandi helgi geti skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem og í baráttunni um Evrópusæti. Breiðablik mætir KA, liðin sitja í 3. og 4. sæti deildarinnar, á Kópavogsvelli á laugardag. Degi síðar mætast toppliðin tvö Valur og Víkingur. Breiðablik og KA getað þó hoppað upp fyrir Víking í töflunni takist þeim að næla í sigur á laugardag. Einnig eiga bæði lið leik til góða á toppliðin tvö. KA verður án miðvarðarins Dušan Brković í leiknum á Kópavogsvelli þar sem hann fékk rautt spjald gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Dušan Brković verður ekki með KA leiknum á Kópavogsvelli.Vísir/Hulda Margrét Á sunnudeginum vantar töluvert fleiri leikmenn en alls verða fjórir leikmenn í banni. Hjá heimamönnum vantar hægri bakvörðinn Karl Friðleif Gunnarsson sem og miðjumanninn Júlíus Magnússon. Í lið Vals er er miðvörðurinn Rasmus Christiansen í leikbanni sem og miðjumaðurinn Birkir Heimisson. Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður deildarinnar, fór meiddur af velli í 3-0 sigri Víkinga á Fylki og Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði liðsins, harkaði af sér til að klára leikinn. Víkingar gætu því verið án allt að fjögurra byrjunarliðsmanna þegar Íslandsmeistararnir koma í heimsókn. Aðrir sem verða í leikbanni um helgina eru þeir Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Atli Arnarson (HK), Heiðar Ægisson, Eyjólfur Héðinsson (báðir Stjarnan), Aron Kristófer Lárusson, Sindri Snær Magnússon, Wout Droste (allir ÍA) og Arnþór Ingi Kristinsson (KR). Þar sem upp hefur komið smit í herbúðum KR er ekki enn ljóst hvort leikur ÍA og KR fari fram um helgina eður ei. Stórleikir helgarinnar verða hins vegar í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik Breiðabliks og KA hefst klukkan 15.45 en leikurinn sjálfur klukkan 16.15. Á sunnudagskvöld hefst svo upphitun fyrir toppslaginn í Víkinni klukkan 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.15. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Segja má að komandi helgi geti skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem og í baráttunni um Evrópusæti. Breiðablik mætir KA, liðin sitja í 3. og 4. sæti deildarinnar, á Kópavogsvelli á laugardag. Degi síðar mætast toppliðin tvö Valur og Víkingur. Breiðablik og KA getað þó hoppað upp fyrir Víking í töflunni takist þeim að næla í sigur á laugardag. Einnig eiga bæði lið leik til góða á toppliðin tvö. KA verður án miðvarðarins Dušan Brković í leiknum á Kópavogsvelli þar sem hann fékk rautt spjald gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Dušan Brković verður ekki með KA leiknum á Kópavogsvelli.Vísir/Hulda Margrét Á sunnudeginum vantar töluvert fleiri leikmenn en alls verða fjórir leikmenn í banni. Hjá heimamönnum vantar hægri bakvörðinn Karl Friðleif Gunnarsson sem og miðjumanninn Júlíus Magnússon. Í lið Vals er er miðvörðurinn Rasmus Christiansen í leikbanni sem og miðjumaðurinn Birkir Heimisson. Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður deildarinnar, fór meiddur af velli í 3-0 sigri Víkinga á Fylki og Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði liðsins, harkaði af sér til að klára leikinn. Víkingar gætu því verið án allt að fjögurra byrjunarliðsmanna þegar Íslandsmeistararnir koma í heimsókn. Aðrir sem verða í leikbanni um helgina eru þeir Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Atli Arnarson (HK), Heiðar Ægisson, Eyjólfur Héðinsson (báðir Stjarnan), Aron Kristófer Lárusson, Sindri Snær Magnússon, Wout Droste (allir ÍA) og Arnþór Ingi Kristinsson (KR). Þar sem upp hefur komið smit í herbúðum KR er ekki enn ljóst hvort leikur ÍA og KR fari fram um helgina eður ei. Stórleikir helgarinnar verða hins vegar í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik Breiðabliks og KA hefst klukkan 15.45 en leikurinn sjálfur klukkan 16.15. Á sunnudagskvöld hefst svo upphitun fyrir toppslaginn í Víkinni klukkan 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.15. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira