Bakhjarlar verðmætasköpunar Kristrún Frostadóttir skrifar 19. ágúst 2021 10:30 Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna. Mikið fór fyrir umræðu fyrri hluta árs um hvaða áhrif fjárframlög vegna COVID hefðu haft á hagvöxt. Að augljóst væri að nóg væri að gert því fall í landsframleiðslu hefði verið minna en áður var spáð. Þessi framsetning er þó grundvallar misskilningur á eðli krísunnar. Aðgerðapakkar hingað til áttu ekki að snúast um örvun hagkerfisins. Þetta áttu að vera rústabjörgunarpakkar. Tilgangurinn var að milda erfiðleika fólks og fyrirtækja þar til bóluefnin væru farin að virka. Styrkja innviði til að takast á við faraldurinn. Skapa þannig forsendur fyrir hagvöxt síðar meir. Einn stór mælikvarði á hversu vel rústabjörgunarpakkarnir skiluðu sér er staðan í heilbrigðiskerfinu í yfirstandandi bylgju. Þó margir hafi veðjað á endalok veirunnar í kjölfar bólusetningar sætir það furðu að ráðstafanir hafi ekki verið gerðar í tæka tíð til að efla þá hluta heilbrigðiskerfisins sem eru viðkvæmastir fyrir annarri bylgju. Þetta kostar peninga. En þetta er fjárfesting sem dregur úr þörf á harðari aðgerðum í daglegu lífi fólks. Dregur úr líkunum á að fólki hólfi sig sjálfkrafa af, sem aftur dregur kraft úr atvinnulífinu. Núverandi aðstæður eru vissulega óvenjulegar. En þetta ástand veitir engu að síður hraðsoðna innsýn inn í miklu stærri mynd hér á landi, sem er algjörlega óháð núverandi aðstæðum: Hversu stór kjölfesta velferðarkerfið raunverulega er fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun. Hænan og eggið Frá 1960 til 1990 jukust heildarútgjöld hins opinbera úr 27% af landsframleiðslu í um 40%. Síðan þá hefur hlutfallið verið rúmlega 40% ef frá eru talin áfallaárin eftir 2008 krísuna og nú í fyrra. Umrædd aukning frá 1960 má einna helst rekja til aukinna umsvifa í skólamálum og velferðarkerfinu. Þetta eru umsvif sem við komum okkar saman um sem samfélag því við sáum verðmæti í því. Þessi kerfi okkar hafa gert stórum hópum einstaklinga kleift að fara út á vinnumarkaðinn í krafti aðgangs að umönnunarþjónustu utan heimilis og stuðnings í daglegu lífi. Já, þessi umsvif hafa skapað opinber störf. En þau hafa líka stóraukið þann starfskraft sem einkageiranum býðst. Þar liggja gífurleg verðmæti. Tilkall einkageirans til verðmætasköpunarinnar er því stórkostleg einföldun á þeirri heimsmynd sem blasir við. Þegar talið berst að auknum umsvifum hins opinbera er sjaldan bent á þá staðreynd að við gerum umtalsvert meiri kröfur til samfélagsins í dag en við gerðum árið 1960. Við lifum lengur, menntum okkur meira og berum meiri virðingu fyrir þörfum hvers og eins einstaklings. Samt hefur okkur tekist að halda umsvifum hins opinbera meira og minna í takt við landsframleiðsluna frá 1990. Talið berst stundum að bákninu og íþyngjandi viðveru hins opinbera hvað varðar hagvaxtargetu. En þessu má allt eins snúa á haus – hverjar væru þjóðartekjurnar hér á landi, gjaldeyrissköpunin, ef við hefðum ekki komið öllum þessum fjölbreyttu einstaklingum út á vinnumarkaðinn með meiri þekkingu en nokkru sinni fyrr með öflugu stuðningsneti? COVID lærdómur Þótt fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi aukist á síðustu árum er þar gríðarleg uppsöfnuð innviðaskuld eftir síðustu krísu. Sú skuld hefur gert kerfið dýrara í rekstri fyrir vikið og dregið úr möguleikum þess til að auka hina margumtöluðu framleiðni. Rétt eins og verksmiðja sem keyrir á fullum afköstum áður en fjárfest hefur verið í grunnþáttum nær aldrei ásættanlegum árangri sama hversu mikið starfsfólkið leggur á sig. Til að komast sem fyrst í aðstæður þar sem hægt er að sækja fram, örva efnahagslífið, þarf að losa strax um flöskuhálsa í heilbrigðiskerfinu. Stóra spurningin í komandi kosningum er síðan hvaða lærdóm við drögum af þessu ástandi. Við blasa biðlistar, mannekla í heilbrigðiskerfinu og sálræn áhrif af faraldrinum sem munu kalla á sterkari geðheilbrigðisþjónustu og valda auknu álagi á samtryggingarkerfin okkar. Við megum ekki við því að fleiri sóknarfæri líði fyrir vanfjárfestingu í aðalkjölfestu verðmætasköpunar. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna. Mikið fór fyrir umræðu fyrri hluta árs um hvaða áhrif fjárframlög vegna COVID hefðu haft á hagvöxt. Að augljóst væri að nóg væri að gert því fall í landsframleiðslu hefði verið minna en áður var spáð. Þessi framsetning er þó grundvallar misskilningur á eðli krísunnar. Aðgerðapakkar hingað til áttu ekki að snúast um örvun hagkerfisins. Þetta áttu að vera rústabjörgunarpakkar. Tilgangurinn var að milda erfiðleika fólks og fyrirtækja þar til bóluefnin væru farin að virka. Styrkja innviði til að takast á við faraldurinn. Skapa þannig forsendur fyrir hagvöxt síðar meir. Einn stór mælikvarði á hversu vel rústabjörgunarpakkarnir skiluðu sér er staðan í heilbrigðiskerfinu í yfirstandandi bylgju. Þó margir hafi veðjað á endalok veirunnar í kjölfar bólusetningar sætir það furðu að ráðstafanir hafi ekki verið gerðar í tæka tíð til að efla þá hluta heilbrigðiskerfisins sem eru viðkvæmastir fyrir annarri bylgju. Þetta kostar peninga. En þetta er fjárfesting sem dregur úr þörf á harðari aðgerðum í daglegu lífi fólks. Dregur úr líkunum á að fólki hólfi sig sjálfkrafa af, sem aftur dregur kraft úr atvinnulífinu. Núverandi aðstæður eru vissulega óvenjulegar. En þetta ástand veitir engu að síður hraðsoðna innsýn inn í miklu stærri mynd hér á landi, sem er algjörlega óháð núverandi aðstæðum: Hversu stór kjölfesta velferðarkerfið raunverulega er fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun. Hænan og eggið Frá 1960 til 1990 jukust heildarútgjöld hins opinbera úr 27% af landsframleiðslu í um 40%. Síðan þá hefur hlutfallið verið rúmlega 40% ef frá eru talin áfallaárin eftir 2008 krísuna og nú í fyrra. Umrædd aukning frá 1960 má einna helst rekja til aukinna umsvifa í skólamálum og velferðarkerfinu. Þetta eru umsvif sem við komum okkar saman um sem samfélag því við sáum verðmæti í því. Þessi kerfi okkar hafa gert stórum hópum einstaklinga kleift að fara út á vinnumarkaðinn í krafti aðgangs að umönnunarþjónustu utan heimilis og stuðnings í daglegu lífi. Já, þessi umsvif hafa skapað opinber störf. En þau hafa líka stóraukið þann starfskraft sem einkageiranum býðst. Þar liggja gífurleg verðmæti. Tilkall einkageirans til verðmætasköpunarinnar er því stórkostleg einföldun á þeirri heimsmynd sem blasir við. Þegar talið berst að auknum umsvifum hins opinbera er sjaldan bent á þá staðreynd að við gerum umtalsvert meiri kröfur til samfélagsins í dag en við gerðum árið 1960. Við lifum lengur, menntum okkur meira og berum meiri virðingu fyrir þörfum hvers og eins einstaklings. Samt hefur okkur tekist að halda umsvifum hins opinbera meira og minna í takt við landsframleiðsluna frá 1990. Talið berst stundum að bákninu og íþyngjandi viðveru hins opinbera hvað varðar hagvaxtargetu. En þessu má allt eins snúa á haus – hverjar væru þjóðartekjurnar hér á landi, gjaldeyrissköpunin, ef við hefðum ekki komið öllum þessum fjölbreyttu einstaklingum út á vinnumarkaðinn með meiri þekkingu en nokkru sinni fyrr með öflugu stuðningsneti? COVID lærdómur Þótt fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi aukist á síðustu árum er þar gríðarleg uppsöfnuð innviðaskuld eftir síðustu krísu. Sú skuld hefur gert kerfið dýrara í rekstri fyrir vikið og dregið úr möguleikum þess til að auka hina margumtöluðu framleiðni. Rétt eins og verksmiðja sem keyrir á fullum afköstum áður en fjárfest hefur verið í grunnþáttum nær aldrei ásættanlegum árangri sama hversu mikið starfsfólkið leggur á sig. Til að komast sem fyrst í aðstæður þar sem hægt er að sækja fram, örva efnahagslífið, þarf að losa strax um flöskuhálsa í heilbrigðiskerfinu. Stóra spurningin í komandi kosningum er síðan hvaða lærdóm við drögum af þessu ástandi. Við blasa biðlistar, mannekla í heilbrigðiskerfinu og sálræn áhrif af faraldrinum sem munu kalla á sterkari geðheilbrigðisþjónustu og valda auknu álagi á samtryggingarkerfin okkar. Við megum ekki við því að fleiri sóknarfæri líði fyrir vanfjárfestingu í aðalkjölfestu verðmætasköpunar. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun