Ekkert var skorað í fyrr hálfleik, en John Lundstram, varnarmaður Rangers, náði sér í tvö gul spjöl með tíu mínútna millibili og þar með rautt spjald rétt fyrir hálfleik.
Einum manni færri náðu Rangers þó að koma inn marki. Þar var að verki Alfredo Morelos eftir stoðsendingu frá James Tavernier.
Það reyndist eina mark leiksins, og Rangers er því í góðri stöðu fyrir seinni leik liðanna að viku liðinni. Sigur í einvíginu gefur sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
FULL-TIME: Rangers 1-0 Alashkert
— Rangers Football Club (@RangersFC) August 19, 2021
Alfredo Morelos with the winner at Ibrox in tonight's @EuropaLeague play-off first-leg. pic.twitter.com/HVfr4SuXLV