Um vegna áhættu og ábata Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 20. ágúst 2021 09:01 Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Frístundaheimili hálfopin – og tómstundir og íþróttir barna verða ekki svipur hjá sjón. Þau börn sem ekki verða í sóttkví munu mæta uggandi í hólfaskiptan skóla sem takmarkar verulega kennslu og upplifun barna, eins og kemur fram í sannfærandi umfjöllun nýs skólastjóra Melaskóla, sem kallar eftir breyttum reglum um sóttkví barna. Innan fárra vikna er fyrirséð að skólahald í leik-, grunn- og framhaldsskólum lamist með reglulegu millibili. Fjöldi launafólks missi vikur úr vinnu. Starfsemi fyrirtækja og stofnana verður skert í einhverjum tilvikum. Lítil fyrirtæki munu loka. Einyrkjar sitja uppi fullbólusettir en tekjulausir og einkennalausir í séríslenskri sóttkví barna. Betri staða á Norðurlöndum Á Norðurlöndum og á Bretlandi er allt annað fyrirkomulag. Þar hafa stjórnvöld lagt kapp á að lifa með veirunni—ekki bara í orði heldur á borði. Á Norðurlöndum er sóttkví barna yngri en 18 ára ekki beitt með sama hætti. Starfsemi leikskóla, frístundaheimila og grunnskóla er samkvæmt tiltölulega hefðbundnu fyrirkomulagi. En allir gæta að sér. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að stefnan sé að lifa með veirunni. Víðtæk beiting sóttkvíar á börn og ungmenni er víðs fjarri þeirri stefnu. Á Norðurlöndum er fullbólusett og einkennalaust fólk ekki sett í sóttkví, jafnvel þótt það hafi verið beint útsett fyrir veirunni. Niðurstaðan er sú að lífið gengur nokkurn veginn sinn vanagang á Norðurlöndunum. En allir eru meðvitaðir um að vágesturinn er enn á ferli en mæta honum með sjálfsprófum, hraðprófum og persónulegum sóttvörnum í forgrunni alls. Þangað eigum við að stefna. Dramb er falli næst Viðkvæði sóttvarnaryfirvalda á Íslandi er að vísindamenn og læknar sem fara fyrir sóttvörnum á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi séu ekki að meta áhættuna rétt. En þau geri það hins vegar sjálf. Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð. Þetta hrópandi ósamræmi á milli sóttvarnarreglna og beitingu sóttkvíar á börn og ungmenni skapar áleitnar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Í öðrum löndum fer fram áhættu- og hagsmunamat sem skilar allt annarri niðurstöðu en hjá íslenskum sóttvarnaryfirvöldum. Í nágrannalöndum er að skapast samfélagsleg sátt um að standa þurfi vörð um fleira en sóttvarnir; til dæmis andlega heilsu barna og fullorðinna, menningarlíf, félagslegar þarfir og sköpun efnahagslegra verðmæta. Það misræmi sem nú er uppi þurfa sóttvarnaryfirvöld að skýra að fullu með öðrum rökum en að halda því fram að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Greinin birtist fyrst á vef SA. Höfundur er framkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Bólusetningar Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Frístundaheimili hálfopin – og tómstundir og íþróttir barna verða ekki svipur hjá sjón. Þau börn sem ekki verða í sóttkví munu mæta uggandi í hólfaskiptan skóla sem takmarkar verulega kennslu og upplifun barna, eins og kemur fram í sannfærandi umfjöllun nýs skólastjóra Melaskóla, sem kallar eftir breyttum reglum um sóttkví barna. Innan fárra vikna er fyrirséð að skólahald í leik-, grunn- og framhaldsskólum lamist með reglulegu millibili. Fjöldi launafólks missi vikur úr vinnu. Starfsemi fyrirtækja og stofnana verður skert í einhverjum tilvikum. Lítil fyrirtæki munu loka. Einyrkjar sitja uppi fullbólusettir en tekjulausir og einkennalausir í séríslenskri sóttkví barna. Betri staða á Norðurlöndum Á Norðurlöndum og á Bretlandi er allt annað fyrirkomulag. Þar hafa stjórnvöld lagt kapp á að lifa með veirunni—ekki bara í orði heldur á borði. Á Norðurlöndum er sóttkví barna yngri en 18 ára ekki beitt með sama hætti. Starfsemi leikskóla, frístundaheimila og grunnskóla er samkvæmt tiltölulega hefðbundnu fyrirkomulagi. En allir gæta að sér. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að stefnan sé að lifa með veirunni. Víðtæk beiting sóttkvíar á börn og ungmenni er víðs fjarri þeirri stefnu. Á Norðurlöndum er fullbólusett og einkennalaust fólk ekki sett í sóttkví, jafnvel þótt það hafi verið beint útsett fyrir veirunni. Niðurstaðan er sú að lífið gengur nokkurn veginn sinn vanagang á Norðurlöndunum. En allir eru meðvitaðir um að vágesturinn er enn á ferli en mæta honum með sjálfsprófum, hraðprófum og persónulegum sóttvörnum í forgrunni alls. Þangað eigum við að stefna. Dramb er falli næst Viðkvæði sóttvarnaryfirvalda á Íslandi er að vísindamenn og læknar sem fara fyrir sóttvörnum á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi séu ekki að meta áhættuna rétt. En þau geri það hins vegar sjálf. Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð. Þetta hrópandi ósamræmi á milli sóttvarnarreglna og beitingu sóttkvíar á börn og ungmenni skapar áleitnar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Í öðrum löndum fer fram áhættu- og hagsmunamat sem skilar allt annarri niðurstöðu en hjá íslenskum sóttvarnaryfirvöldum. Í nágrannalöndum er að skapast samfélagsleg sátt um að standa þurfi vörð um fleira en sóttvarnir; til dæmis andlega heilsu barna og fullorðinna, menningarlíf, félagslegar þarfir og sköpun efnahagslegra verðmæta. Það misræmi sem nú er uppi þurfa sóttvarnaryfirvöld að skýra að fullu með öðrum rökum en að halda því fram að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Greinin birtist fyrst á vef SA. Höfundur er framkvæmdastjóri SA.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun