Reglur um fjárhagslega háttvísi á bak og burt svo moldríkir eigendur geti eytt eins og þeim sýnist Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2021 16:00 Lionel Messi ásamt Nasser Al Khelaifi, forseta París-Saint Germain og ECA. Sebastien Muylaert/Getty Images Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi (FFP) eru á leiðinni í grunna gröf. Unnið er að nýju regluverki til að passa upp á eyðslu knattspyrnuliða í Evrópu. Félögin sem voru á bakvið hugmyndina að svokallaðri ofurdeild munu vinna saman að nýju regluverki. Fyrr í vikunni fengu 9 af þeim 12 félögum sem sögðu sig úr ECA, samtök knattspyrnufélaga í Evrópu, til að stofna svokallaða ofurdeild aftur inngöngu í samtökin. Um er að ræða Manchester United og City, Liverpool, Chelsea, Arsenal, Tottenham Hotspur, Atlético Madríd ásamt Inter og AC Milan. Real Madrid, Barcelona og Juventus eru enn að íhuga valmöguleika sína og hafa ekki reynt að komast aftur inn í ECA. Þann 10. og 11. september munu forráðamenn og þau sem eiga hlut í stærstu liðum Evrópu hittast í Nyon í Sviss til að ræða framtíðina. Þau níu félög sem yfirgáfu ECA fyrr á þessu ári hafa kosningarétt og ljóst er að þau vilja breytingar. Uefa's FFP era is over and who drives what comes next? PSG president Nasser Al-Khelaifi @SamWallaceTel https://t.co/DeM8cDqKNf— Telegraph Football (@TeleFootball) August 19, 2021 Eftir að Andrea Agnelli hjá Juventus sagði stöðu sinni lausri sem forseti ECA þá steig Nasser Al-Khelaifi inn og tók við. Hann er því nú forseti París-Saint Germain og ECA. Hann er því valdamesti aðilinn þegar kemur að samræðum við Aleksander Ceferin, forseta knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Parísarliðið, líkt og Bayern München, neitaði að segja sig úr ECA til að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu. Það kom Al-Khelaifi í enn betri stöðu en áður þegar kemur að áhrif á regluverk í kringum knattspyrnulið álfunnar. Hann vill henda reglum um fjárhagslega háttvísi undir rútuna og taka upp lúxusskatt eins og þekkist í NBA-deildinni. Ef lið fer yfir þá upphæð sem þá að geta eytt þá borgar það bara skatt. Einfaldara gæti það ekki orðið, eða hvað? Talið er að reglur um lúxusskatt myndu fylgjast með stöðu mála hjá félögum í rauntíma, það væri ekki nóg að skila skjölum með fullt af tölum að tímabili loknu til að sýna fram á að félögin hefðu staðið sig í stykkinu. Uefa new FFP model - the luxury tax - will see spending monitored in real time. Clubs may have to submit transfer fees, salaries, agent fees, to have their 25-man Uefa comp squads verified. Full story: https://t.co/xD06FY7aNg— Sam Wallace (@SamWallaceTel) August 19, 2021 Til að mynda þyrftu þau félög sem taka þátt í Evrópukeppnum að skila inn staðfestingu á hvað þau eyddu í leikmenn, hver launakostnaðurinn þeirra sé og hvað þau borguðu umboðsmönnum mikið til þess að fá 25 manna hópa sína staðfesta. Þó UEFA hafi alltaf haldið því fram að reglur um fjárhagslega háttvísi hafi myndað öruggara og stöðugra landslag í Evrópu þá hefur reynst erfitt að viðhalda regluverkinu. Einnig er ljóst að það hefur engan veginn komið í veg fyrir að félög taki hroðalegar ákvarðanir. Spænska stórveldið Barcelona verandi besta dæmið. Segja má að reglur um fjárhagslega háttvísi hafi dáið þegar Alþjóða íþróttadómstóllinn dæmdi Manchester City í hag eftir að UEFA vildi meina að félagið hefði farið í kringum regluverkið og ætti að vera dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu. Það ásamt slökunum sem voru veittar vegna kórónuveirunnar hefur breytt landslag stórliða í Evrópu. „Við erum nú að vinna í glænýjum fjárhagslegum raunveruleika,“ sagði Ceferin um málið sem mun án efa vekja enn frekari athygli eftir að ljóst er hvað verður ákveðið á fundinum 10. og 11. september. Fótbolti Ofurdeildin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Fyrr í vikunni fengu 9 af þeim 12 félögum sem sögðu sig úr ECA, samtök knattspyrnufélaga í Evrópu, til að stofna svokallaða ofurdeild aftur inngöngu í samtökin. Um er að ræða Manchester United og City, Liverpool, Chelsea, Arsenal, Tottenham Hotspur, Atlético Madríd ásamt Inter og AC Milan. Real Madrid, Barcelona og Juventus eru enn að íhuga valmöguleika sína og hafa ekki reynt að komast aftur inn í ECA. Þann 10. og 11. september munu forráðamenn og þau sem eiga hlut í stærstu liðum Evrópu hittast í Nyon í Sviss til að ræða framtíðina. Þau níu félög sem yfirgáfu ECA fyrr á þessu ári hafa kosningarétt og ljóst er að þau vilja breytingar. Uefa's FFP era is over and who drives what comes next? PSG president Nasser Al-Khelaifi @SamWallaceTel https://t.co/DeM8cDqKNf— Telegraph Football (@TeleFootball) August 19, 2021 Eftir að Andrea Agnelli hjá Juventus sagði stöðu sinni lausri sem forseti ECA þá steig Nasser Al-Khelaifi inn og tók við. Hann er því nú forseti París-Saint Germain og ECA. Hann er því valdamesti aðilinn þegar kemur að samræðum við Aleksander Ceferin, forseta knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Parísarliðið, líkt og Bayern München, neitaði að segja sig úr ECA til að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu. Það kom Al-Khelaifi í enn betri stöðu en áður þegar kemur að áhrif á regluverk í kringum knattspyrnulið álfunnar. Hann vill henda reglum um fjárhagslega háttvísi undir rútuna og taka upp lúxusskatt eins og þekkist í NBA-deildinni. Ef lið fer yfir þá upphæð sem þá að geta eytt þá borgar það bara skatt. Einfaldara gæti það ekki orðið, eða hvað? Talið er að reglur um lúxusskatt myndu fylgjast með stöðu mála hjá félögum í rauntíma, það væri ekki nóg að skila skjölum með fullt af tölum að tímabili loknu til að sýna fram á að félögin hefðu staðið sig í stykkinu. Uefa new FFP model - the luxury tax - will see spending monitored in real time. Clubs may have to submit transfer fees, salaries, agent fees, to have their 25-man Uefa comp squads verified. Full story: https://t.co/xD06FY7aNg— Sam Wallace (@SamWallaceTel) August 19, 2021 Til að mynda þyrftu þau félög sem taka þátt í Evrópukeppnum að skila inn staðfestingu á hvað þau eyddu í leikmenn, hver launakostnaðurinn þeirra sé og hvað þau borguðu umboðsmönnum mikið til þess að fá 25 manna hópa sína staðfesta. Þó UEFA hafi alltaf haldið því fram að reglur um fjárhagslega háttvísi hafi myndað öruggara og stöðugra landslag í Evrópu þá hefur reynst erfitt að viðhalda regluverkinu. Einnig er ljóst að það hefur engan veginn komið í veg fyrir að félög taki hroðalegar ákvarðanir. Spænska stórveldið Barcelona verandi besta dæmið. Segja má að reglur um fjárhagslega háttvísi hafi dáið þegar Alþjóða íþróttadómstóllinn dæmdi Manchester City í hag eftir að UEFA vildi meina að félagið hefði farið í kringum regluverkið og ætti að vera dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu. Það ásamt slökunum sem voru veittar vegna kórónuveirunnar hefur breytt landslag stórliða í Evrópu. „Við erum nú að vinna í glænýjum fjárhagslegum raunveruleika,“ sagði Ceferin um málið sem mun án efa vekja enn frekari athygli eftir að ljóst er hvað verður ákveðið á fundinum 10. og 11. september.
Fótbolti Ofurdeildin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira