Formaður knattspyrnudeildar Fram segir að ný aðstaða félagsins verði sú glæsilegasta á Íslandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2021 19:01 Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir að ný aðstaða félagsins verði sú glæsilegasta á Íslandi. Mynd/Skjáskot Fram tryggði sér á dögunum sæti í Pepsi Max deild karla í fyrsta skipti síðan 2014. Liðið lék heimaleiki sína í sumar á gervigrasinu í Safamýri, en á næstu leiktíð mun liðið færa sig í Úlfarsárdal, þar sem að nýja svæðið þeirra hefur verið í byggingu í mörg ár. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaðu knattspyrnudeildar Fram, gerir ráð fyrir að liðið geti spilað alla heimaleiki sína á næsta tímabili á nýja svæðinu, en þar verður meðal annars gervigras í hæsta gæðaflokki og stúka fyrir 1600 manns. „Það er allavega stefnan, að byrja hérna í maí á næsta ári. Sennilega byrjar mótið í apríl ef breytingar á keppnisfyrirkomulagi verða samþykktar. En við ætlum klárlega að spila hérna næsta sumar,“ sagði Ásgrímur í samtali við Stöð 2. „Við stöndum hérna inni í miðjuhringnum, fyrir framan þessa glæsilegu stúku sem verður. Hérna verður allt til alls, þetta verður glæsilegasta aðstaða félags á Íslandi í dag þori ég að fullyrða.“ Nýja aðstaðan mun bjóða upp á allt það helsta sem að stórt félag á Íslandi getur boðið upp á. „Hérna verða þrír gervigrasvellir, þrír grasæfingavellir, hálft hús og svo sú aðstaða sem verður innandyra með tvöföldum sal og allskonar litlum sölum og aðstöðu,“ segir Ásgrímur. Fram ætlar sér stóra hluti í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili, og Ásgrímur segir fjárhagsstöðu félagsins vera góða. „Fjárhagsstaðan er góð. Við höfum verið að reka knattspyrnudeildina mjög vel og við erum hvergi bangin við að glíma við það sem framundan er í Pepsi Max,“ sagði Ásgrímur að lokum. Viðtalið við Ásgrím má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fram uppbygging Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Ásgrímur Helgi Einarsson, formaðu knattspyrnudeildar Fram, gerir ráð fyrir að liðið geti spilað alla heimaleiki sína á næsta tímabili á nýja svæðinu, en þar verður meðal annars gervigras í hæsta gæðaflokki og stúka fyrir 1600 manns. „Það er allavega stefnan, að byrja hérna í maí á næsta ári. Sennilega byrjar mótið í apríl ef breytingar á keppnisfyrirkomulagi verða samþykktar. En við ætlum klárlega að spila hérna næsta sumar,“ sagði Ásgrímur í samtali við Stöð 2. „Við stöndum hérna inni í miðjuhringnum, fyrir framan þessa glæsilegu stúku sem verður. Hérna verður allt til alls, þetta verður glæsilegasta aðstaða félags á Íslandi í dag þori ég að fullyrða.“ Nýja aðstaðan mun bjóða upp á allt það helsta sem að stórt félag á Íslandi getur boðið upp á. „Hérna verða þrír gervigrasvellir, þrír grasæfingavellir, hálft hús og svo sú aðstaða sem verður innandyra með tvöföldum sal og allskonar litlum sölum og aðstöðu,“ segir Ásgrímur. Fram ætlar sér stóra hluti í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili, og Ásgrímur segir fjárhagsstöðu félagsins vera góða. „Fjárhagsstaðan er góð. Við höfum verið að reka knattspyrnudeildina mjög vel og við erum hvergi bangin við að glíma við það sem framundan er í Pepsi Max,“ sagði Ásgrímur að lokum. Viðtalið við Ásgrím má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fram uppbygging Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira