Finnst koma til greina að ríkið dreifi sjálfsprófum á heimili Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 23:45 Sigurður Ingi fór í hraðpróf fyrir veislu í gær og ber því fyrirkomulagi vel söguna. facebook/sigurður ingi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, ber því hraðprófafyrirkomulagi vel söguna sem ríkisstjórnin skoðar hvort hægt sé að taka upp á Íslandi til að leyfa stærri samkomur. Hann mætti í veislu í gær þar sem allir veislugestir voru skimaðir fyrir Covid-19 með hraðprófum áður en þeir fengu að fara inn í veislusalinn. „Það voru allir 50 til 60 gestir með neikvætt svar og voru mjög jákvæðir með það,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Gestgjafinn bókaði prófin frá einkaaðila sem býður upp á slíka þjónustu á Íslandi. „Þarna fer maður bara í test sem er öruggt og tekið af fagmanneskju. Svo fór maður bara niður og varð að bíða í eitthvað korter eftir niðurstöðunni og fékk svo að fara inn í salinn,“ segir Sigurður Ingi. „Og fyrir vikið voru allir mun öruggari. Maður veit að maður er ekki að smita aðra og að þeir eru í sömu sporum. Það er ákveðið öryggi sem felst í því.“ Hann segir að hraðprófið hafi ekki farið alveg eins langt upp í nef og PCR-prófið og þá hafi ekki þurft að taka sýni úr kokinu heldur úr báðum nösum. Bæði Sigurður Ingi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafa greint frá því að ríkisstjórnin sé að skoða leiðir til að létta á bæði samkomutakmörkunum og jafnvel sóttkvíarreglum og gætu hraðprófin hjálpað í þeim efnum. Sjálfspróf hentug fyrir viðkvæmar stofnanir Sigurður Ingi nefnir einnig sjálfspróf sem eru víða í notkun erlendis. Hann sér jafnvel fyrir sér að ríkið gæti dreift slíkum prófum á heimili landsins en slíkt tíðkast í einhverjum Evrópulöndum, til dæmis í Austurríki. Hann segir hraðprófin eðlilega dýrari en sjálfsprófin enda haldi fagaðilar utan um þau. „Í nokkrum löndum hefur ríkisvaldið dreift þessum sjálfsprófum.“ Kemur til greina að gera slíkt hér á landi? „Mér finnst allt koma til greina sem virkar til tempra smitfjöldann og halda eðlilegu samfélagi gangandi. Því hitt er mjög dýrt, að vera með mjög íþyngjandi takmarkanir á samfélaginu og vera með svo mikið álag á spítalanum.“ Það er samt galli á sjálfsprófunum: „Vandinn við þau er að þau eru ekki með svona skráningu eins og til dæmis hraðprófið sem ég var í í gær. Því ef einhver hefði greinst þar hefði það verið skráð og hann þurft að fara í PCR-próf. En í svona sjálfsprófum er það auðvitað undir þér komið að gera það. Hluti af því er að við þurfum að bera meiri ábyrgð á þessu sjálf.“ Hann sér þó fyrir sér hvar sjálfsprófin geta verið gagnleg: „Við getum klárlega verið að beita þessum prófum á viðkvæmum stofnunum; þegar fólk væri að koma inn á spítala, í heimsókn á hjúkrunarheimili eða jafnvel í skólum í byrjun vikunnar. Og svo er klárlega hægt að nota þetta á stærri samkomum ef við verðum með fjöldatakmarkanir til lengri tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Hraðpróf tekin í notkun hér á landi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. 23. júní 2021 09:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
„Það voru allir 50 til 60 gestir með neikvætt svar og voru mjög jákvæðir með það,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Gestgjafinn bókaði prófin frá einkaaðila sem býður upp á slíka þjónustu á Íslandi. „Þarna fer maður bara í test sem er öruggt og tekið af fagmanneskju. Svo fór maður bara niður og varð að bíða í eitthvað korter eftir niðurstöðunni og fékk svo að fara inn í salinn,“ segir Sigurður Ingi. „Og fyrir vikið voru allir mun öruggari. Maður veit að maður er ekki að smita aðra og að þeir eru í sömu sporum. Það er ákveðið öryggi sem felst í því.“ Hann segir að hraðprófið hafi ekki farið alveg eins langt upp í nef og PCR-prófið og þá hafi ekki þurft að taka sýni úr kokinu heldur úr báðum nösum. Bæði Sigurður Ingi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafa greint frá því að ríkisstjórnin sé að skoða leiðir til að létta á bæði samkomutakmörkunum og jafnvel sóttkvíarreglum og gætu hraðprófin hjálpað í þeim efnum. Sjálfspróf hentug fyrir viðkvæmar stofnanir Sigurður Ingi nefnir einnig sjálfspróf sem eru víða í notkun erlendis. Hann sér jafnvel fyrir sér að ríkið gæti dreift slíkum prófum á heimili landsins en slíkt tíðkast í einhverjum Evrópulöndum, til dæmis í Austurríki. Hann segir hraðprófin eðlilega dýrari en sjálfsprófin enda haldi fagaðilar utan um þau. „Í nokkrum löndum hefur ríkisvaldið dreift þessum sjálfsprófum.“ Kemur til greina að gera slíkt hér á landi? „Mér finnst allt koma til greina sem virkar til tempra smitfjöldann og halda eðlilegu samfélagi gangandi. Því hitt er mjög dýrt, að vera með mjög íþyngjandi takmarkanir á samfélaginu og vera með svo mikið álag á spítalanum.“ Það er samt galli á sjálfsprófunum: „Vandinn við þau er að þau eru ekki með svona skráningu eins og til dæmis hraðprófið sem ég var í í gær. Því ef einhver hefði greinst þar hefði það verið skráð og hann þurft að fara í PCR-próf. En í svona sjálfsprófum er það auðvitað undir þér komið að gera það. Hluti af því er að við þurfum að bera meiri ábyrgð á þessu sjálf.“ Hann sér þó fyrir sér hvar sjálfsprófin geta verið gagnleg: „Við getum klárlega verið að beita þessum prófum á viðkvæmum stofnunum; þegar fólk væri að koma inn á spítala, í heimsókn á hjúkrunarheimili eða jafnvel í skólum í byrjun vikunnar. Og svo er klárlega hægt að nota þetta á stærri samkomum ef við verðum með fjöldatakmarkanir til lengri tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Hraðpróf tekin í notkun hér á landi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. 23. júní 2021 09:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Hraðpróf tekin í notkun hér á landi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. 23. júní 2021 09:40