Finnst koma til greina að ríkið dreifi sjálfsprófum á heimili Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 23:45 Sigurður Ingi fór í hraðpróf fyrir veislu í gær og ber því fyrirkomulagi vel söguna. facebook/sigurður ingi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, ber því hraðprófafyrirkomulagi vel söguna sem ríkisstjórnin skoðar hvort hægt sé að taka upp á Íslandi til að leyfa stærri samkomur. Hann mætti í veislu í gær þar sem allir veislugestir voru skimaðir fyrir Covid-19 með hraðprófum áður en þeir fengu að fara inn í veislusalinn. „Það voru allir 50 til 60 gestir með neikvætt svar og voru mjög jákvæðir með það,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Gestgjafinn bókaði prófin frá einkaaðila sem býður upp á slíka þjónustu á Íslandi. „Þarna fer maður bara í test sem er öruggt og tekið af fagmanneskju. Svo fór maður bara niður og varð að bíða í eitthvað korter eftir niðurstöðunni og fékk svo að fara inn í salinn,“ segir Sigurður Ingi. „Og fyrir vikið voru allir mun öruggari. Maður veit að maður er ekki að smita aðra og að þeir eru í sömu sporum. Það er ákveðið öryggi sem felst í því.“ Hann segir að hraðprófið hafi ekki farið alveg eins langt upp í nef og PCR-prófið og þá hafi ekki þurft að taka sýni úr kokinu heldur úr báðum nösum. Bæði Sigurður Ingi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafa greint frá því að ríkisstjórnin sé að skoða leiðir til að létta á bæði samkomutakmörkunum og jafnvel sóttkvíarreglum og gætu hraðprófin hjálpað í þeim efnum. Sjálfspróf hentug fyrir viðkvæmar stofnanir Sigurður Ingi nefnir einnig sjálfspróf sem eru víða í notkun erlendis. Hann sér jafnvel fyrir sér að ríkið gæti dreift slíkum prófum á heimili landsins en slíkt tíðkast í einhverjum Evrópulöndum, til dæmis í Austurríki. Hann segir hraðprófin eðlilega dýrari en sjálfsprófin enda haldi fagaðilar utan um þau. „Í nokkrum löndum hefur ríkisvaldið dreift þessum sjálfsprófum.“ Kemur til greina að gera slíkt hér á landi? „Mér finnst allt koma til greina sem virkar til tempra smitfjöldann og halda eðlilegu samfélagi gangandi. Því hitt er mjög dýrt, að vera með mjög íþyngjandi takmarkanir á samfélaginu og vera með svo mikið álag á spítalanum.“ Það er samt galli á sjálfsprófunum: „Vandinn við þau er að þau eru ekki með svona skráningu eins og til dæmis hraðprófið sem ég var í í gær. Því ef einhver hefði greinst þar hefði það verið skráð og hann þurft að fara í PCR-próf. En í svona sjálfsprófum er það auðvitað undir þér komið að gera það. Hluti af því er að við þurfum að bera meiri ábyrgð á þessu sjálf.“ Hann sér þó fyrir sér hvar sjálfsprófin geta verið gagnleg: „Við getum klárlega verið að beita þessum prófum á viðkvæmum stofnunum; þegar fólk væri að koma inn á spítala, í heimsókn á hjúkrunarheimili eða jafnvel í skólum í byrjun vikunnar. Og svo er klárlega hægt að nota þetta á stærri samkomum ef við verðum með fjöldatakmarkanir til lengri tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Hraðpróf tekin í notkun hér á landi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. 23. júní 2021 09:40 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
„Það voru allir 50 til 60 gestir með neikvætt svar og voru mjög jákvæðir með það,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Gestgjafinn bókaði prófin frá einkaaðila sem býður upp á slíka þjónustu á Íslandi. „Þarna fer maður bara í test sem er öruggt og tekið af fagmanneskju. Svo fór maður bara niður og varð að bíða í eitthvað korter eftir niðurstöðunni og fékk svo að fara inn í salinn,“ segir Sigurður Ingi. „Og fyrir vikið voru allir mun öruggari. Maður veit að maður er ekki að smita aðra og að þeir eru í sömu sporum. Það er ákveðið öryggi sem felst í því.“ Hann segir að hraðprófið hafi ekki farið alveg eins langt upp í nef og PCR-prófið og þá hafi ekki þurft að taka sýni úr kokinu heldur úr báðum nösum. Bæði Sigurður Ingi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafa greint frá því að ríkisstjórnin sé að skoða leiðir til að létta á bæði samkomutakmörkunum og jafnvel sóttkvíarreglum og gætu hraðprófin hjálpað í þeim efnum. Sjálfspróf hentug fyrir viðkvæmar stofnanir Sigurður Ingi nefnir einnig sjálfspróf sem eru víða í notkun erlendis. Hann sér jafnvel fyrir sér að ríkið gæti dreift slíkum prófum á heimili landsins en slíkt tíðkast í einhverjum Evrópulöndum, til dæmis í Austurríki. Hann segir hraðprófin eðlilega dýrari en sjálfsprófin enda haldi fagaðilar utan um þau. „Í nokkrum löndum hefur ríkisvaldið dreift þessum sjálfsprófum.“ Kemur til greina að gera slíkt hér á landi? „Mér finnst allt koma til greina sem virkar til tempra smitfjöldann og halda eðlilegu samfélagi gangandi. Því hitt er mjög dýrt, að vera með mjög íþyngjandi takmarkanir á samfélaginu og vera með svo mikið álag á spítalanum.“ Það er samt galli á sjálfsprófunum: „Vandinn við þau er að þau eru ekki með svona skráningu eins og til dæmis hraðprófið sem ég var í í gær. Því ef einhver hefði greinst þar hefði það verið skráð og hann þurft að fara í PCR-próf. En í svona sjálfsprófum er það auðvitað undir þér komið að gera það. Hluti af því er að við þurfum að bera meiri ábyrgð á þessu sjálf.“ Hann sér þó fyrir sér hvar sjálfsprófin geta verið gagnleg: „Við getum klárlega verið að beita þessum prófum á viðkvæmum stofnunum; þegar fólk væri að koma inn á spítala, í heimsókn á hjúkrunarheimili eða jafnvel í skólum í byrjun vikunnar. Og svo er klárlega hægt að nota þetta á stærri samkomum ef við verðum með fjöldatakmarkanir til lengri tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Hraðpróf tekin í notkun hér á landi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. 23. júní 2021 09:40 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Hraðpróf tekin í notkun hér á landi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. 23. júní 2021 09:40