Heilbrigðismál eru kosningamál Erna Bjarnadóttir skrifar 23. ágúst 2021 12:01 Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli. Er þar skemmst að minnast flutningi á skimunum fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem enn sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Einnig má nefna áform um að loka Domus og að senda sjúklinga frekar til útlanda í liðskiptaaðgerðir en nýta innlenda þjónustu. Hér verður því miður ekki séð að öryggi og líðan sjúklinga sé höfð í fyrirrúmi heldur pólitísk sýn um að alla þessa þjónustu eigi að veita af ríkinu í stað þess að gera þjónustusamninga við einkaaðila til að skjóta fleiri stoðum undir heilbrigðisþjónustuna. Óskammfeilni forystumanna ríkisstjórnarinnar náði hins vegar nýjum hæðum þegar forsætisráðherra og fjármálaráðherra tóku að vitna í niðurstöður samtals við forstjóra LSH þess efnis að mönnun sé eina vandamál gjörgæslu Landspítalans en ekki skortur á fjármagni. Í færslu á fésbókinni þann 22. ágúst fer Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félags sjúkrahúslækna vandlega yfir raunverulega stöðu gjörgæslunnar á LSH. Á undanförnum árum hefur ítrekað verið varað við stöðunni þar en þvert á móti og eftir nokkrar COVID bylgjur var tekin ákvörðun um að fækka úr 13 gjörgæsluplássum niður í 10 fyrir sumarið 2021. Með þessu var Ísland komið í botnsæti Evrópuþjóða hvað varðar fjölda gjörgæsluplássa á íbúa. Ástæðan mun vera þær sparnaðarkröfur sem gerðar eru á Landspítalanum. Á sama tíma hlýðum við á viðtöl við Björn Zoega forstjóra Carolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og fyrrum forstjóra LSH. Hann hefur þvert á móti unnið markvisst að fjölgun gjörgæsluplássa þar, síðan COVID faraldurinn hófst. Theódór Skúli segist ítrekað hafa varið við hættunni af þessari fækkun gjörgæsluplássa í skugga heimsfaraldurs, opnun landamæra og fjölgun ferðamanna. En þvert á móti, þá skyldi sparað með öllum ráðum. Læknar voru beðnir um að lækka starfshlutfall, ekki átti að greiða læknum aukagreiðslu fyrir að taka vakt vegna forfalla, loka skurðstofum, stöðva dýrari inngrip og fækka gjörgæsluplássum. Hann segir síðan orðrétt: „Við áttum einfaldlega að hætta að lækna og hjúkra til að spara !“ Vandinn er felst ekki í að ekki fáist fólk til starfa. Síðasta vetur sóttu t.d. mun fleiri hjúkrunarfræðingar um vinnu á gjörgæsludeildunum, en fengu þar sem takmakaður fjöldi staða var í boði. Þá var þrengt mjög að greiðslum fyrir aukið álag fyrir að fresta fríum. Forystufólk ríkisstjórnarinnar mætti líka rifja upp ítrekaða og langdregna kjarabaráttu heilbrigðisstétta með tilheyrandi verkföllum, lagasetningum og kjaradómum. Skemmst er að minnast þess að hjúkrunarfræðingar voru samningslausir við upphaf COVID faraldursins. Óboðlegt er að tala nú til þessa hóps eins og hann sé varla til eða fáist ekki til starfa þegar mikið liggur við. Öll viljum við vera metin að verðleikum og mikilvægi starfa okkar. Því þarf að hlusta á starfsfólk í framlínu heilbrigðiskerfisins. Það þekkir best hvar eldurinn brennur heitast. Snúum okkur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi þar með talið Landspítala sem við öll getum verið stolt af og er eftirsóknarverður vinnustaður. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Landspítalinn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli. Er þar skemmst að minnast flutningi á skimunum fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem enn sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Einnig má nefna áform um að loka Domus og að senda sjúklinga frekar til útlanda í liðskiptaaðgerðir en nýta innlenda þjónustu. Hér verður því miður ekki séð að öryggi og líðan sjúklinga sé höfð í fyrirrúmi heldur pólitísk sýn um að alla þessa þjónustu eigi að veita af ríkinu í stað þess að gera þjónustusamninga við einkaaðila til að skjóta fleiri stoðum undir heilbrigðisþjónustuna. Óskammfeilni forystumanna ríkisstjórnarinnar náði hins vegar nýjum hæðum þegar forsætisráðherra og fjármálaráðherra tóku að vitna í niðurstöður samtals við forstjóra LSH þess efnis að mönnun sé eina vandamál gjörgæslu Landspítalans en ekki skortur á fjármagni. Í færslu á fésbókinni þann 22. ágúst fer Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félags sjúkrahúslækna vandlega yfir raunverulega stöðu gjörgæslunnar á LSH. Á undanförnum árum hefur ítrekað verið varað við stöðunni þar en þvert á móti og eftir nokkrar COVID bylgjur var tekin ákvörðun um að fækka úr 13 gjörgæsluplássum niður í 10 fyrir sumarið 2021. Með þessu var Ísland komið í botnsæti Evrópuþjóða hvað varðar fjölda gjörgæsluplássa á íbúa. Ástæðan mun vera þær sparnaðarkröfur sem gerðar eru á Landspítalanum. Á sama tíma hlýðum við á viðtöl við Björn Zoega forstjóra Carolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og fyrrum forstjóra LSH. Hann hefur þvert á móti unnið markvisst að fjölgun gjörgæsluplássa þar, síðan COVID faraldurinn hófst. Theódór Skúli segist ítrekað hafa varið við hættunni af þessari fækkun gjörgæsluplássa í skugga heimsfaraldurs, opnun landamæra og fjölgun ferðamanna. En þvert á móti, þá skyldi sparað með öllum ráðum. Læknar voru beðnir um að lækka starfshlutfall, ekki átti að greiða læknum aukagreiðslu fyrir að taka vakt vegna forfalla, loka skurðstofum, stöðva dýrari inngrip og fækka gjörgæsluplássum. Hann segir síðan orðrétt: „Við áttum einfaldlega að hætta að lækna og hjúkra til að spara !“ Vandinn er felst ekki í að ekki fáist fólk til starfa. Síðasta vetur sóttu t.d. mun fleiri hjúkrunarfræðingar um vinnu á gjörgæsludeildunum, en fengu þar sem takmakaður fjöldi staða var í boði. Þá var þrengt mjög að greiðslum fyrir aukið álag fyrir að fresta fríum. Forystufólk ríkisstjórnarinnar mætti líka rifja upp ítrekaða og langdregna kjarabaráttu heilbrigðisstétta með tilheyrandi verkföllum, lagasetningum og kjaradómum. Skemmst er að minnast þess að hjúkrunarfræðingar voru samningslausir við upphaf COVID faraldursins. Óboðlegt er að tala nú til þessa hóps eins og hann sé varla til eða fáist ekki til starfa þegar mikið liggur við. Öll viljum við vera metin að verðleikum og mikilvægi starfa okkar. Því þarf að hlusta á starfsfólk í framlínu heilbrigðiskerfisins. Það þekkir best hvar eldurinn brennur heitast. Snúum okkur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi þar með talið Landspítala sem við öll getum verið stolt af og er eftirsóknarverður vinnustaður. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar