Hvað dvelur hraðprófin? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 23. ágúst 2021 12:31 Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja. Að auki bjóða dönsk stjórnvöld víða upp á Covid-hraðpróf fólki að kostnaðarlausu, hvort sem það finnur fyrir einkennum eða ekki og hvort sem um heimamenn eða ferðamenn er að ræða. Fólk sem ekki getur nýtt sér þessi fríu próf getur keypt þau víða á stöðum sem betur henta. Þetta fjölgar þeim sem komast snemma að því að þau séu smituð og dregur úr líkunum á því að þau smiti aðra. Að sama skapi einfaldar þetta ósmituðu fólki að halda sínu striki.Fyrirkomulagið í fríu Covid-hraðprófunartjöldum danskra stjórnvalda minnir um margt á skipulagið góða í Laugardalshöll þegar við vorum ,,best í heimi í bólusetningum“. Nema þau eru auðvitað margfalt smærri í sniðum enda tjöldin víða. En hvað gerðist svo? Í frétt RÚV í gærkvöldi kom fram að stjórnvöld sjái fyrir sér að hraðpróf verði í auknum mæli notuð til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ef það markmið á að nást hlýtur að þurfa að auka aðgengi fólks að hraðprófunum, það segir sig sjálft. Annars vegar með því að koma upp prófunarstöðum þar sem fólki gefst kostur á taka hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Hins vegar með því að afnema óskiljanlegt bann við sjálfsprófum. Þessi próf eru ekki ætluð fólki með einkenni heldur eru fyrst og fremst notuð sem smitvörn. Þau skapa öryggi og draga úr smithættu svo að við getum fetað okkur aftur í áttina að eðlilegu lífi. Svo að við getum lifað með veirunni. Höfundur er þingmaður og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja. Að auki bjóða dönsk stjórnvöld víða upp á Covid-hraðpróf fólki að kostnaðarlausu, hvort sem það finnur fyrir einkennum eða ekki og hvort sem um heimamenn eða ferðamenn er að ræða. Fólk sem ekki getur nýtt sér þessi fríu próf getur keypt þau víða á stöðum sem betur henta. Þetta fjölgar þeim sem komast snemma að því að þau séu smituð og dregur úr líkunum á því að þau smiti aðra. Að sama skapi einfaldar þetta ósmituðu fólki að halda sínu striki.Fyrirkomulagið í fríu Covid-hraðprófunartjöldum danskra stjórnvalda minnir um margt á skipulagið góða í Laugardalshöll þegar við vorum ,,best í heimi í bólusetningum“. Nema þau eru auðvitað margfalt smærri í sniðum enda tjöldin víða. En hvað gerðist svo? Í frétt RÚV í gærkvöldi kom fram að stjórnvöld sjái fyrir sér að hraðpróf verði í auknum mæli notuð til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ef það markmið á að nást hlýtur að þurfa að auka aðgengi fólks að hraðprófunum, það segir sig sjálft. Annars vegar með því að koma upp prófunarstöðum þar sem fólki gefst kostur á taka hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Hins vegar með því að afnema óskiljanlegt bann við sjálfsprófum. Þessi próf eru ekki ætluð fólki með einkenni heldur eru fyrst og fremst notuð sem smitvörn. Þau skapa öryggi og draga úr smithættu svo að við getum fetað okkur aftur í áttina að eðlilegu lífi. Svo að við getum lifað með veirunni. Höfundur er þingmaður og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar