Kjósum ungt fólk á Alþingi Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Helga Margrét Jóhannesdóttir skrifa 23. ágúst 2021 14:30 Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið. Vöntun á ungu fólki í pólitík er gjarnan útskýrð með þeim hætti að ekki sé raunverulegur áhugi eða þekking fyrir hendi og að ungt fólk kjósi bara „það sem pabbi og mamma kjósa“. Slíkar alhæfingar eru hættulegar og kynda undir þá fordóma sem ávallt hafa verið til staðar gagnvart ungu fólki í pólitík. Við sjáum þessa fordóma svart á hvítu þegar talað er um dómsmálaráðherra sem fermingarkrakka eða stelpukjána. Ungt fólk fær gjarnan að sinna stöðu áheyrnarfulltrúa en fær ekki raunverulegt sæti við borðið. Samtal við ungt fólk virðist einungis viðhaft því það þykir móðins. Því erum við enn á villigötum þrátt fyrir að mantran um mikilvægi ungs fólks í pólitík hafi verið kveðin ár eftir ár. Ungt fólk vill sæti við borðið Áhugi ungs fólks á að láta sig málin varða er mikill og hefur færst í aukana á undanförnum misserum með fjölgun áskorana sem varða framtíð þessa hóps. Finna má unga aðgerðarsinna í hverju horni sem krefjast þess að markviss skref séu tekin í átt að betra samfélagi og betri heimi. Áberandi baráttumál eru jafnrétti allra samfélagshópa og róttæk skref í loftslagsmálum. Ungt fólk krefst þess í auknum mæli að fá sæti við borðið svo það geti haft raunveruleg áhrif á ákvörðunartöku um málefni sem varða eigin framtíð og framtíð komandi kynslóða. Þrátt fyrir að framboð á ungu fólki í pólitík hafi aukist til muna hefur fulltrúum þess á þingi ekki fjölgað að sama skapi. Landið okkar er fullt af ungu og frambærilegu fólki sem hefur skýra framtíðarsýn og sterka skoðun á hvernig samfélagi það vill búa í. Það sýnir sig á þeim fjölda ungs fólks sem býður fram krafta sína fyrir komandi Alþingiskosningar; en þess má geta að listar Vinstri grænna státa af 24 ungliðum. Pólitík án aðgreiningar Fulltrúar á Alþingi ættu að standa fyrir, og vera, þverskurður af samfélaginu. Því þarf þátttaka í pólitík að vera án aðgreiningar þar sem raddir allra fá að heyrast. Það skiptir sköpum fyrir stjórnun landsins að í þingsætum megi finna fulltrúa ólíkra kynja, kynþátta og kynhneigða, fulltrúa alls staðar að af landinu óháð stétt og stöðu, og að fulltrúar þessara hópa séu á sem breiðustu aldursbili. Ungt fólk er sannarlega traustsins vert Flest mál á Alþingi varða ungt fólk vegna þess að þau munu erfa landið og þurfa að lifa með ákvörðunum sem teknar eru í dag. Því er aðkallandi að þessi hópur hafi sterka rödd á þingi. Í stefnu VG kemur fram að hreyfingin treysti ungu fólki og því má fagna. Hins vegar þarf það traust sem VG sýnir ungu fólki að skila sér til kjósenda. Viðhorfsbreyting þarf að verða í samfélaginu þar sem hætt er að líta á ungt fólk sem annars flokks samfélagsþegna sem hafi hvorki þá reynslu né þekkingu sem þarf til að vera á þingi. Munið að hver sá sem fer á þing í fyrsta sinn er reynslulaus á þeim vettvangi hvort sem hann er tvítugur eða fimmtugur. Samfélagið þarf að opna augun og sjá þann hag sem er fólginn í að hleypa yngra fólki að. Má þar á meðal nefna að ungt fólk á þingi býr jafnan yfir miklum eldmóð, kemur inn með ferskan andblæ og veitir þannig þeim eldri aðhald til að knýja fram breytingar. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem taka virkan þátt í pólitík snemma á lífsleiðinni eru líklegri til að leitast stöðugt við bæta samfélagið sitt ævina út. Jafnframt eru málefni sem brenna á ungu fólki málefni okkar allra. Unga kynslóðin veit að sumar aðgerðir þola enga bið og er tilbúin til að berjast strax í dag til að búa sér og sínum farsælli og öruggari framtíð. Við viljum með þessari grein hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað og kjósa sína fulltrúa á þing. Jafnframt viljum við hvetja þjóðina alla til að kjósa flokka sem tefla fram fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Kjósum fjölbreytileika á Alþingi. Höfundar skipa 5 og 6. sæti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið. Vöntun á ungu fólki í pólitík er gjarnan útskýrð með þeim hætti að ekki sé raunverulegur áhugi eða þekking fyrir hendi og að ungt fólk kjósi bara „það sem pabbi og mamma kjósa“. Slíkar alhæfingar eru hættulegar og kynda undir þá fordóma sem ávallt hafa verið til staðar gagnvart ungu fólki í pólitík. Við sjáum þessa fordóma svart á hvítu þegar talað er um dómsmálaráðherra sem fermingarkrakka eða stelpukjána. Ungt fólk fær gjarnan að sinna stöðu áheyrnarfulltrúa en fær ekki raunverulegt sæti við borðið. Samtal við ungt fólk virðist einungis viðhaft því það þykir móðins. Því erum við enn á villigötum þrátt fyrir að mantran um mikilvægi ungs fólks í pólitík hafi verið kveðin ár eftir ár. Ungt fólk vill sæti við borðið Áhugi ungs fólks á að láta sig málin varða er mikill og hefur færst í aukana á undanförnum misserum með fjölgun áskorana sem varða framtíð þessa hóps. Finna má unga aðgerðarsinna í hverju horni sem krefjast þess að markviss skref séu tekin í átt að betra samfélagi og betri heimi. Áberandi baráttumál eru jafnrétti allra samfélagshópa og róttæk skref í loftslagsmálum. Ungt fólk krefst þess í auknum mæli að fá sæti við borðið svo það geti haft raunveruleg áhrif á ákvörðunartöku um málefni sem varða eigin framtíð og framtíð komandi kynslóða. Þrátt fyrir að framboð á ungu fólki í pólitík hafi aukist til muna hefur fulltrúum þess á þingi ekki fjölgað að sama skapi. Landið okkar er fullt af ungu og frambærilegu fólki sem hefur skýra framtíðarsýn og sterka skoðun á hvernig samfélagi það vill búa í. Það sýnir sig á þeim fjölda ungs fólks sem býður fram krafta sína fyrir komandi Alþingiskosningar; en þess má geta að listar Vinstri grænna státa af 24 ungliðum. Pólitík án aðgreiningar Fulltrúar á Alþingi ættu að standa fyrir, og vera, þverskurður af samfélaginu. Því þarf þátttaka í pólitík að vera án aðgreiningar þar sem raddir allra fá að heyrast. Það skiptir sköpum fyrir stjórnun landsins að í þingsætum megi finna fulltrúa ólíkra kynja, kynþátta og kynhneigða, fulltrúa alls staðar að af landinu óháð stétt og stöðu, og að fulltrúar þessara hópa séu á sem breiðustu aldursbili. Ungt fólk er sannarlega traustsins vert Flest mál á Alþingi varða ungt fólk vegna þess að þau munu erfa landið og þurfa að lifa með ákvörðunum sem teknar eru í dag. Því er aðkallandi að þessi hópur hafi sterka rödd á þingi. Í stefnu VG kemur fram að hreyfingin treysti ungu fólki og því má fagna. Hins vegar þarf það traust sem VG sýnir ungu fólki að skila sér til kjósenda. Viðhorfsbreyting þarf að verða í samfélaginu þar sem hætt er að líta á ungt fólk sem annars flokks samfélagsþegna sem hafi hvorki þá reynslu né þekkingu sem þarf til að vera á þingi. Munið að hver sá sem fer á þing í fyrsta sinn er reynslulaus á þeim vettvangi hvort sem hann er tvítugur eða fimmtugur. Samfélagið þarf að opna augun og sjá þann hag sem er fólginn í að hleypa yngra fólki að. Má þar á meðal nefna að ungt fólk á þingi býr jafnan yfir miklum eldmóð, kemur inn með ferskan andblæ og veitir þannig þeim eldri aðhald til að knýja fram breytingar. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem taka virkan þátt í pólitík snemma á lífsleiðinni eru líklegri til að leitast stöðugt við bæta samfélagið sitt ævina út. Jafnframt eru málefni sem brenna á ungu fólki málefni okkar allra. Unga kynslóðin veit að sumar aðgerðir þola enga bið og er tilbúin til að berjast strax í dag til að búa sér og sínum farsælli og öruggari framtíð. Við viljum með þessari grein hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað og kjósa sína fulltrúa á þing. Jafnframt viljum við hvetja þjóðina alla til að kjósa flokka sem tefla fram fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Kjósum fjölbreytileika á Alþingi. Höfundar skipa 5 og 6. sæti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar