Sama sagan hjá Skyttunum Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2021 22:00 Pierre-Emerick Aubameyang gæti verið á förum frá Norður-Lundúnum. Getty/Marc Atkins Breskir fjölmiðlar greina frá því að Gaboninn Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, sé til sölu. Stjórnendur liðsins hyggist losa hann af launaskrá áður en yfirstandandi félagsskiptagluggi lokar eftir rúma viku. Aubameyang er 32 ára gamall og gekk í raðir Skyttanna í janúar 2018 er hann var keyptur frá Borussia Dortmund fyrir 56 milljónir punda. Hann skoraði tíu mörk í 13 leikjum á sinni fyrstu leiktíð og fylgdi því eftir með 22 deildarmörkum næstu tvö tímabil þar á eftir þar sem hann deildi gullskó deildarinnar tímabilið 2018 til 2019. Hann var orðaður við brottför frá félaginu í fyrrahaust þar sem samningur hans var við að renna út í sumar. Stjórnarmenn liðsins lögðu mikla áherslu á að halda framherjanum og skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning í september í fyrra, sem rennur út sumarið 2023. Samningurinn veitir honum 350 þúsund pund í vikulaun en Aubameyang átti sitt versta tímabil fyrir félagið á síðustu leiktíð eftir að gengið var frá samningnum. Hann skoraði aðeins tíu mörk í deild og hefur sætt gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Á einu ári hefur hann því farið úr því að vera ómissandi lykilmaður í að fara á sölulista. Það minnir óneitanlega á sögu Þjóðverjans Mesut Özil hjá Arsenal. Sá átti sex mánuði eftir af samningi sínum þegar Arsenal gaf honum nýjan samning í janúar 2018 sem tvöfaldaði laun hans í svipaða vikulega upphæð og Aubameyang fær í dag. Özil varð að aukaleikara hjá félaginu eftir það og reyndi Arsenal ítrekað að selja hann. Það gekk illa þar sem sá þýski hafði lítinn áhuga á að sleppa frá sér gríðarháum launapakkanum. Hann fór loks til Fenebahce í Tyrklandi í janúar á þessu ári eftir að hafa verið utan úrvalsdeildarhóps Arsenal í hálft ár að telja peninga. Áhugavert verður að sjá hvort Arsenal gangi betur að losa sig við Aubameyang en Barcelona er sagt hafa áhuga á framherjanum. Hvort skuldum vafið Katalóníuliðið hafi einhver tök á að uppfylla launakröfur hans er svo önnur saga. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Sjá meira
Aubameyang er 32 ára gamall og gekk í raðir Skyttanna í janúar 2018 er hann var keyptur frá Borussia Dortmund fyrir 56 milljónir punda. Hann skoraði tíu mörk í 13 leikjum á sinni fyrstu leiktíð og fylgdi því eftir með 22 deildarmörkum næstu tvö tímabil þar á eftir þar sem hann deildi gullskó deildarinnar tímabilið 2018 til 2019. Hann var orðaður við brottför frá félaginu í fyrrahaust þar sem samningur hans var við að renna út í sumar. Stjórnarmenn liðsins lögðu mikla áherslu á að halda framherjanum og skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning í september í fyrra, sem rennur út sumarið 2023. Samningurinn veitir honum 350 þúsund pund í vikulaun en Aubameyang átti sitt versta tímabil fyrir félagið á síðustu leiktíð eftir að gengið var frá samningnum. Hann skoraði aðeins tíu mörk í deild og hefur sætt gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Á einu ári hefur hann því farið úr því að vera ómissandi lykilmaður í að fara á sölulista. Það minnir óneitanlega á sögu Þjóðverjans Mesut Özil hjá Arsenal. Sá átti sex mánuði eftir af samningi sínum þegar Arsenal gaf honum nýjan samning í janúar 2018 sem tvöfaldaði laun hans í svipaða vikulega upphæð og Aubameyang fær í dag. Özil varð að aukaleikara hjá félaginu eftir það og reyndi Arsenal ítrekað að selja hann. Það gekk illa þar sem sá þýski hafði lítinn áhuga á að sleppa frá sér gríðarháum launapakkanum. Hann fór loks til Fenebahce í Tyrklandi í janúar á þessu ári eftir að hafa verið utan úrvalsdeildarhóps Arsenal í hálft ár að telja peninga. Áhugavert verður að sjá hvort Arsenal gangi betur að losa sig við Aubameyang en Barcelona er sagt hafa áhuga á framherjanum. Hvort skuldum vafið Katalóníuliðið hafi einhver tök á að uppfylla launakröfur hans er svo önnur saga.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Sjá meira